Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1994, Page 18
18
FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1994
íþróttir
Hollandskoraðisjö
Hollendingar rúlluöu Ungveij-
um upp í vináttulandsleik í knatt-
spyrnu í Eindhoven í gærkvöldi.
Lokatölur urðu 7-1. Dennis Berg-
kamp og Frank Rikjard gerðu tvö
mörk hvor og þeir Bryan Roy,
Ronald Koeman, Gaston Tau-
ment sitt markið hver. Mark
Ungveija skoraði Bela Mes og var
það fyrsta mark leiksins.
Norðmenn unnu Dani
Norðmenn unnu í gærkvöldi
sigur á Dönum, 2-1, í vináttu-
landsleik í knattspyrnu sem fram
fór í Osló. Jahn Ivar Jakobson
og Henning Berg gerðu mörk
Norðmanna en Fleming Povlsen
svaraði fyrir Dani.
JafntefliíBúkarest
Rúmenia og Slóvenía geröu
markalaust jafntefli í vináttu-
landsleik þjóðanna í Búkarest í
gær að viðstöddum 15 þúsund
áhorfendum.
Schwarz til Arsenal
Sænski landshðsmaðurinn
Stefan Schwarz skrifaði í gær
undir samning við enska úrvals-
deildarhðið Arsenal. Kaupverð
Schwarz, sem leikið hefur með
Benfica, er 1.750 þúsund pund.
Staunton og Bosnich
Steve Staunton skrifaði í gær
undir nýjan fjögurra ára samning
við enska úrvalsdeildarhðið As-
ton VMa. Þá hefur ástralski
markvörðurinn Mark Bosnich,
sem af mörgum er talinn einn
besti markvörðurinn í ensku
knattspyrnunni, gert fimm ára
samning við Viha.
BastenmeðáHM
Eins og fram hefur komið hefur
Rud Guhitt ákveðið að leika ekki
með Hollendingum á HM. Dick
Advocaat, þjálfari Hollendinga,
sagði í gær að svo gæti farið að
Marco van Basten tæki stöðu
Gullits í landshðshópnum.
Undirhonumkomið
„Ef það kemur í ljós að hann er
í nægilega góðri æfingu og hefur
sjálfur áhuga á að vera með á HM
verður hann valinn í hópinn,“
segir Advocaat en lokafrestur th
að tilkynna landshðshópinn er á
morgun.
FyrstileikurAtla
Atli Knútsson lék sinn fyrsta
leik í 1. deild þegar hann kom í
KR-markið í stað Kristjáns Finn-
bogasonar. Atli, sem er 19 ára, á
sæti í 21 árs landshðinu.
ÞrírleikiðmeðKR
Þrír leikmenn ÍBK í gærkvöldi
hafa leikið með KR, þeir Gunnar
Oddsson, Ragnar Margeirsson og
Ólafur Gottskálksson. Sigurður
Björgvinsson hefði orðið sá fjórði
en var meiddur.
Erum óðum að
komast í gang
- meistarar ÍA upp að hlið KR
Sigurönr Svenissan, DV, Akranesi:
„Markmiðið var að byija leikinn
af krafti og sýna Stjörnumönnum að
við værum á heimavelli og ætluðum
ekkert að gefa eftir. Við fengum óska-
byrjun og fyldum henn vel eftir. Við
erum sem óðast að komast í gang
eftir tvo daufa fyrstu leikina," sagði
Hörður Helgason, þjálfari íslands- og
bikarmeistara Skagamanna, við DV
eftir 3-0 sigur þeirra á Stjörnunni í
bráðfjörugum leik á Akranesi í gær-
kvöldi.
Allt annað var að sjá til Skaga-
manna í nepjunni í gærkvöldi en í
fyrsta heimaleiknum gegn FH. Liðið
mætti mjög ákveðið til leiks og press-
aði leikmenn Stjömunnar um allan
völl. Garðbæingar voru ekkert á því
að gefa eftir og komust vel inn í leik-
inn. Valdimar Kristófersson fékk
kjörið tækifæri til að jafna metin á
12. mínútu en skot hans eftir snjaha
stungusendingu fór framhjá.
Skagamenn héldu uppteknum
hætti eftir góðan kafla gestanna og
fengu tvívegis kjörin marktækifæri.
í því síðara átti Alexander Högnason
þmmuskaha í jörðina og þaðan upp
í þverslána og yfir. Sigursteinn
Gíslason bjargaði síðan þrumuskoti
frá Ingólfi á marklínu Skagamanna
undir lok háMeiksins.
Síðari háMeikur hófst eins og sá
fyrri og Skagamenn sóttu grimmt
með strekkinginn í bakið. Mark á 48.
mínútu dró mesta máttinn úr gestun-
um og um miðjan háMeikinn innsigl-
uðu Skagamenn svo sigurinn. Loka-
kaflinn var tíðindalítill en Þórður
Þórðarson varð þó að taka á öllu sínu
til að verja skot Baldurs Bjarnason-
ar. Miklu munaði fyrir Skagamenn
í leiknum að Sturlaugur Haraldsson
og Bjarki Pétursson komu inn í hðið
að nýju eftir meiðsl. Við endurkomu
Sturlaugs fór Sigursteinn í sína
gömlu stöðu og vann mjög vel með
Haraldi Ingólfssyni á vinstri vængn-
um.
Þrátt fyrir tapið léku Stjömumenn
lengstum prýðisgóða knattspyrnu.
Leikmenn létu boltann ganga vel en
gekk erfiðlega að skapa sér opin
marktækifæri. Leiki hðið áfram eins
og í gærkvöldi verður þess vart lengi
að bíða að það innbyrði sinn fyrsta
sigur í deildinni.
IA-Stjaman
(1-0) 3-0
£
1- 0 Mihajlo Bibercic (3). Skoraði með skaila af stuttu færi eftir aö Sigurð-
ur Guömundsson hafði variö skalla Sigurðar Jónssonar í kjölfar homspymu
Haraldar Ingólfssonar.
2- 0 Sigursteinn Gíslason (48). Skoraði beint úr aukaspymu sem dænid var
fyrir brot á Mihajlo Bibercic sem var kominn í gegnum vörn Stjömunnar.
3- 0 Sigurður Jónsson (69). Skoraði af stuttu færi eftir að skot Stefáns Þórð-
arsonar úr teignum hafði verið varið.
Lið ÍA: Þóröur Þórðarson, Sturlaugur Haraldsson, Zoran Miljkovic, Ólaf-
ur Adolfsson, Sigursteinn Gíslason, Pálmi Haraldsson, Sigurður Jónsson,
Alexander Högnason, Haraldur Ingólfsson ( Kári Steinn Reynisson 87),
Bjarki Pétursson (Stefán Þórðarson 68), Mihajlo Bibercic.
Lið Stjörnunnar: Sigurður Guðmundsson, Birgir Sigfússon, Goran Micic,
Lúðvík Jónasson, Rögnvaldur Rögnvaldsson (Hermann Arason 57), Valgeir
Baldursson (Bjami G. Sigurðsson 76), Ingólfur Ingólfsson, Ragnar Gíslason,
Baldur Bjamason, Valdimar Kristófersson, Leifur Geir Hafsteinsson.
ÍA: 17 markskot, 5 hom. 10 markskot, 12 hom.
Gul spjöld: Sigurður (ÍA), Lúðvik (Stjarnan), Stefán (ÍA), Ingólfur
(Stjarnan).
Rautt spjald: Enginn.
Dómari: Gísh Guðmundsson. Dæmdi þokkalega en naut lítihar aðstoðar
línuvarða og hefði mátt taka fastar á leiknum. Yfirsást t.d. ljótt brot Bald-
urs Bjamasonar á Sigurði Jónssyni.
Áhorfendur:817.
SkUyrði: Strekkingur af norðaustri og 5 stiga hiti. Góður grasvöllur á
Jaðarsbökkum.
@@ Zoran (ÍA), Ólafur (ÍA), Sigursteinn (ÍA), Haraldur (ÍA). Goran
(Stjömunni), Ragnar (Stjömunni).
@ Þórður (ÍA), Sturlaugur (ÍA), Sigurður (ÍA), Pálmi (ÍA), Baldur
(Stjömunni), Valdimar (Stjömunni), Ingólfur (Stjömunni).
Maður leikstns: Zoran Miljokovic (ÍA). Lék af griðarlegri yfirvegun i miðju
varnarinnar, skilaði boltanum frábærlega og hafði mikla yfirferð.
Sjá íþróttaf réttir
einnig á bls. 32
Frjálsíþróttir i Æfingar frjálsíþróttadeildar Ármanns fyrir börn og unglinga eru að hefjast. Æfingarnar fara fram á Laugardals- og Val- bjarnarvelli sem hér segir í sumar. /1. DEILD KARLA Trðpí . ÍFÓTBOLTA
Börn fædd 1982 og yngri. KR 3 2 1 0 8-1 7
Akranes 3 2 1 0 5-1 7
Mánudaga kl. 16.30 Keflavík 3 1 2 0 6-2 5
Miðvikudaga kl. 16.30 Valur 3 1 2 0 3-2 5 FH 3 1111-1 4
Þjálfarar: Haukur Sigurðsson og Geir Sverrisson UBK 3 1 0 2 2-9 3
Börn fædd 1981 og eldri Fram 3 0 2 1 4-5 2 Þór 3 0 2 1 3-4 2
Mánudaga kl. 17.30 ÍBV 3 0 2 1 1-3 2
Þriðjudaga kr. 17.30 Fimmtudaga kl. 17.30 Stjaman 3 0 1 2 0-5 1 Markahæstir:
Þjálfari: Svanhildur Kristjónsdóttir og Kristján Harðarson. Tómas Ingi Tómasson, KR 4
Öll börn og unglingar eru hjartanlega velkomin. Óli Þór Magnússon, ÍBK 3 James Bett, KR 2
Skráning fer fram á staðnum. Verið með frá byrjun. Eiður S. Guðjohnsen, Val 2
Frjálsíþróttadeild Ármanns Mihqjlo Bibercic, ÍA 2
Óli Þór Magnússon, Keflvikingur, sækir að Kristjáni Finnbogasyni, markverði K
kvöldi. Þann tima sem Kristján stóð í markinu var hann öryggið uppmálað.
Stórleikur hjá
Reggie Miller
- þegar Indiana vann í New York í nótt
Reggie MMer átti sannkahaðan
stjörnuleik í nótt þegar Indiana gerði
sér lítið fyrir og skehti New York í
þriðja leiknum í röð í úrshtum aust-
urdeildar NBA, og það í Madison
Square Garden í New York, 86-93.
MMer skoraði 25 stig í fjórða og síð-
asta leikMuta, þar af fimm þriggja
stiga körfur, og gerði ahs 39 stig í
leiknum, og Indiana er komið yfir í
einvíginu, 3-2, eftir að New York
hafði unnið tvo fyrstu leikina.
„Þetta var ótrúlegur leikur hjá
MMer. Ég hef aldrei séð bakvörð fara
svona á kostum gegn okkur og hann
lék eins og Michael Jordan í fjórða
leikhluta," sagði Pat Riley, þjálfari
New York, eftir leikinn. New York
var yfir, 70-58, þegar fjórði leikhluti
hófst en samt mátti liðiö þola sitt
fyrsta tap á heimavehi í 10 leikjum í
úrshtakeppninni.
Sjötti leikur hðanna fer fram í Indi-
anapohs aðfaranótt laugardags og
þar getur Indiana tryggt sér sigur í
einvíginu og réttinn til að leika M
úrshta við Houston um NBA-titMnn.
Indiana hefur unnið aha 7 heimaleiki
sína í úrshtakeppninni en New York
aöeins einn af 7 útileikjum sínum.
Antonio Davis og Haywoode Work-
man komu næstir á eftir Miller í
stigaskori Indiana með 12 stig. Dale
Davis tók 12 fráköst og Antonio Da-
vis 10. Patrick Ewing skoraði 29 stig
fyrir New York og þeir John Starks
og Charles Smith 16 stig hvor.