Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1994, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1994, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ1994 23 Hús og garðar Girðingar - leita þarf samþykkis byggingamefndar Þó notkun gróðurs til að afmarka lóðir og ýmsa fleti lóða hafi aukist á síðustu árum er enn nokkuð um girð- ingar. Útlit girðinga hefur breyst mikið á síðustu árum og meira lagt í þær. Tréverk er hvað mest notað og eru ýmsar útgáfur af því í görðum um allt land. Bæði er miMl fjölbreyni í lögun og htum. Eitt af mörgu sei^ sóst er eftir með upsetningu girðinga er að undirstrika það sem er til sýn- is í garðinum, skapa skjól og bak- grunn fyrir gróður. Svo að sem bestur árangur náist með girðingum umhverfis garðinn og innan hans er gott að vera búin að gera sér grein fyrir heildarskipu- lagi garðsins og því sem sóst er eftir, notagildi mynsturs, litum og sam- ræmi við umhverfi. Öruggast er að leita aðstoðar hjá landslagsarkitekt eða skrúðgarðyrkjumanni til að vel takist til. Aður en hafist er handa við mannvirkjagerð eins og girðingar þarf að leita samþykkis byggingar- nefndar á gerð og frágangi girðingar- innar og láta í té þær upplýsingar er byggingarfulltrúi telur nauðsynleg- ar, þ.á m. uppdrætti. Girðing má að jafnaði ekki vera hærri en einn metri og hhð hennar mega ekki opnast út á götu eða gangstétt. Aðalatriðið við uppsetningu girðingar er frágangur á staurunum. Ekki er nóg að reka staurana niður í jörðu heldur þarf að steypa þá niður í frostfrítt. Þá er steypt í steypurör sem pakkað hefur verið í sand eða möl (frostfrítt efni). (Sjá mynd) Ef um trégirðingu er að ræða þarf að steypa festingu fyrir staurana og bolta þá í hana. Gerð girðinganna er fjölbreytileg en eiga það þó allar sameiginlegt að vanda þarf til verks þannig að prýði sé að. Gerð timburs, þ.e. breiddir og þykkt- Festing Steypa Steypurör Sandur /möl Frágangur við staurana er mikil- vægur og borgar sig að vanda til verks ef vel á að duga. Stofn trjáa sem standa stök á grasflöt vill oft særast þegar sleg- ið er nálægt honum, sérstaklega ef sláttuorf er notað. Það er hægt að koma í veg fyrir það þvi til eru hólkar úr plasti sem vernda stofninn. Þeir fást td. hjá Gróður- vörum sf., Smiðjuvegi 5. Hólkarn- ir eru um 10 cm í þvermál og kosta 290 kr. stykkíð. Það má hins vegar fara ódýrari leið og kaupa vatnsrör úr plasti og láta saga þau i 20-30 cm langa búta og rista eftir endilöngu svo hægt sé að smeygja þeim utan um stofn trjánna. Þau eru til í mis- munandi breiddum þannig að það þarf að mæla stofninn til að fmna út hvaða stærð þarf að kaupa íýrir hvert tré. ir, og röðun borða er mjög fjölbreyti- leg og ætla ég ekki nánar út í þá sálma. Allt timbur sem notað er í girðingar þarf að vera gagnvarið og yfirleitt er ómálað timbur það fall- egasta þó það sé að sjálfsögðu smekksatriði. Ef verið er að gera bráðabirgða girðingar, til dæmis til vamar gróðri þar til hann nær tiltek- inni hæð, er nóg að reka niður staur- ana og setja langbönd á en þó ætti að hafa hana snyrtilega, sérstaklega með tUliti til þess að bráðabirgða- lausnir endast oft í fleiri ár en ætlun- in er. Girðingar eru til í ýmsum efnum, mynstrum og litum. LAGIÐ SKIPTIR EKKI ÖLLU MÁLI en þ a ð v erbur ab v er a l amb akj öt ■ nú m e ð a . m . k . 15% grill afs l œ tti Lagið eða stserðin á grillinu þínu hefur engin úrslitaáhrif fyrir árangurinn matreiðslu við glóð. En það skiptir öllu máli að vera með rétta kjötið. í næstu verslun fierðu nú lambakjöt á afbragðstilboði, - tilbúið beint á grillið, - með a.m.k. 15% grillafslætti. Notaðu lambakjöt á grillið, meyrt og gott - það er lagið. m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.