Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1994, Side 16
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ1994
:i8
Hús og garðar
Kirkjugarðar Reykjavíkur veita þjónustu við gróðursetningu og umhirðu á leiðum:
Hvaðaplöntur
henta best á leiði
Viö lendum flest í því einhverntíma
á lífsleiðinni að missa einhvem
okkur nákominn og því fylgir oft
að hafa umsjón með leiði þess
látna. Sumir eru þá kannski að
koma nálægt gróðri í fyrsta skipti
og vita oft ekki hvernig þeir eiga
að snúa sér í því efni. Oft hafa að-
standendur ekki tök á því að sjá
um leiðin vegna íjarlægðar frá
staðnum og eiga kannski tilfinn-
ingalega erfitt með það á meðan
öðrum finnst ekkert mál að sjá um
nokkur leiði og upplifa frið og ró
við þá iðju. En flestir eiga það sam-
merkt að vilja hafa einhvem gróð-
ur eða blóm á leiðunum í stað þess
að hafa þau auð.
Hús og garðar hafði samband við
Kristbjörgu Traustadóttur sem
hefur umsjón með kirkjugarðinum
í Gufunesi og óskaði eftir upplýs-
ingum um þjónustu þá sem Kirkju-
garðar Reykjavíkur veittu. Hún
upplýsti okkur um það að Kirkju-
garðamir byðu upp á að sjá um
leiði fyrir aðstandendur. Fólk getur
pantað þessa þjónustu í hvert skipti
eða beðið Kirkjugarðana að sjá al-
farið um leiðiö. Þjónustan tekur til
gróðursetningar á sumarblómum,
áburöargjafar, vökvunar, jarðvegs-
skipta og annarrar umhirðu. Ekki
hefur verið tekið gjald fyrir þessa
þjónustu í gegnum árin en við-
skiptavinurinn aðeins verið látinn
greiða fyrir blómin. Hins vegar
hefur verið tekin sú ákvörðun nú
í ár að innheimta 500 kr. þjónustu-
gjald fyrir hvert leiði.
Kristbjörg sagði okkur að ekki
væri leyfilegt að setja tré sem verða
stór á leiðin. Ef stór tré em á leið-
um er erfitt að taka grafir vegna
mikils rótarvaxtar. Starfsmenn
kirkjugarðanna sjá sjálfir um alla
gróðursetningu á stærri trjám og
Margir aðstandendur kjósa að nýta allt leiðið undir gróður.
Fjölbreytileiki ræður rikjum á þessu fallega leiði og hér má sjá runna,
rósir, fjölæringa og sumarblóm.
Flestir leiðisreitir í dag eru af ákveðinni stærð.
runnum á milli reita. Fyrsta sum-
arið eftir að jarðsetningu eru sum-
arblóm oftast látin nægja, því jarð-
vegurinn á eftir að síga talsvert.
Legsteinn er svo hægt að setja upp
á 2. ári eftir að jarðsett er og þá er
hægt að gróðursetja jurtir sem eiga
að standa til frambúðar.
Flestir gróðursetja í leiðisreit
sem er 80 sinnum 90 cm og rúmar
um 20-30 sumarblóm. Það er mis-
munandi hversu mikið fólk leggur
í gróður á leiðum. Sumir eru með
blómstrandi runna eða rósir og
aðrir eru með fjölær blóm sem
þurfa litla umhirðu. Aðrir gróður-
setja oftast htskrúðug sumarblóm
og lauka, eins og krókusa og páska-
liljur, sem koma upp ár eftir ár
snemma vors og lífga upp á leiðin.
Enn aðrir gróðursetja uppáhalds-
plöntur þess sem látinn er sem
virðingarvott við minningu hans.
Attt ígarðinn á einum stað