Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1994, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1994, Qupperneq 12
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1994 r7 12 Spumingin Hefur þú farið í litgreiningu? Lára Valdimarsdóttir: Nei. Sigrún Eva Ármannsdóttir: Nei, ég er bara í svörtu. Ásthildur Lóa Þórsdóttir: Já, svona óformlega í heimahúsi. Einar Guðmundsson: Nei, það hef ég ekki gert en á það kannski eftir. Bryndís Valdimarsdóttir: Nei, égþarf þess ekki. Lesendur Vestfirðingar þurf a meiri fjármuni M.L. skrifar: Guðmundur nokkur Sigurðsson, sem titlar sig bílstjóra, skrifar kjall- aragrein í blaðiö 30. júní sem hann nefnir „Burðarásar með bethstaf1. Ekki þekki ég nefndan Guðmund en í myndatexta, sem fylgir grein hans, kemur fram að hann skrifar vestan af ijörðum. Mér finnst málflutningur af því tagi sem kemur fram þama vera fyrir neðan allar hellur. Vest- firðingar eiga að fá sem nemur 300 milljónum til að reisa við vestfirskt atvinnulíf. Sú upphæð hrekkur auð- vitað hvergi nærri svo að gagn megi gera og er nánast til skammar þeim stjórnvöldum sem að þessu standa. Vestfirðir hafa um aldir staðiö undir þjóðarbúinu með framleiðslu sinni. Hin síðari ár hafa traustir menn á borð við Einar Odd haldið styrkri hönd um framleiðslutækin í fjórð- ungnum. Ytri aðstæður, svo sem óhagstæð gengisskráning, helstefna í fiskveiðum og önnur óáran af mannavöldum, hafa stuðlað að því að hin styrka hönd hefur ekki náð að halda kúrsi og nú liggja fyrirtæk- in undir áfóllum. Að tala um ölmusur eins og grein- arhöfundur gerir lýsir auðvitað ekki öðru en skorti á veruleikaskyni. Þaö er auðvitað öllum ljóst að sé ein- hveijum treystandi til að endurreisa vestfirskt atvinnulíf þá er það þeim sem hafa reynslu og áratugaþekk- ingu á atvinnulífinu vestra. Ábyrgö þjóðfélagsins á ógöngum fyrirtækj- anna er algjör og þess vegna engin spurning að þarna verða að koma til Einar Oddur Kristjánsson hefur haldið styrkri hönd um framleiðslutæki á Vestfjörðum. - Hér er Einar Oddur á fundi með ráðherrum forsætis- og fjár- mála. fjármunir úr ríkissjóði. 300 milljón- imar hrökkva hvergi nærri til í þeim efnum og væri nær að tala um 3 milljarða til að byrja með sem eins- konar skyndihjálp. í framhaldi af þeirri endurgreiðslu samfélagsins yrðu stjórnvöld síðan að marka stefnu tÚ frekari fjárveitinga sem á endanum myndu gera þessi fyrirtæki sjálíbær. Að loknu þessu endurreisn- arstarfi þarf enginn að velkjast í vafa um að um þjóðhagslega hagkvæma aðgerð var aö ræða. Enduríjármögn- unin mun gera fyrirtækjunum kleift að aðlagast kvótakeríinu og styrkur þeirra mun verða þjóðfélaginu í heild til hagsbóta. Skrif Guðmundar um hina vest- íirsku burðarása eiga engan rétt á sér og koma eins og köld vatnsgusa í andlit vestfirsks almennings. Það er ráðlegging mín til hans að telji hann þörf á tiltekt í þjóðfélaginu þá beini hann spjótum sínum eitthvaö annað, t.d. á suðvesturhornið þar sem óráðsían er shk að engu tali tek- ur. Olvun á unglingunum okkar Steinunn hringdi: Mig langar til þess að leggja orð í belg vegna áfengisneysluhátta ungl- inganna okkar. I nýlegri könnun sem gerð var fyrir Áfengisvamaráð mátti lesa ýmislegt jákvætt út úr niður- stöðum. Mér finnst hins vegar að ekki sé ástæða til þess að vera alltof himinlifandi vegna þessara mála. Ástæðan fyrir þessum skrifum er það hvernig unglingarnir okkar fara með áfengi. Dæmi um það sjást um hveria helgi niðri í bæ, hér í Reykja- vík, og svo má sjá enn svartari hlið þessa málaflokks á útihátíðum sem efnt er til eins og um liðna helgi. í fréttum í sjónvarpinu mátti sjá hóp af mjög drukknum krökkum, krökk- um sem vissu vart hvað þeir hétu. Þeir slöguðu út og suður og gerðu þarfir sínar þar sem þeir stóðu. Þetta fmnst mér alltafjafn grátlegt að sjá. Spurning er hvort ekki sé ástæða til þess að kenna þessu fólki að nota áfengi í stað þess aö vera sífellt að tala um að það ætti ekki að nota það. Kannski væri þót rétt, í sumum til- fellum að minnsta kosti, að stíga skrefiö til fulls og fjalla meira um forvarnir. Sá þáttur hefur að mínu mati alveg gleymst síðustu árin. Maður heyrir ekki eitt orð um það. Sömu sögu má segja af reykingum. Þar hafa forvarnir alveg dottið nið- ur. Af hverju er það sem það gerist? Er það vegna þess að þeir sem að þeim standa fá ekki nægilegt fjár- magn? Slæmt er ef svo er. Krakkar! Þið sem drekkið ykkur útúrfull um helgar ættuð að hugleiða hvemig áfengið hefur farið með fjöldann allan af fólki. Ekki er nóg með að það hafl eyðilagt hmi, líf er oft lagt að veði. Bílar bandaríska hers ins verði tryggðir Skarphéðinn Einarsson hringdi: Mig langar aðeins að leggja orð •' belg vegna þess að sá bílafloti sem ameríski herinn er með á urflugvelli er ótryggður af hérlend- um tryggingafélögum og óskoðaður að auki. Mér finnst ástæða til þess ...................þvíbanda- er með um 600 bíla hér landi og þeir eru á undanþágum síðan 1988 og fullnægja ekki kröfum öryggisbúnað. Einkabílarnir eru Bréfritari segir bíla bandaríska hersins vera í svo slæmu ásigkomulagi að aðeins einn af hverjum þremur myndi sleppa í gegnum skoðun. reyndar tryggðir og skoðaðir hér. Við númerabreytingarnar hefðu þessar bifreiðar átt að fá s.k. d-stærð af númerum en eins og er hafa þær litl- ar númeraplötur eins og skellinöðr- ur eru með. Stafirnir á þessum plöt- um eru afar lithr og nær ólæsilegur. í Bretlandi eru þessi mál í miklu betra lagi. Þar eru alhr bílar skoðað- ir og með miða eins og aðrir skoðað- ir breskir bílar. Bílarnir hér í Keflavík eru ekki á skrá hjá Bifreiðaskoðun íslands en engu að síður er þeim heimilt að keyra um vegi landsins. Þeim er ekið mikiö um Suðurnesin og þeir eru í svo slæmu ásigkomulagi að ef gerð yrði skyndiskoðun á þeim myndi aðeins einn af hveijum þremur kom- ast í gegnum hana. Ég legg til að við fórum að ráði Breta og gerum þessar bifreiðir skoð- unarskyldar og að íslenska og banda- ríska ríkið hætti að ábyrgjast tjón af völdum þeirra. Þessir aðilar eiga skilyrðislaust að tryggja sín farar- tæki hér á landi. Símakerfið Kristján hringdi: Mig langar til þess að vekja at- hygh forsvarsmanna íslands- banka við Suðurlandsbraut á því aö símaþjónusta þeirra er ekki eins góð og hún gæti verið. Þann- ig er að ef maður hringir í bank- ann og biður um ákveðna deild er og þarf aö biða smástund shtn- ar og maður þarf að hringja aft- ur. Þetta þurfti ég að reyna fimm sinnum í röð einn daginn og þá þraut mig þohnmæðina. Þetta þyrfti aö laga því hér er það inn- anhússkerfið sem er að khkka, ekki Póstur og sími. Karlrem bu* svín vik- unnar G.Þ.L. hringdi: Mig langaði til þess að vekja athygh á því að ummæli eins af forystumönnum Kópavogsbæjar undanfarna dag í garð Kvenna- listans eru þess eðlis að ég legg tii að hann verði útnefndur karl- rembusvín liðinnar viku. Ég hef sjaldan eða aldrei á ævimú heyrt viðlíkan Iiroka í garð kvenna og tel ummælin reyndar aht annaö en sæmandi manni sem starfar að bæjarmálum. Legg ég hér með til að birt verði stór mynd á for- síðu blaðanna af þessum manni svo alþjóö viti um hvem verið er að tala. Nýjar hraða- hindranir Guðjón hringdi: Mig langar til þess að lýsa and- úð minni á nýjum hraðahindrun- um sem verið er koma upp hér og hvar á landinu. Þær eru með þeim hætti að maöur er hræddur um aö demparar eyðileggist hreinlega við höggin. Um er að ræða hvítar hnur, likastar línum á gangbrautum, og standa þær stutt upp úr veginum. Maður átt- ar sig ekki strax á því hvað þarna er á ferðinni og því keyrir maöur hratt yfir þetta. Ég er ekkert að mæla gegn því að hraðahindranir verði settar upp, þær þarf bara að kyima og merkja svo maður viti hvað er á ferðinni. Móðir og eiginkona hringdi: Ég var stödd á Akureyri um hðna helgi, strákarnir mínir, hth og stóri, vora að keppa í fótbolta. Sá htli var að keppa á Esso-móti KA en hinn á Pollamóti Þórs. Bæði eiga félögin miklar þakkir skyldar fyrir gott skipulag og skemmtileg mót. Veðrið setti ekki strik i reikninginn og átti sinn þátt í því að við fjölskyldan áttum yndislega helgi fyrir norðan. Ef þetta er ekki jákvætt innlegg til eflingar og samheldni fjölskyldna þá veit ég ekki hvað. Haflð þökk fyrir. Allt of heitt Ég er einn af þessum mönnum sem liggja sjúkir yfir sjónvarpinu þessa dagana. Ég er í skýjunum yfir fótboitanum og veit svo sem að enginn hér á landi svarar fyrír leikjaskipulagið í Bandaríkjun- um. Mér finnst bara rangt að hafa þessa leiki svona snemma á daginn þegar hitinn er sem mest- ur. Það liggur við aö verið sé aö skemma keppnina með þessu móti. Júní, júlí og ágúst era afar heitir mánuðir og því gengur ekki á láta sjónvarpið ákveða tíma- setninguna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.