Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1994, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1994, Page 22
34 FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1994 Afmæli_________________ Benedikt Gröndal Benedikt Gröndal, fyrrv. forsætis- ráðherra, Hjallalandi 26, Reykjavík, ersjötugurídag. Starfsferill Benedikt fæddist að Hvilft við Önundarfjörð en ólst upp i Reykja- vík. Hanri lauk stúdentsprófi frá MR1943, BA-prófi í sagnfræði frá Harvard í Bandaríkjunum 1946 og stundaði framhaldsnám í Oxford á Englandi 1947. Benedikt var blaðamaður og síðan fréttastjóri við Alþýðublaðið 1938-59 og ritstjóri þar 1959-69, ritstjóri Samvinnunnar 1951-58, forstjóri Fræðslumyndasafns ríkisins 1969-78, þingmaður Alþýðuflokks- ins 1956-82, utanríkisráðherra 1978-80, forsætisráðherra 1979-80, sendiherra í Stokkhólmi 1982-87, sendiherra í Austurlöndum 1987-89 og sendiherra hjá SÞ í New York 1989-91. Benedikt sat í miðstjóm Alþýðu- flokksins 1949-80, var varaformaður Alþýðuflokksins 1952-54 og 1965-74 og formaður flokksins 1974-80. Hann var formaður Útvarpsráðs 1957-71, fulltrúi á allsherjarþingum og hafréttarráðstefnu SÞ, var for- maður undirbúningsnefndar ís- lensks sjónvarps, í stjórn Seðla- banka íslands, Framkvæmdastofn- unar og Nýbýlastjórnar, í stjórn þingmannasambands NATO og sat í fjölda nefnda um endurskoðun hinna ýmsu laga. Fjölskylda Kona Benedikts er Heidi Jaeger Gröndal, f. 13.4.1922, húsmóðir. Hún er dóttir Werners Jaeger, prófessors við Harvard, og Theodoru Jaeger húsmóður sem bæði eru látin. Börn Benedikts og Heidi eru Jón, f. 26.4.1949, kennari í Grindavík, kvæntur Dórótheu Emilsdóttur húsmóður og eiga þau þrjú böm; Tómas, f. 27.5.1955, lektor í Gauta- borg, kvæntur Milví Gröndal blómaheildsala; Einar, f. 25.6.1960, bankastarfsmaður í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Guðmundsdótt- ur, starfsmanni hjá Securitas. Systkini Benedikts: Sigurlaug, f. 8.5.1926, læknafulltrúi í Reykjavík; Halldór, f. 15.10.1927, sóknarprestur í Reykjavík; Ragnar, f. 17.7.1929, verslunarmaður í Reykjavík; Þórir, f. 8.5.1932, forstjóri og ræðismaður í Flórída í Bandaríkjunum; Ragn- heiður, f. 20.9.1934, læknafulltrúi í Reykjavík; Gylfi, f. 17.4.1936, rithöf- unduríKópavogi. Foreldrar Benedikts: Siguröur Gröndal, f. 3.11.1903, d. 6.6.1979, rithöfundur, yfirkennari og hótel- sjóri að Valhöll á Þingvöllum, og Mikkelína María Sveinsdóttir, f. 9.1. 1901, húsmóðir. Ætt Sigurður var sonur Benedikts Gröndal, skálds og skólastjóra, son- ar Gunnlaugs, prests í Hvammi, Stefánssonar, prófasts í Stafholti, bróður Þuríðar, langömmu Vigdísar forseta. Stefán var sonur Þorvalds, prests og skálds í Holti, Böðvarsson- ar, prests í Holtþingum, Högnason- ar, prestafoður á Breiðabólstað, Sig- urðssonar. Móðir Benedikts Grön- dal var Valborg Elísabet, systir Benedikts Gröndal, skálds og rithöf- undar í Reykjavík. Hún var dóttir Sveinbjarnar Egilssonar, skálds og rektors. Benedikt Gröndal. Móðir Sigurðar Gröndal var Sig- urlaugGuðmundsdóttir, sjómanns í Ólafsvík, Guðmundssonar og Sig- ríöarBjarnadóttur. Mikkelína María er dóttir Sveins, b. í Hvilft í Önundarfirði, Árnasonar og Rannveigar, systur Ömólfs í Skálavík, afa Haraldar J. Hamar ritstjóra. Rannveig er dóttir Hálf- dáns, hreppstjóra í Meirihlíð í Bol- ungarvík, Ömólfssonar. Benedikt er í útlöndum um þessar mundir. Guðmundur Þór Pálsson Guðmundur Þór Pálsson arkitekt, Bjarmalandi 22, Reykjavík, er sex- tugur í dag. Starfsferill Guðmundur Þór fæddist í Reykja- vík og ólst þar upp. Hann lauk stúd- - entsprófi frá VÍ1955, lauk brottfar- arprófi í arkitektúr frá Chalmers Tekniska Högskolan í Gautaborg 1961. Á námsárunum var Guðmundur Þór fréttaritari Morgunblaðsins í Gautaborg og skrifaði þá fjölmargar greinar í blaðið um hin ýmsu mál- efni. Hann starfaði að námi loknu hjá húsameistara ríkisins og var síðan deildarstjóri hjá byggingar- deild menntamálaráðuneytisins. Guðmundur Þór hefur nú um ára- bil rekið eigin teiknistofu í Reykja- vík. Guðmundur Þór sat í stjórn Is- landsk svenska fóreningen i Gauta- borg 1957-61, í stjórn Sænsk- íslenska félagsins í Reykjavík 1962-68, í stjórn Arkitektafélags ís- lands og formaður þess 1967-68, sit- ur í stjóm Nordisk Byggedag frá 1962 og formaður samtakanna á ár- unum 1967-70. Fjölskylda Guðmundur Þór kvæntist 1.1.1956 Ragnhildi Auði Vilhjálmsdóttur, f. 23.12.1935, tækniteiknara. Hún er dóttir Vilhjálms Hallgrímssonar rafvirkjameistara og Huldu Ragn- heiðar Jónsdóttur húsmóður. Börn Guðmundar Þórs og Ragn- hildar Auðar eru Vilhjálmur, f. 11.11.1955, viðskiptafræðingur, kvæntur Margréti Baldursdóttur húsmóður og eiga þau fimm börn; Páll, f. 11.7.1958, lyfjafræðingur, kvæntur Elsu Mogensen hjúkrun- arfræðingi og eiga þau þrjú börn; Ragnheiður Þórann, f. 27.3.1961, hjúkrunarfræðingur; Andri Þór, f. 24.9.1966, viðskiptafræðingur, kvæntur Grétu Björk Guðmunds- dóttur mannfræðingi. Uppeldissystir Guðmundar Þórs er Hrafnhildur Valgarðsdóttir, f. 11.1.1948, rithöfundur ogskóla- stjóri, og á hún fjögur böm. Foreldrar Guðmundar Þórs vora Páll Jakob Blöndal Guðjónsson, f. 22.11.1904, húsasmíðameistari í Reykjavík, og Þórunn Theodóra Sig- urjónsdóttir, f. 1.11,1908, húsmóðir. Guðmundur Þór og Ragnhildur Auður dvelja á hótel Almirante, Via Laietana 42, Barcelona, á afmælis- daginn. Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, inn- kaupastjóri Lýsis hf., Granaskjóli 18, Reykjavík, er fertug í dag. Starfsferill Sigrún fæddist í Vestmannaeyjum og átti þar heima þar til hún lauk stúdentsprófi frá MR1973. Hún vann hjá ísfélagi Vestmanna- eyja með skóla, starfaði hjá Viðlaga- sjóði í Vestmannaeyjum 1973, hjá IBM1974, stundaði skrifstofustörf hjá Vífilfelli 1982-86, starfaði við launabókhald hjá Plastosi hf. 1986-88 og hefur verið innkaupa- stjóri hjá Lýsi hf. frá 1988. Sigrún hefur starfað með Junior Chamber-hreyfingunni frá 1981 og gegnt þar ýmsum trúnaðarstörfum, þ.á m. verið landsforseti 1991-92. Þá hefur hún sótt fjölda erlendra þinga á vegum hreyfingarinnar. Fjölskylda Sigrún giftist 30.3.1974 Gunnari K. Gunnarssyni, f. 21.2.1950, íjár- málastjóra hjá Eldhaka hf. Hann er sonur Gunnars Kristinssonar, skrif- stofumanns í Reykjavík, og Maríu Tryggvadóttur tannsmiðs. Böm Sigrúnar og Gunnars eru María Kristín Gunnarsdóttir, f. 28.8. 1974, nemi við HÍ; Gunnar Geir Gunnarsson, f. 18.8.1976, nemi við MR; Inga Lilý Gunnarsdóttir, f. 7.9. 1977, nemi við MR. Systkini Sigrúnar eru Guðlaugur - Sigurgeirsson, f. 16.7.1956, raf- magnsverkfræðingur í Los Angeles og starfsmaður Ratsjárstofnunar íslands, kvæntur Sædísi Maríu Hilmarsdóttur húsmóður og eiga þau þijú böm; Guðrún Kristín Sig- urgeirsdóttir, f. 16.7.1965, matvæla- fræðingur í Vestmannaeyjum og starfsmaður hjá Rannsóknarstofn- un fiskiðnaðarins, gift Berki Gríms- syni viðskiptafræðingi og eiga þau tvöbörn. Foreldrar Sigrúnar eru Sigurgeir Jónasson, f. 19.9.1934, ljósmyndari í Vestmannaeyjum, og Jakobína Guðlaugsdóttir, f. 30.3.1936, hús- móðir og golfleikari í Vestmanna- eyjum. Ætt Sigurgeir er sonur Jónasar, frá Helluvaði i Landeyjum, Sigurðsson- ar, frá Heiði á Rangárvöllum, Odds- sonar. Móðir Jónasar var Ingunn Jónasdóttir frá Helluvaði. Móðir Sigurgeirs er Guðrún Kristín Ing- varsdóttir frá Reykjavík. Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir. Jakobína er dóttir Guðlaugs, fyrrv. alþm. í Eyjum, Gíslasonar, útvegsb. á Stafnesi, Geirmundsson- ar. Móðir Guðlaugs var Þórunn Jak- obína Hafliöadóttir, systir Jóns, fóð- ur Borgþórs veðurfræðings. Systir Þórunnar Jakobínu var Guðlaug, móðir Dalselsbræðra. Móðir Jakob- ínu Guðlaugsdóttur er Sigurlaug Jónsdóttir, kaupfélagsstjóra í Vest- mannaeyjum, Hinrikssonar og Ingi- bjargar Theodórsdóttur Mathiesen. Sigrún heldur upp á afmælið í kaffiteríu ÍSÍ í Laugardal í dag milli kl. 17.00 og 20.00. Guðmundur Dagsson Guðmundur Dagsson. Guðmundur Dagsson, Hnífsdals- vegi 8, ísafirði, er áttræður í dag. Starfsferill Guðmundur fæddist að Víðidalsá í Staðarsveit en var á fyrsta ári er faðir hans lést og ólst Guðmundur því upp ásamt frændsystkinum sín- um hjá móðurforeldrum að Kaldbak í Kaldrananeshreppi. Þar átti hann heima og stundaöi öll almenn bú- störf til 1966 er hann fluttist til Isa- fjarðar þar sem hann hefur átt heimasíðan. Systkini hans era Njóla Dagsdótt- ir, búsett í Keflavík, og Sigvaldi Dagsson sem nú dveiur á Elliheimil- inu Grand í Reykjavík. Foreldrar Guðmundar vora Dag- ur Guðmundsson verkamaður og Guðrún Guðjónsdóttir verkakona. afmælið 90 ára Guðrún Helgadóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. 85 ára Höskuldur Egilsson, fyrrv. verslun- armaöur, Hvassaleiti56, Reykjavík. 50ára____________________ Elínborg Ásmundsdóttir, Vallholti 32, Selfossi. EmiiÁgústsson, Leynisbraut 5, Grindavík, Einar Bjarnason, Hásteinsvegi27, Stokkseyri. Halldóra Júiíusdóttir, Kvíholti 10, Hafnarfirði. Hulda Gunnlaugsdóttir, Stekkholti 20, SelfossL Marta Sigríður Bjarnadóttir, Öldugötu 18, Reykjavík. Þorvaidur Guðnason, Krummcdiólum 8, Reykjavík. Ingunn Áskelsdóttir, Selási, Reykdælahreppi. 80 ára Unnur Guðmundsdóttir, Stað I, ReykhólahreppL Unnur er að heiman. 70 ára TómasTómasson, Langholti 14, Keflavík. 60 ára Hreinn Jónasson, Álfaskeiði 74, Hafnarfirði. Sigurjón Jónsson, Álfaskeiði96, Hafnarfirði. Jóhanna Kristjánsdóttir, Roðhóli, Hofshreppi. Ingveldur Ásta Hjartardóttir, Aðalstræti97, Patreksfirði. Húnogeigin- maðurhennar, SigurðurSig- urðsson, taka á mótigestumí Félagsheimiii Patreksfjarðar laugardaginn 9.7. eftir kl. 20.00. Valdis Jónsdóttir, Túngötu21, ísafirði. Sif Edith S, Jóhannesdóttir, Illugagötu 5, Vestmannaejjum. 40ára Svandís Ósk Óskarsdóttir, Fannafold 9, Reykjavík. Katrín Arnbj örg Magnúsdóttir, Álfheimum 14, Reykjavík. Ólafía Bjarnadóttir, Hraunbæ 134, Reykjavík. Hrafn Jónasson, Melum II, Bæjarhreppi. ólafur Stefán Þorbergsson, Eskihlíö 5, Sauöárkróki. Erla Gunnarsdóttir verslunarmað- ur, Eyjahrauni 15,Þorláks- höfn. Eiginmaður hennarerSig- urðurGarðars- sonverk- smiðjustjóri. Þau hjónin taka á móti gestum i Kiwanis-húsinu, fóstudaginn 8.7. eftirkl. 20.00. Sabina Jónsdóttir, Hávegi 1, Kópavogi. Sigurður Gunnar Sveinsson, Hafnarbraut 20, Hólmavík. Þóra Guðný Gunnarsdóttir, Hlégerði2, Kópavogi. Eggert Þór Andrésson, Norðurtúni 5, Sandgerði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.