Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1994, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1994, Side 6
24 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1994 Hús og garðar Tré og runnar Blómaval Mörk Grænahlið Skógr. Rvk. Birkihlíð Skuld, Hf. Gróandi, Mos. Garðpl. Ísleifs, Mos. Borg, Hverag. Garðpl. Ingibj., Hverag. Gljámispill (hekkpl.) 195 230 170 110 180 290 160 150 150 170 Birkikvistur 495 325/540 420 320 320 490 325 225 200/375 Ekki til Víðir (berróta) 90 90 90-110 90 90 100 70-110 75-90 80 85 Loðvíðir í pottum 150 1204) 120 120 140 Ekkitil 140 100 130 Ekkitil Hansarós 590 590 590 590 570 560 450 425 595 490/590 llmreynir, 1,75-2 m 3) 1600 2) 1700 2) 1500 1800 1250 1600 2) Koparreynir 3) 590 650 540 700 700 200') 550 450 950/1800 Kasmírreynir 1600 1600/1800 Ekkitil 540 2020 Ekkitil 800 Ekki til 750 Ekkitil Birki, 1,75-2 m 1795 1600 2) 1700 2) 2) 1800 2) 2) Ekkitil Alaskaösp, 1,75-2 m 3) 1150 1800 1400 1800 1500 1600 1200 2) 3) Dvergfura 398-1980 1900 1500 1300 Ekkitil 2200 950-1500 590-1590 750-1500 : 3) ') Sérstakt kynningartilboð.2) Þessi tiltekna stærð ekki til en hægt að útvega hana.3) Uppl. hjá söluaðila.4) Berróta. Blóm og aðrar blaðplöntur Blómaval Mörk Grænahlíð Skógr. Rvk Birkihliö Skuld. Hf. Græna höndin, Hv. Garðpl. ísleifs, Mos. Borg, Hverag. Garðpl. Ingibj., Hverag. Almenn sumarblóm 50 50 50 50 50 50 33-40 40 40 40 Bláhnoða 198 200 220 2) 200 ’) 3) ’) 85 ■ 200 Pelargónía 198 ’) ’) 450 400 ’) 300 ’) 275 350 Tóbakshorn 198 200 200 250 200 ') 3) ’) 160 200 Hengilóbelía 198/298 2-300 250 2) 200 200 3) : 150-240 160 200 Skjaldflétta 298 50 ') 250 200 ') 3) 240 160 200 Begonia 2) 2) 2) 2) 2) ') 3) : ’) 275 550 Fjölærar plöntur 198-498 250-350 290-375 2) 150-350 170-290 180-350 125-400 220-350 Kálplöntur 40 40 40 2) 30 2) 40 35 »40 ') Ekki komnar í sölu ennþá.2) Ekki til.3) Verð ekki ákveðið en mikið úrval er til af plöntum. Verðkönnun á trjám, runnum og blómum hjá nokkrum garðplöntustöðvum á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði: Verð nær óbreytt frá þvi i fyrra Hús og garðar fóru á stúfana í síð- ustu viku maímánaðar og könnuðu verð hjá nokkrum garðplöntustöðv- um. Kom í ljós að verð hafði lítið hækkað frá fyrra ári. Á nokkrum stöðum var ekki á boð- stólum nákvæmlega sú stærð trjáa sem gerð var könnun á en oft voru bæði minni og stærri tré til. Þá var verð misjafnt eftir því hvort um inn- fluttar plöntur var að ræða eða ekki og dvergfurur voru mjög misjafnar að stærð og erfitt að mæla þær ná- kvæmlega. Á nokkrum stöðum voru dýrari sumarblómin ekki komin eða þá ekki búið að verðleggja þau. Þessi verðkönnun er því ætluð til hliðsjónar en það er um að gera að fara á staðina og kanna sjálfur úrval- ið og þroskastig plantnanna áður en kaup eru endanlega ákveðin. Garðrækt í pottum á vannýttum fermetrum: Svalagarðar Ef enginn er garðurinn þá geta sval- irnar, sérstaklega suðursvalir, kom- ið að hluta í stað hans. Flestir nýta svalimar sínar nánast ekki neitt heldur láta dýrmæta fermetra vera ^Þ|r|=JP' Garðtengi, úðarar, garðslöngur og slöngustatíf ónotaða. Með því að nýta svalirnar sem garð sköpum við okkur eftir- sóknarvert umhverfi sem getur orðið uppáhaldsdvalarstaðurinn okkar eða lítil borðstofa þegar gott er veð- ur. Ýmsar plöntur, bæði tijákenndar og jurtkenndar, vaxa vel í kerum, pottum og öðmm ítlátum og þá erum við komin með garð á svölunum. Smágerður sígrænn gróður Hægt er að rækta margvíslegan sí- grænan gróður í stömpum og pott- um. Sígrænn gróður gefur fjöl- breytni og dýpt og passar vel inn í önnur gróðurkerfi sem eru ræktuð með honum. Viðkvæmari gróður, eins og lífviður, einir og dverggreni, er þá fluttur út á sumrin en haföur inni í köldu gróðurhúsi eða kaldri geymslu á veturna. Það þarf einung- is að gæta þess að halda moldinni rakri. Tré og runnar Ker eða stampar fyrir lítil tré og runna þurfa að vera minnst 50 cm á dýpt. Til er fjöldinn allur af smá- vöxnum, blómstrandi skrautrunn- um og dvergafbrigði eða hengiaf- brigði af trjám sem taka mjög lítið pláss. ^hrím Umboðs- og heildverslun Skerjabrautl -sími 614233 fax 611028. Blómahaf Ótal plöntur koma til greina í potta- rækt. Aðaluppistaðan væru þó lit- skrúðug sumarblóm með smávöxn- um fjölæringum. Hengipottar geta hýst fjölmargar plöntur, ekki bara hengiplöntur sem falla niður af jöðr- unum heldur líka stærri og veiga- meiri plöntur sem fylla miðju pott- anna. Laukaræktun hvers konar er einnig möguleg og lengir sumarið í báðar áttir. Hvaða ílát eru best? í raun má nota öll flát. í Grikklandi er algengt aö sjá málningardósir, nið- ursuðudósir og skúringafotur sem blómapotta. Við hér uppi á Fróni erum hins vegar mun kröfuharðari og viljum hafa eitthvað sem er bæði veglegt og fallegt. Hvers kyns leir- pottar hafa verið í tísku síðustu ár en kanna þarf hvort þeir hafi nægi- legt frostþol áður en freistast er til að kaupa þá. Timburstampar hafa reynst vel og steinker og margir plastpottar geta verið mjög falleg. En í þessu efni verður smekkur hvers og eins ásamt fjárráðum að ráða ferð. Afrennslisgöt þurfa að vera í öllum pottum. í stærri kerum er sett möl á botninn tfl að tryggja afrennsli. Góð- ur lífrænn áburður er settur með í pottinn og reynt er að nota góða mold, annaðhvort safnhaugamold eða mold undan grasrót, blandaða mómold og smásandi. Yfirleitt þurf- um við hvorki að kalka né sýra fyrir plöntur en ein og ein tegund þarfnast einhverrar sérmeðhöndlunar hvað pH-stig varðar. Þegar svalimar eru ekki lengur tómar og berar heldur fullar af ilm- andi gróðri lokka þær okkur út til sín og gefa okkur meiri lífsfyllingu. í stað þess að kúldrast inni í eldhúsi yfir kaffibolla á hlýjum sunnudags- morgni setjumst við út og njótum ilmsins í svalagarðinum okkar. Fallega „gróinn“ svalagarður í eldra umhverfi. Hugmynd um hvernig nýta má* stórar svalir svo þær verði skemmtilegt grænt dvalarsvæði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.