Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1994, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1994, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 3.000 krónur. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing:1 Sími 632700 Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1994. Oddur efstur Hvítasunnukappreiöar Fáks hófust í gær með dómum í B-flokki gæö- inga. Níu hæst dæmdu gæðingamir verða fulltrúar Fáks á landsmótinu á Hellu í sumar. Oddur Sigurbjöms Bárðarsonar er efstur eftir forkeppnina með aðalein- kunnina 8,794, Kolskeggur Maríu Gunnarsdóttur er næstur með 8,66, Hruni Sigurbjöms Bárðarsonar er þriðji með 8,64, stóðhesturinn Logi frá Skarði, Olafíu Sveinsdóttur, er fjórði með 8,63 og Svörður Sigur- björns Bárðarsonar er fímmti með 8,62. Sigurbjöm Bárðarson er eigandi þriggja úrslitahestanna og situr jafn- framt þrjá, þó ekki alla sína. Hann situr Odd, Kolskegg og Svörð, en Franziska Laack situr Hmna og Orri Snorrason Loga. -E.J. sm Farmenn segja upp Yfirmenn á farskipum hafa sagt upp gildandi kjarasamningum sín- um. Þeir segja uppsögnina vera í samræmi viö ákvæði í kjarasamn- ingunum sem kveður á um heimild til uppsagnar hafi frumvarp til laga um alþjóðlega íslenska skipaskrán- ingu ekki verið lagt fyrir Alþingi fyr- ir 1. maí 1994. Þetta var ekki gert og því er kjarasamningunum sagt upp til að knýja á um raunhæfar aðgerð- ir tii styrktar atvinnu íslenskra far- manna. Enginnfundur Enn hefur ekki verið boðaður nýr fundur í samningaviðræðum meina- tækria og ríkisins eftir að slitnaði upp úr viðræðunum um síðustu helgi. Edda Sóley Óskarsdóttir, formaður Meinatæknafélagsins, segir að meinatæknar hafi kynnt Guðmundi Árna Stefánssyni heilbrigðisráð- herra stöðu mála í gær en engin nið- urstaöa hafi fengist af fundinum. - sjá Fréttaljós á bls. 5 Eldur í kjallara Eldur kom upp í kjallara bæjar í Grímsnesi í fyrrakvöld. Eldurinn kviknaði út frá rafmagni og var slökkvilið kallað á staðinn. Tókst að ráða niðurlögum eldsins með hand- slökkvitæki og hlaust lítið tjón af brunanum. Við rannsókn lögreglu kom í ljós að bruggtæki voru á þeim stað sem eldurinn kviknaði og lagði lögregla hald á tækin og lítilræði af gambra. Að sögn lögreglu var augljóst á öllu að framleiðslan væri lítil og líklegt að hún væri til einkanota. Tel betta vera jakvætt fyrir atvinnulífið „Ég tel þessar aðgerðir vera já- far vaxtalækkana að örva fjárfest- kvæðar fyrir atvinnulifið en menn íngar í atvinnulífinu. í því skyni verða að gæta að þvi að þær raski myndu fjárfestíngar fyrirtækja á ekki þeim stöðugleika sem hefur árunum 1994 og 1995 njóta sérstakr- myndast og er mikilvægt að haldi ar flýtiíyrningar til skatts. áfram. Atvinnulífið þarf að halda GunnarHelgitelurítengslumvið þessari hægu en stöðugu uppbygg- aðgeröimar nauðsynlegt aö stjórn- ingu sem hefur verið í gangi þann- völd taki til endurskoöunar áform ig aö þaö gangverk verði ekki sínumaðafhemaskattaafsláttein- mglað með óþarfa þenslu," segir staklinga vegna hlutabréfakaupa, Gunnar Helgi Hálfdánarson, for- þau geti hamlað uppbyggingu at- stjóri Landsbréfa, við DV um að- vinnulífsins og gangi þvert gegn gerðir ríkisstjómarinnar. stefnu ríkisstjómarinnar. Davíð Oddsson forsætisráðherra Fram hefur komiö í máli manna skýröi frá því gær að ríkissfjómin að atvinnufyrirtæki séu víða rekin ætlaði að beita sér fyrir þvi í kjöl- með tapi og þvi óvíst meö hvaöa hætti þessar aðgerðir skili sér, nema þá til fyrirtækja sem skila hagnaði. Gunnar Svavarsson, forstjóri Hampiðjunnar og varaformaður Samtaka iðnaöarins, segir hugsun ríkisstjómarinnar á bak við aö- gerðirnar góða en bíöa veröi eftir nánari útfærslu á þeim. Pétur Blöndal stærðfræðingur sagði i morgun að flýtifyrning væri viss liöur í að örva Qárfestingu en til þess að örva þátttöku einstakl- inga í atvinnulífinu þyrfti að huga að skattalögum almennt Vorverkin eru hafin hjá bændum. Hér er það Ólafur Þorsteinsson að Ósi, rétt innan við Akranes, sem plægir tún sitt. DV-mynd GVA Bensínleki í Hamraborg „Ég var á fundi og allt í einu gaus upp þessi rosalegi bensínfnykur. Ég hljóp út í glugga og þá sá ég það sem ég vil kalla bensíná. Þetta var enginn lækur því fyrstu niðurföllin tóku ekki við þessu og bensínið rann niður brekkuna hér fyrir utan,“ sagði at- vinnurekandi í Hamraborg í samtali við DV í morgun. Bensínafgreiðslumaður, sem DV ræddi við, sagði að lítið magn af bensíni heföi runnið niður en kalla þurfti til lögreglu og slökkvilið sem hreinsaði bensínið í burtu. Auk fyrirtækja er íbúðarhúsnæði í Hamraborg og urðu íbúar einnig fyrir óþægindum af vöídum lyktar- innar. Smugan: Flogið yf ir íslensku skip- in f lesta daga „Ég óttast ekki svona fréttir. Mað- ur er búinn að heyra þetta fyrr en auðvitað er aldrei að vita hvað þeir gera,“ segir Ottó Jakobsson, fram- kvæmdastjóri BUka hf. á Dalvík, um þær fréttir aö norsk eftirlitsskip séu búin togvíraklippum og hafi leyfi norskra yfirvalda til að beita þeim. Ottó gerir út togarann Blika sem í gær var að veiðum suðvestast í Smugunni. „Þar sem við erum á alþjóðlegu hafsvæöi tel ég það vera brot á sigl- ingareglum og öllum venjulegum samskiptum skipa ef Norðmenn fara að beita þessu. Islensku skipin hafa lítið orðið vör við eftirlitsskip en það hefur verið flogið yfir skipin flesta daga,“ segir Ottó. Auk Blika hafa Skúmur og Drang- ey verið að veiðum í Smugunni að undanfömu. „Svo hafa verið þama bæði landlausir íslendingar og Fær- eyingar. Veiðin hefur verið heldur treg en mér sýnist skipin vera að gera þokkalega túra,“ segir Ottó. Brotist inn íbíla Lögreglan í Reykjavík handtók í nótt 17 ára pilt sem brotist haföi inn í nokkra bíla við Furugerði. Pilturinn haföi stolið útvörpum og fleiri verðmætum og gisti fanga- geymslur í nótt. Þá var lögreglunni tilkynnt um innbrot í hús við Snorrabraut. Þar var stohð sjónvarpi og 14 derhúfum. Þjófurinn komst undan. LOKI Þetta brugg hefur verið ekta brennivín! Veðrið á morgun: Bjart- viðri Hæg suðvestiæg eða breytileg átt. Sums staðar þokubakkar á miðum og annesjum vestanlands en annars bjartviðri. Hiti víðast á bilinu 6 til 10 stig að degmum. Veðrið í dag er á bls. 44 RAFMÓTORAR Ponlx(»yi SuAurtandsbraut 10. S. 688499.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.