Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1994, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1994, Qupperneq 6
6 FIMMT'UDAGUR 2. JÚNÍ 1994 Viðskipti Karfi á fiskm. Xg Mi Fi Fö Má Þr M1 Hiutabr. Eimskips Mi Ft Fö Má Þr Svartolía Þýska markið Mi F1 Fö Má Þr M! Kauph. í Frankfurt Karfihækkar Karfinn hefur að meöaltali selst á hærra verði í þessari viku en þeirri síðustu. Meðalverðið í gær- morgun var tæpar 49 krónur kíló- ið hjá Reiknistofu fiskmarkaða. Nokkur viðskipti hafa verið með hiutabréf Eimskips aö und- anfómu. Á þriðjudag seldust bréf á genginu 4,30 fyrir rúmar 2 millj- ónir. Efitir að olíuviðskipti hófust eft- ir langa fríhelgi á erlendum mörkuðum hækkaði svartofían enn frekar og nálgast aftur 100 dollara tonnið. Þýska markið virðist á uppleið. í þessari viku hefur sölugengið ætíð verið yfir 43 krónum, var 43,06 krónur í skráningu Seðla- bankans í gær. Frá því um helgi hafa hluta- bréfaviðskipti í Frankfurt tekið örlítið við sér. DAX-30 hlutabréfa- vísitalan stóð í 2129 stigum um miðjan dag í gær. Landsbanka bjargað með Iðnþróunarsjóði? Lágkúruleqt Til að bjarga slæmri stöðu Lands- bankans og auka eigið fé eru uppi hugmyndir innan ríkisstjórnarinn- ar, Seðlabankans og Landsbankans um að setja Iðnþróunarsjóð inn í bankann á næsta ári. Þetta kom fram í Viðskiptablaðinu í gær. Að sögn blaðsins gæti þetta orðið að veraleika á næsta ári þegar sjóðurinn verður alfarið í eigu íslendinga. Formaður Samtaka iðnaðarins, Haraldur Sumarliðason, sagði við DV að það væri lágkúrulegt og jafn- framt dapurlegur endir ef stuðning- ur Norðurlanda við íslenskan iðnað endaði í stærsta ríkisbanka landsins, Landsbankanum. Haraldur sagðist skilja málið svo að Samtök iðnaðar- ins hefðu komist að samkomulagi við ríkisstjómina um að Iðnlánasjóður og Iðnþróunarsjóður yrðu sameinað- ir í íslenska íjárfestingarbankann en fyrrum viðskiptaráðherra, Jón Sig- urðsson, lagði slíkt frumvarp fram á Ajþingi. I samtali við DV sagðist Sighvatur Björgvinsson viðskiptaráðherra ekki kannast við þessar hugmyndir og sagði þær ekki í vinnslu í viðskipta- - segir formaður Samtaka iðnaðarins ráðuneytinu en ráðimeytið fer méð öll bankamál í landinu. Sighvati leist ekki vel á þessa hugmynd og sagðist heldur hallast að hugmyndum sem Jón Sigurðsson kynnti á sínum tíma um íslenska ijárfestingarbankann með því að sameina Iðnlánasjóð og Iðnþróunarsjóð. Sighvatur gegn hugmyndinni „Iðnþróunarsjóður hefur haft ákveðnu hlutverki að gegna gagn- vart íslenskum iðnaði. Eg tel að það eigi að varðveita það markmið. Að láta Iðnþróunarsjóð inn í Lands- bankann er andstætt mínum hug- myndum," sagði Sighvatur. Landsbankann vantar 3 milljarða til að uppfylla alþjóðlegar kröfur um eiginfjárhlutfall en eigið fé Iðnþróun- arsjóðs var rúmir 2 milljarðar um síðustu áramót þegar framlag hinna Norðurlandaþjóðanna hefur verið dregið frá. Hins vegar varð í fyrsta sinn tap á rekstri sjóðsins á síðasta ári upp á 167 milljónir króna. í grein Viðskiptablaðsins kemur jafnframt fram að miðað við aíkomu bankans það sem af er árinu sé eig- infjárhlutfallið samkvæmt alþjóðleg- um BlS-reglum 7% en lágmarkið er 8%. Þessu vill Sighvatur ekki trúa og sagðist treysta útreikningum bankaeftirlits Seðlabankans betur sem sýndu hlutfallið yfir 8 prósent. Forráðamenn Landsbankans hyggjast skila skýrslu til bankaeftir- litsins á næstu dögum og eftir það veröur endanlega ákveðið hvernig bankanum verður komið til bjargar. Frá áramótum hafa verið lagðar um 200 milljónir króna á mánuði í af- skriftareikning og stefnir í stórtap á þessu ári. Aðspurður um hvort stjórnvöld kæmu Landsbankanum til hjálpar líkt og á síðasta ári þegar bankinn fékk ríflega 1 milljarð frá ríkinu sem víkjandi lán sagðist Sighvatur ekki vilja útiloka neitt. „Ef setja á Iðnþróunarsjóð inn í Landsbankann þá er auðvitað um aðstoð ríkisins að ræða ef ríkið á að gefa bankanum sjóð sem hefur verið ætlaður til að standa undir iðnþróun á íslandi. Það er bara annað orð yfir ríkisstyrk," sagði Sighvatur við DV. Vöruskiptajöfnuður: Jókst um 5 milljarða Viðskiptajöfnuður við útlönd, þ.e. vöruskiptajöfnuður og þjónustujöfn- uður samanlagðir, var hagstæður um 5 milljarða fyrsta fjórðung þessa árs. Á sama tíma í fyrra varö halli upp á 2,2 milljarða reiknað á gengi ársins í ár. Ástæðan er fyrst og fremst óhagstæður þjónustujöfnuð- ur. Sé aðeins litið á vöruskiptajöfnuð fyrsta ársfjórðunginn þá jókst hann um 5 milljarða frá því í fyrra. Sam- dráttur hefur orðið í innflutningi en veruleg aukning í útflutningi. Á með- fylgjandi grafi má nánar sjá þróun- ina síðustu þrjú ár miöað við fyrsta ársíjórðung. Frá 1992 hefur vöruskiptajöfnuður- Vöruskiptajöfnuður við útlönd 9000 millj." 8000 7000 6000 5000 4000 3000 2000 1000 8605 1 milljónum króna ; •: ■ „ wpp . 3332 \ w, , , r M '91 92 93 '94 —ír^ Egra inn aukist um ríflega 300 prósent miðað við fyrsta ársfjórðung. Allt árið 1991 voru vöruskiptin óhagstæð um 3,2 milljarða en voru hagstæð á síðasta ári um 12 milljarða. Á tveim- ur árum er sveiflan því 15 milljarðar. Sumarsveif lan að koma Arleg sumarsveifla á olíuverði er- lendis virðist á leiðinni þótt verð hafi ekki breyst mikið frá síðustu viku. Einkabílanotkun í Evrópu er óðum að aukast og því fer eftirspum- in upp úr öflu valdi. Bensíntegundir eru núna seldar á 170 dollara tonnið að meðaltali í Rotterdam. Næstu vik- ur er reiknað með að verðið nálgist 190 dollara. - og enn hækkar kaffið Olíufélögin hér heima eru að ná í nýja farma til landsins. Þessa dagana er Olíufélagið að taka á móti farmi í Örfirisey og Hafnarfirði og Olís og Skeljungur eiga sameiginlega von á farmi um miðjan júnímánuð. Tals- menn oflufélaganna reikna ekki meö að þurfa að hækka bensínverð til neytenda í sumar nema ef það rýkur upp úr öllu valdi. Um aðrar vörutegundir er það að segja að kaffi heldur áfram að hækka í verði. Reyndar kom örlítið bakslag í síðustu viku en eftir helgi hefur verðið farið upp á ný. í síðustu viku var 7 ára sölumet slegið en sérfræð- ingar spá frekara metaregni á næst- unni. Hverfandi likur Vöku-Helgafells ábókaklúbbiAB Að sögn Ólafs Ragnarssonar hjá Vöku-Helgafefli eru hverfandi líkur á að bókaforlagið kaupi bókaklúbb Almenna bókafélags- ins hf. Eins og DV greindi frá sl. laugardag hafa viöræður þess efnis staðið yfir milli forráða- manna fyrirtækjanna. AB á í miklum rekstrarerfiðleikum og skuldar á annað hundrað millj- ónir króna. Ekki náðist í Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóra AB, í gær þar sem hann var staddur erlendis. Ólafur vildi ekkert gefa upp um verðhugmyndir á bókaklúbbnum en samkvæmt heimildum DV hafa AB-menn viljað fá í kringum 30 milljónir fyrir söluna á honum. Ef ekkert verður af kaupum Vöku-Helgafefls er óvíst hvað verður um klúbbinn eða AB al- mennt. Kunnugir segja að ekkert annað blasi við en gjaldþrot. Vegna íréttar DV sl. laugardag um slæma stöðu íslenskrar bóka- útgáfu vill Jóhann Páll Valdi- marsson, formaður bókaútgef- enda, sérstaklega taka fram að þær upplýsingar voru ekki frá honum komnar þegar sagt var að aðeins tvær útgáfur í landinu væru reknai- réttu megin við núll- ið. Af því tilefni vill DV taka fram að Jóhann hefur fuflkomlega rétt fyrír sér. Þær upplýsingar eru koranar annars staðar frá. Húsnæðisbréf fyrir 337 millj- ónirkróna Útboð á húsnæðisbréfum fór fram hjá Húsnæðisstofnun á þriðjudag. Aö þessu sinni voru þrír flokkar í boðí: 10 ára, 15 ára og 20 ára bréf. Alls bárust 27 tilboð frá 6 aðiium að nafnvirði 476 millj- ónir króna. Tekin tilboð voru 20 að nafnvirði 337 milljóna króna með meðalávöxtuninni 4,96%. Sex tilboðum var tekið í 20 ára bréfin að nafnvirði 86 mifljóna og meðalávöxtunin var 4,97%. Sex tilboðum var einnig tekiö í 15 ára bréfin að nafnvirði 68 milljóna með meðalávöxtuninni 4,96%. í 10 ára bréfin var tekið átta tilboð- um að nafnvirði 183 milljóna þar sem meðalávöxtun var 4,95%. HýsljórnVSÍ Ný framkvæmdastjóm Vinnu- veitendasambands íslands var kjörin á aðalfundi sl. þriðjudag. Magnús Gunnarsson var endur- kjörinn formaður og sömuleiðis Kristinn Bjömsson sem vara- formaður. Aðrir í stjórn VSÍ eru Arnar Sigurmundsson, Bjarnar Ingi- marsson, Bjarni Finnsson, Einar Sveinsson, Geir Gunnarsson, Gisli Þór Gíslason, Gunnar Svav- arsson, Kolbeinn Kristinsson, Konráð Guðmundsson, Ólafur B. Ólafsson, Sigurður Helgason, Sig- urður Gísli Pálmason, Sturlaug- ur Sturlaugsson, Sveinn Hjörtur Hjartarson, Víglundur Þorsteins- son, Þórður Magnússon, Ævar Guðmundsson, Öra Jóhannsson og Öm Kjæmested. Greiðsluáskorun fyrirengaskuld Ein lögfræöiskrifstofa boðsendi greiðsluáskorun með hraði frá Pósti og síma til símnotanda í borginm á dögunum. Þegar um- slagið var opnað kom í Ijós að krafan hljóðaði upp á 0 krónur. Símnotandanum var gert að greiða skuldina innan 15 daga, annars yrði krafist aðfarar án fyrirvara. Svona getur töluvtæknin klikk- að í verstu tilfellum!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.