Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1994, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 20. MAÍ1994
41
Afmæli
ÓlöfE. Bjamadóttir
Ólöf Erla Bjamadóttir, leirlistamað-
ur og kennari, Hófatúni, Hvanneyri
í Andakílshreppi, er fertug í dag.
Starfsferill
Ólöf er fædd í Reykjavík og ólst
upp þar og í Kópavogi, Cambridge,
París og Ósló. Hún lauk landsprófi
frá Kvennaskólanum og stúdents-
prófi frá MR1974. Ólöf var í Mynd-
lista- og handíðaskólanum 1974-77
og 1980-82 og útskrifaðist úr
keramikdeild. Hún fékk réttindi
sem kennari 1991.
Ólöf hefur verið leirhstamaður og
kennari frá 1977. Fyrst á Grímsstöð-
um á Fjöllum til 1985 en hún var
einnig oddviti þar síðustu árin, þá í
Borgarnesi til 1989 og svo á Hvann-
eyri en Ólöf hefur ennfremur starf-
að við alifuglarækt.
Ólöf hefur tekið þátt í nokkrum
samsýningum og einnig haldið
einkasýningar. Hún er ritari Leir-
hstafélagsins og Ungmennafélags-
ins íslendings. Ólöf stundar söng-
nám við Tónhstarskóla Borgar-
fjarðar en hún hefur sungið í kórum
héraðsins.
Fjölskylda
Ólöf giftist 26.6.1976 Sigurði Axel
Benediktssyni, f. 19.7.1955, rann-
sóknarmanni við bútæknideild
RALA. Foreldrar hans: Benedikt
Sigurðsson og kona hans, Kristín
Axelsdóttir, bændur á Grímsstöðum
á Fjöhum. Benedikt er af Gríms-
staðaætt en Kristín er frá Ási í
Kelduhverfi.
Böm Ólafar og Sigurðar: Benedikt
Bragi, f. 11.5.1977, nemi; Kristín
Erla, f. 4.6.1983.
Bræður Ólafar: Jón Bragi, f. 15.8.
1948, efnafræðiprófessor, maki Guð-
rún Stefánsdóttir, þau eiga þrjú
böm; Guðmundur Jens, f. 4.9.1955,
lyfjafræðingur, maki Guðrún Stein-
arsdóttir, þau eiga tvö börn.
Foreldrar Ólafar: Bjarni Bragi
Jónsson, f. 8.7.1928, aðstoðarbanka-
stjóri Seðlabankans, og Rósa Guð-
mundsdóttir, f. 25.3.1930, kennari,
þau eru búsett í Kópavogi.
Ætt
Bjami Bragi er sonur Jóns, sýslu-
manns í Stykkishólmi, bróður Ein-
varðs, starfsmannastjóra Lands-
bankans, fóður Hallvarðs ríkissak-
sóknara og Jóhanns alþm. Aðrir
bræður Jóns voru Sigurjón skrif-
stofustjóri og Jónatan hæstaréttar-
dómari, faðir Halldórs, forstjóra
Landsvirkjunar. Jón var sonur
Hahvarðs, b. í Hítamesi, Einvarðs-
sonar, b. í Skutuley, Einarssonar.
Móðir Jóns var Sigríður Jónsdóttir,
b. í Skiphyl, bróður Páls, langafa
Megasar. Systir Jóns var Oddný,
langamma Guðrúnar Helgadóttur
skólastjóra og Ingvars forstjóra, fóð-
ur Júlíusar Vífils óperusöngvara,
og langamma Júlíu, móður Svein-
björns I. Baldvinssonar dagskrár-
stjóra. Móðir Bjarna Braga var Ólöf,
Ólöf Erla Bjarnadóttir.
dóttir Bjarna, læknis á Breiðaból-
stað á Síðu, bróður Jóns yfirdóm-
ara, afa Jóhannesar Nordals. Bjami
var sonur Jens, rektors Sigurðsson-
ar, bróður Jóns forseta. Móðir
Bjarna læknis var Ólöf, dóttir
Björns Gunnlaugssonar, yfirkenn-
ara og stærðfræðings.
Bróðir Rósu er Gunnar. Guð-
mundsson, eigandi GG í Dugguvogi.
Rósa er dóttir Guðmundar verk-
stjóra í Reykjavlk, Matthíassonar,
sjómanns í Reykjavík, Péturssonar.
Móðir Guðmundar var Guðrún Sig-
urðardóttir frá Hárlaugsstöðum.
Móðir Rósu var Sigurrós Þorsteins-
dóttir, b. á Horni, Þorsteinssonar,
bróður Katrínar, ömmu Lúðvíks
Jósepssonar, fv. ráðherra. Móöir
Sigurrósar var Halldóra, systir Stef-
áns, afa Stefáns Jónssont ithöf-
undar ogalþm.
Meiming
Básúnuleikur í
Bústaöakirkju
Tónleikar voru í Bústaðakirkju í gærkvöldi. Carsten
Svanberg lék á básúnu við undirleik Guðna Þ. Guð-
mundssonar, orgelleikara Bústaðakirkju, ásamt kór
kirkjunnar. A efnisskránni voru verk eftir J. Baptiste,
Axel Madsen, Carl Maria von Weber, E.T.A. Hoffman,
Gunnar Hahn, Erland von Koch, Wolfgang Amadeus
Mozart og Alexandre Guhmant.
Carsten Svanberg er fæddur í Danmörku og dvelur
sem gestur hér á landi um þessar mundir. Efnisskráin
var blanda verka þar sem básúna var í sólóhlutverki
og verka þar sem kórinn fékk að spreyta sig. Fyrst
var sónata eftir Baptiste, hpurlega samið barokkverk,
sem fékk ágætan flutning þama. Lag við 121. Davíðs-
sálm eftir Madsen hljómaöi einkar fahega. Þar komu
kvennaraddimar einar við sögu og var það hreinn og
góður söngur. Romance eftir von Weber var heldur
þunnur þrettándi enda þótt það væri prýðhega flutt
og svipað má segja um canzonettur Hoffmanns. Það
er erfitt að skhja hvers vegna menn em að teygja sig
aftur í aldir eftir tónhst af þessu tagi. Samtímatónhst
kann að vera umdehd um margt en ahir hljóta að
vera sammála um að léttmeti á hann í yfirfljótandi
magni og við allra hæfi. Himmelriket liknas eftir Hahn
hljómaði eins og tilbrigði við gamalt sálmalag. Verkið
er einfalt en býr yfir látlausum þokka sem komst vel
til skha þarna. Svipað má segja um verk von Kochs
fyrir einleiksbásúnu. Nokkuö skorti á skýrleika th
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
þess að Latate dominum Mozarts nyti sín og Marceau
Symphonique eftir Guilmant komst ekki almennilega
á flug og virtist það verkinu sjálfu að kenna.
Það fer ekki milh mála að Svanberg er básúnuleik-
ari í fremstu röð. Leikur hans var sérlega hlýr og tón-
elskur auk þess að vera tæknhega óaðfinnanlegur. Það
er alltaf gaman að heyra hve málmblásturshljóðfæri
eins og básúna, getur búið yfir mikhh mýkt og bhðu
þegar vel er leikið. Kórinn ásamt stjómanda sínum
og orgeheikara gerði margt fallegt þótt snurður væru
finnanlegar á stöku stað. I hehd tókust þessir tónleik-
ar ágætlega.
Fréttir
Höfn:
Bæjarfélagið nýtti
sér forkaupsréttinn
Júlía Imsland, DV, Höfh:
Nýstofnað fyrirtæki, Fiskhóll hf.
hér á Höfn, hefur keypt fiskiskipið
Hrísey. Bæjarfélagið á Höfn nýtti
forkaupsrétt sinn á skipinu þegar
stóð að selja það úr byggðarlaginu.
Skipið hefur fengið nafnið Silfur-
nes SF 99.
Silfumesið fer á humarveiðar og
verður með tvö troll. Grétar Vil-
bergsson, einn eigenda, er skip-
stjóri en hann var áður með Frey
SF og fylgdi öh áhöfnin honum yfir
á nýja skipið.
' Tilkynningar
Lýðveldishátíð í
Breiðholti
í dag, 20. maí, munu nemendur allra
grunnskólanna í Breiðholti hittast kl.
13.30 á mótum Yrsufells og Suðurfells til
þátttöku í sameiginlegri skrúðgöngu og
verður gengiö inn á Leiknisvöll. Þar mun
fara fram fjöldasöngur, skemmtanir og
uppákomur.
Félag eldri borgara
í Reykjavík og nágr.
Félagsvist í Risinu kl. 14 í dag. Margrét
Thoroddsen er til viðtals um trygginga-
mál nk. þriðjudag. Panta þarf tíma í s.
28812. Ath. Síðasta viðtal fyrir sumar-
leyfi.
Félag eldri borgara
Kópavogi
Spiluð verður félagsvist og dansað í Fé-
lagsheimili Kópavogs, 2. hæð, í kvöld kl.
20.30. Húsið er öllum opið.
ÞJÓÐLEIKHÚSID
Sími 11200
Stóra sviðið kl. 20.00
GAURAGANGUR
eftir Ólaf Hauk Símonarson
Laud 28/5, uppselt. föd 3/6, nokkur sætl
laus, sud. 5/6, nokkur sæti laus, föd. 10/6,
laud. 11/6, mvd. 15/6, fid. 16/6.
Síðustu sýningar i vor.
Ósóttar pantanir seldar daglega.
Litla sviðið kl. 20.30
KÆRA JELENA
eftir Ljúdmilu Razúmovskaju
í kvöld, uppselt, þrd. 31/5, uppselt, fid.
2/6, Id. 4/6, mvd. 8/6, næstsíðasta sýning,
sud. 12/6, siðasta sýning.
Ath. aöeins örfáar sýningar.
Miðasala Þjóðlelkhússins er opin alla
daga nema mánudaga frá 13.00-18.00
og fram að sýnlngu sýningardaga. Tekið
á móti simapöntunum virka daga
frákl.10.
Laugardag fyrir hvitasunnu er opið frá
kl. 13-18. Lokað er á hvitasunnudag.
Annan dag hvitasunnu er simaþjónusta
frákl. 13-18.
Græna linan 99 61 60.
Greiðslukortaþjónusta.
Fjölskylduskemmtun með
Milljónamæringunum
MiUjónamæringamir halda tónleika við
Hvaleyrarvatn fyrir ofan Hafnaríjörð á
laugardag, kl. 16, í tilefni þess að hafa
lokið við upptöku disks sem kemur út í
júni.
Laugardagskaffi Reykja-
víkurlistans
Opið hús laugardaginn 21. maí, kl. 10-18.
Gestgjafi dagsins verður Guðrún Ágústs-
dóttir og dagskráin hefst kl. 14 síðdegis.
Fjölskylduhátíð í
Bústaðasókn
í tilefni af ári fjölskyldunnar verður efnt
til fjölskylduhátíðar í Bústaðakirkju ann-
an dag hvítasunnu, 23. maí, undir kjör-
orðinu „eflum fjölskylduna". Hátíðin fer
fram á svæði Víkings við Stjömugróf og
hefst kl. 13.30.
Laugardagsganga Hana nú
Vikuleg laugardagsganga Hana nú í
Kópavogi verður á morgun og lagt af staö
frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Nýlagað
molakafft.
Tónleikar
Skemmtitónleikar kórs
Ytri-Njarðvíkurkirkju
Á annan 1 hvítasunnu, 23. maí, kl. 17,
mun kór Ytri-Njarðyíkurkirkju halda
tónleika í kirkjunni. Á efnisskránni em
eingöngu létt lög, bæði trúarleg og ver-
aldleg. Með kómum koma fram hljóm-
sveit og einsöngvarar.
Tapadfundid
Trek fjallahjól tapaðist
frá Hjallavegi
Hvítt Trek 800, 21 gírs fjallahjól með
bleikum lás, svörtum handfóngum og
hnakk tapaðist aðfaranótt mánudagsins
16. mai frá Hjallavegi. Ef einhver hefur
séð hjóhð eða veit hvar það er niðurkom-
iö er sá vinsamlegast beðinn að hringja
í síma 681147.
Leikhús
LEIKFÉLAG
REYKJAVÍKUR
GLEÐIGJAFARNIR
eftir Neil Simon
með Árna Tryggva og Bessa Bjarna.
Þýðing og staðfærsla Gisli Rúnar
Jónsson.
Fimmtud. 26/5, laugd. 28/5.
föstud. 3/6, næstsiðasta sýning, laugard.
4/6, síðasta sýning.
Stóra sviðið kl. 20.
EVA LUNA
. Leikrit eftir Kjartan Ragnarsson og
Óskar Jónasson. Unnið upp úr bók Isa-
bel Allende. Lög og textar eftir Egil
Ólafsson.
í kvöld, uppselt, allra siðasta sýning.
Geisladiskur með lögunum úr Evu Lunu tll
sölu i miðasölu. Ath.: 2 miðar og geisla-
diskur aöeins kr. 5.000.
Miðasala er opin kl. 13.00-20.00 alla
daga nema mánudaga. Tekið á móti
miðapöntunum i sima 680680 kl.
10-12 alla virka daga.
Bréfasími 680383.
Greiðslukortaþjónusta.
Munið gjafakortin okkar.
Tilvalin tækifærisgjöf.
Leikfélag Reykjavíkur -
Borgarleikhús.
Leikfélag Akureyrar
ÓPERIJ
DRAlJíilJRINN
eftir Ken Hill
í Samkomuhúsínu kl. 20.30.
Laugardag 21. mai, nokkur sæti laus,
næstsiðasta sýning.
Föstudag 27. mai, siðasta sýning.
lar ftr
eftir Jim Cartwright
SÝNT í ÞORPINU, HÖFÐAHLÍÐ1
Sýningar hefjast kl. 20.30.
I kvöld, mánudag 23. maí, 2. í hvitasunnu
ATH. Siðustu sýningar á Akureyri.
Ath. Ekki er unnt að hleypa gestum i
salinn eftir að sýning er hafln.
Aðalmiðasalan í Samkomuhúsinu er
opin alla virka daga nema mánudaga
kl. 14-18 og sýningardaga fram að
sýningu. Simi 24073.
Simsvari tekur við miðapöntunum ut-
an afgreiðslutíma.
Ósóttar pantanir að BarPari seldar í
miðasölunni i Þorpinu frá kl. 19 sýn-
ingardaga. Sími 21400.
Greiðslukortaþjónusta.
Þjóðfélag
án þröskulda
„Þjóðfélag án þröskulda“
-Sjálfsbjörg heldur sýningu í Perlunni
Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, stendur fyrir sýn-
ingu á verkum 6. bekkjar grunnskólanemenda á 4.
hæð í Perlunni dagana 21 .-29. maí 1994. Verkin,
bæði myndir og Ijóð, eru afrakstur hugmyndasam-
keppni sem Sjálfsbjörg stóð fyrir í vetur meðal um
1700 nemenda í grunnskólum á Austurlandi og í
Reykjavík, undir kjörorðinu „þjóðfélag án þrösk-
ulda“.
Sýningin verður opnuð kl. 14.00 laugardaginn 21.
maí og þá fer einnig fram verðlaunaafhending vegna
þriggja bestu verkefnanna úr Reykjavík. Allir eru
velkomnir og aðgangur er ókeypis.