Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1994, Side 12
34
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ1994
Hús og garðar
Landsins syðsti garður:
Blómjurtir
Elsa hefur yflrleitt sáð flestum
sumarblómunum sjálf. Hún fékk sér
fljótlega gróðurhús þar sem hún
ræktaði eðalrósir og var með uppeldi
á alls kyns blómum. Hún breytir til
í sumarblómaræktuninni frá ári til
árs en á sér sínar uppáhaldstegundir
sem hún ræktar alítaf, svo sem há-
degisblóm, paradísarblóm, apablóm
og fiðrildablóm. Þá gleymir hún aldr-
Horft í átt að Dyrhólaey frá bænum.
Hádegisblóm skipa veglegan sess í sumarblómabeðunum ár hvert.
ei morgunfrúnni sem hún heldur
mikið upp á. Hún er einnig með
nokkra tugj fjölærra plantna, sumar
sjaldgæfar og vandmeðfarnar, en
tekst að fá mikinn vöxt og mikla
blómgun út úr þeim flestum. Hún
segist fá talsvert gefins til prufurækt-
unar og viðurkennir að hún viti ekki
nöfnin á öllum jurtunum sínum. Þeg-
ar litið var yfir garðinn í fljótu bragði
var strax hægt að greina kínavönd,
geitabjöllu, bóndarósir, hjartablóm,
maríuskó, frúarhatt og skrautlúp-
ínu. Margar tegundir skógarsóleyja
vaxa í garðinum og pluma sig vel.
Vestan undir Reynisfjalli er
sveitabýlið Garðar, syðsta byggða
ból á íslandi. Þar gefur að líta stór-
brotið landslag. Snarbrattir hamr-
amir ofan við bæinn eru grónir
gróskumiklum gróðri og neðan við
hann tekur falleg fj aran við og dimm-
blátt hafið. í austri rísa Reynisdrang-
ar, háir klettadrangar upp úr sjó
framan við Reynisfjall og ef horft er
í vestur þá ber þar Dyrhólaey við
himin í öllu sínu veldi. Það er blanka-
logn og upplifunin er mjög sterk
gagnvart allri þessari fegurð.
En ekki er allt sem sýnist. Nokkru
seinna er komið bandbrjálað veður.
Öldurótið feykist margra metra í loft
upp, allt er grátt og varla sér maður
handa sinna skil fyrir sandbyl þar
sem barist er á móti vindinum í þá
átt sem maður heldur að húsin séu.
Eftir þá lífsreynslu var mér alveg
óskiljanlegt hvernig nokkur gróður
gat þrifist á þessum stað, hvað þá að
hægt væri að rækta trjágróður og
blóm. En sú er nú samt reyndin, því
á bænum er hinn fegursti garður
með fjölbreyttu úrvah blóma, tijáa
og skrautrunna.
Sókn er besta vörnin
Það eru hjónin á bænum, Elsa
Ragnarsdóttir og Sveinn Klemens-
son, sem búa þar með tveimur börn-
um, sem eiga heiðurinn af þessum
garði. Sveinn er fæddur og uppalinn
á Görðum en Elsa fluttist þangað
árið 1977. Þá var enginn gróður í
kringum bæinn, bara urð og grjót.
Árið 1981 byrjuðu þau á ræktuninni.
Þau létu flytja mikinn jarðveg heim
að bænum og fylltu upp í dældir og Garðurinn I fullum skrúða.
misfellur. Síðan var tyrft í kringum
bæinn og fyrstu plöntumar gróður-
settar. Elsa byrjaði á að reyna að
rækta upp gljávíðislimgerði. Ekki
gekk það vel, því bæði vantaði skjól
og girðingu og hver einasta planta
drapst utan ein.
En Elsa gafst ekki upp. Hún lét
girða og gróðursetti brekkuvíðislim-
gerði sem dafnaði vel og er nú hátt
á annan metra, þétt og fallegt. Hún
prófaði svo að bæta viðju við og gróð-
ursetti síðan talsvert af gulvíði fyrir
um það bil 7 ámm. Gulvíðirinn er
mjög góður en viðjan mun síðri.
Grær í girtum reit
Síðan hefur mikið vatn runnið til
sjávar. Elsa hefur ræktað upp hinn
fegursta skrúðgarð sem hefur að
geyma skrautranna, eins og perlu-
kvist, birkikvist, rósakvist, loðkvist,
skriðmispil og nokkrar tegundir af
toppum. Bogasýrenur, sem döfnuðu
illa í Reykjavík, voru fluttar í garð-
inn hennar þar sem þær vaxa vel og
blómstra á hverju sumri. Rósabeð
eru í garðinum þar sem meyjarrós,
fiallarós, hansarós ásamt öðmm teg-
undum era þaktar blómum árlega.
Skjólbesta hornið í garðinum er við fjósvegginn.
Uppeldi á trjám
í uppeldi hjá Elsu hafa verið aspir,
silfurreynir, elri, rifs og sólber svo _________________________________________
einhverjar tegundir séu nefndar.
Hún hefur ekki orðið fyrir neinu
áfalh með uppeldið, nema þegar girð-
ingin fór enn eina ferðina út á haf,
þá drápust aspimar en tvær lifðu
eftir og eru fahegar í dag.
Garðurinn
vekur athygli
Þar sem Garðar eru staðsettir rétt
við slíka náttúrufegurð sem var tí-
unduð í formála þessarar greinar fer
ekki hjá því að talsverður ferða-
mannastraumur sé niður í tjöruna
hjá bænum. Fólk er að skoða Reyn-
isdranga, Dyrhólaey frá öðru sjónar-
homi, stuðlabergshellana og brimið.
í leiðinni skoöar það oft garðinn
hennar Elsu og er jafn undrandi og
ég var yfir hversu mikh gróskan er
og hversu vel margar sjaldgæfar
jurtir vaxa. Þegar Elsa var spurð
hveija hún teldi ástæðuna fyrir því
hélt hún helst að það væri hitinn sem
væri sennilega meiri þarna heldur
en á mörgum öðrum stöðum. Það er
oft logn í norðanátt og þá er mjög
gott veður.
Ræktunin hefur ekki
gengið áfallalaust
Versta vindáttin á Görðum er
sunnanátt, ásamt þeim áttum sem
koma úr austri. Það er mikh selta
og sandfok sem gengur þá yfir bæinn
og aht sem í kringum hann er og
hefur Elsa oft orðið að hreinsa burt
æðimikinn sand úr garðinum. Þama
verða ofboðslegir sviptivindar og
Reynisdrangar rísa úr sjó.
^ - ' '
ItiKÉRlg
Garðar í Mýrdal