Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1994, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1994 Stuttar fréttir Breíarkyssa betur ítalskt bókasafn frá Ravenna sendi beiöni til bresks bókasafns i Yorkshire og baö um aö fá lán- aöar bækur um listina aö kyssa. Aö sögn ftalanna er hvergi slíkar bækur að finna á Ítalíu, iandi rómantíkur og ásta. Fituhlassí bjargað Björgunarsveitir í Ástralíu uröu að kalla ut Herkúlesþyrlu til að flytja 220 kg þungan mann á spítala sem átti viö öndunarerf- iöleika að striða. Björgunarþyrla af venjulegri stærð réö ekki við þungann. Blómafram- leiðsla í Hol- landi jókst um 7% á síðasta ári og útflutnings- verðmæti þeirra er meira en 100 milljarð- aráári hverju. Kynhvetjandi ilmvatn Japanskt ilmvatnsfyrirtæki til- kynnti um áform sín að setja á markaðinn ilmvatn sem hefði örvandi áhrif á heilastöðvar karl- manna og örvaöi kynhvöt þeirra. Snákalnnrás Mikil hitabylgja í Rúmeníu hef- ur í for meö sér þær óþægilegu hliöarverkanir aö hættulegum snákum hefur míög fjölgað í suð- austurhluta landsins og lands- menn eru lítt hrifnir af þeirri þróun. 40drukknuðu Bátur meö 41 manni, sem var siglt frá Gíneu áleiðis til Sierra Leone, strandaöi á skeri meö þeim afleiðingum aö 40 drukkn- uðu og einn komst lífs af. Fylgiðhraparenn Fylgi breska íhaldsflokksins hrapar enn og er komiö niður í 26,5% samkvæmt skoðanakönn- un Daily Telegraph. Verka- mannaflokkurinn mælist með 51% fylgi og Frjálslyndir meö 17,5%. Gísifærfrelsí Sómalskir mannræningjar létu lausa bandaríska blaðakonu sem rænt var í Mogadishu fyrir 20 dögum. Hún var við góöa heilsu. Bannað að dansa írösk stjórnvöld tilkynntu í gær aö öllum dansstöðum, diskótek- um og næturklúbbum yrðí lokað í landinu innan 15 daga og jafn- framt yrði öll áfengissala á hótel- um bönnuð. Vöruverð erlendis: Enn hækkar kaffið Kafli á erlendum mörkuðum held- ur áfram að hækka í verði og er að nálgast hæsta verð í 10 ár. í vikunni átti þó sér stað lítils háttar lækkun þegar fregnaðist að brasilískir fram- leiöendur ætluðu sér að selja fimm milljónir kaffisekkja frá sér í einu. Eftir nokkra hækkun í síðustu viku hefur hráolía á markaði í London lækkað í þessari viku. Tunnan var i 17,20 dollurum á fimmtudag. Áfram er spáð háu veröi vegna mikillar eft- irspumar í Bandaríkjunum. Hlutabréfaverö í helstu kauphöll- um heims helst áfram í lægri kantin- um. Þannig náði CAC-40 hlutabréfa- vísitalan í París sínu lægsta á þessu ári sl. mánudag þótt ekki megi sjá það hér til hliðar. Tölur á meðfylgj- andi grafi eru frá því á fimmtudag. -Reuter Útlönd Oplnber heimsókn Bandaríkjaforseta í Póllandi: Clinton gef ur þjóðum Austur-Evrópu von um inngöngu í NATO Clinton gaf þjóðum Austur-Evrópu von um inngöngu í NATO þegar hann ávarpaði pólska þingið í stuttri heimsókn til landsins á leið sinni á fund helstu iðnríkja heims í Napolí. í ræðu sinni gaf hann skýr merki um það að innganga þjóða í Austur- Evrópu í NATO væri raunverulegur draumur sem vel gæti ræst. Nokkra óánægju vakti þó að hann nefndi engar dagsetningar eöa gaf neinar tryggingar fyrir því að svo gæti orðið. Hann lofaði því þó á fund- inum aö land eins og Pólland yrði ekki skilið eftir á „gráu svæði“ á milh Moskvu og vestursins og lýsti því yfir að hann léti Rússa ekki koma í veg fyrir að aðrar þjóðir gengju inn í NATO. Pólski utanríkisráðherrann, Andrzej Olechowski, lýsti því yfir í lok heimsóknarinnar . að honum fyndist að þessi mál mættu ganga hraðar fyrir sig,“ enda eru Pólverjar áhugasamir um inngöngu í NATO vegna ótta við veldi Rússa. „Vestræn lönd eru treg til að breyta til en ég tel þó aö mál séu að þróast í jákvæða átt,“ sagði Olechowski. Lech Walesa áréttaði einnig á fundinum nauðsyn þess að tryggja öryggi Austur-Evr- ópulanda. Clinton lofaði Pólverjum jafnframt fjárhagsaðstoð til hernaðar- og efna- hagsmála fyrir að minnsta kostijafn- virði 15 milljarða íslenskra króna. Stór hluti þeirrar upphæðar verður útvegaður í samvinnu viö alþjóðleg- ar stofnanir. Clinton notaði frítímann til þess að skokka i Napólí á fundi helstu iðnríkja heims. Fyrir fundinn fór hann í heimsókn til Póllands og ávarpaði þingið þar. Þar gaf hann í skyn að vel kæmi til greina fyrir þjóðir Austur-Evrópu að ganga í NATO. Kosningar í Færeyjum: Erfið stjórnarmyndun framundan Færeyingar horfa fram á erfiða stjómarkreppu. Úrslit kosninganna eru á þann veg að ljóst er að mjög erfitt verður að mynda stjórn. Sigur- vegari kosninganna er Sambands- flokkurinn sem hefur nú 8 þingmenn en hafði 6 áður. Þeir munu sennilega reyna að mynda borgaralega sam- bandsstjóm með Fólkaflokknum og tveimur öðrum smáflokkum. Þeir myndu sennilega leggja mesta áherslu á grundvallarbreytingar í atvinnulífinu. Annar möguleiki á stjórnarmynd- un er Sambandsflokkurinn, Jafnað- arflokkurinn, Verkamannaflokkur- inn og einn smáflokkur til. Sú stjórn myndi einbeita sér að því reyna að stemma stigu við mannflóttanum frá eyjunum og reyna að minnka hið gífurlega atvinnuleysi. Menn hafa reynt að spá hverjar breytingar verða á færeysku efnahagslífi eftir kosningarnar. Kosningaþátttaka var dræm og miklar breytingar á fylgi flokkanna en það endurspeglar van- trú kjósenda á frambjóðendum. Af 32 þingmönnum Lögþingsins eru að- eins 18 eftir. Vegna þess að lög Fær- eyinga krefjast þess að meirihluta- stjórn sitji að völdum gæti stjórnar- kreppan í Færeyjum orðið löng og ströng því að minnst fjóra flokka þarf til aö mynda stjórn og það gæti reynst þrautin þyngri. DV GeimskufBan Columbia í 14 dagaferð I gær b>Tjað að var iæla í Jk eldsneyti, á aöra mi htra, í U lljón mka geimskutli nn- fff i 1' ar Colun íbiu. !"* -| I|v Eldsneytin mun ski u itlan / \ brenna á 14 daga ferð sinni sem átti að hefiast í gærkvöld ef veður leytði. Um borð eru 7 geimfarar, 6 Banda- ríkjamenn og ein japönsk kona sem er hjartaskurðlæknir. Þau munu sinna ýmsum vísindaverk- efnum i geimnum, hátæknitil- raunum, brjóta kristölluð prótín fyrir lyQarannsóknir og gera margs konar lyQarannsóknir á sjálfum sér. Samtals verða gerðar 82 tilraunir á vegum 13 þátttöku- þjóða sem standa saman aö kostnaöinum sem nemur um 70 milljöröum króna. Talað hefur verið um tímamót í samvinnu þjóða um vísindatilraunir úti í geimnum. BBCeyðirmiiy- örðumtilað bætasam- keppnisaðstöðu Breska útvarpsstööin tilkynnti í gær um áform sín að eyða meira en 25 milljörðum á næstu þremur árum til að bæta sjónvarps- og útvarpsdagskrá sína. Ráðamenn þar á bæ hafa þungar áhyggjur af því að BBC standi sig sífellt verr í samkeppninni viö aðrar stöðvar og vilja bæta úr því með þessu framlagi. Á síðasta ári féll áhorf og hlust- un á stöðina um hefl 2%. Á meðan fiölgaði samkeppnisaðilum, bæði stórum og smáum. Voru það 11 héraðsútvarpsstöðvar og tvær á landsvísu og 10 sjónvarpsstöðvar. Atvinnuleysi óbreytthjáESB Atvinnuleysið i Evrópusam- bandslöndunum (ESB) helst óbreytt í maímánuði og var þá um 10,9% af fólki á vinnualdri, eða um 17,7 milljónir manna. Það er aukning ura 0,4% frá síðasta ári. Atvinnuleysiö haföi aukist í Belgíu, Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Lúxemborg og Portúgal en minnkað í Danmörku, Spáni, ír- landi, Hollandi og Bretlandi. At- vinnuleysið minnkaði mest í Bretlandí, frá 10,1% í 9,7%. At- vinnuleysi hafði hins vegar auk- ist mest í Portúgal, í 6,4% úr 5,7%. Sjösjómenn skorniráháls Sjö ítalskir sjómenn voru skomir á háls í sveftú í höfninni Jijel, 300 km austan við höfuð- borgina Algeirsborg í Alsír. Talið er að heittrúaðir múslímar séu ábyrgir fyrir þessu ofbeldísverki. Miklar róstur hafa verið i Alsír síðastliöin tvö ár ffá því ofsatrú- aðir múslímar unnu mikinn kosningasigur í landinu og alls hafa 42 útlendingar falliö í þess- um átökum. Mun fleiri lands- menn í Alsír hafa þó látið Iífið f átökunum og er tala þeirra komin upp í 3.700 manns. Undanfarna daga hafa staðið yfir fundahöld sjö helstu iðnríkja heims í Napolí á Ítalíu í aðeins klukkustundar flugfjarlægð frá staðnum þar sem ítalirnir voru drepnir og hefur þaö vakið óhug margra og vakið upp spumingar um öryggi leið- toganna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.