Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1994, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1994, Page 13
LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1994 13 Frá sama tíma verður GPS gervihnattakerfið aðalstaðsetningarkerfi við ísland. Samtímis því að núverandi Loran-C kerfi verður lagt niður hefst rekstur nýs lorankerfis, svo kallaðs NELS kerfis. Hætt verður að senda út loranmerki frá stöðvunum á Gufuskálum og á Grænlandi. Búast má við að þetta nýja keifi nýtist ekki við vestanvert landið. Athugið að breyta þarf Loran-C tækjum svo að hægt sé að nota þau við NELS kerfið. Á Krít lifir fólk lengur: Ólífuolía og áhyggjulaust líf Hinn t. janúan 1995 venfiur núverandi Loran-C stafisetningarkerfi fagt niður - gæti verið rétta lyfið Á eyjunni Krít eru íbúar ótrúlega heilbrigöir og þeir verða háaldraðir. Á eyjunni þekkjast ekki margir þeirra sjúkdóma sem mjög algengir eru á Vesturlöndum. Sænskur blaða- maður, Ame Reberg, heimsótti eyj- una Krít og skrifaði grein um þessa undraveröld í sænskt tímarit. Hann segist aldrei hafa mætt jafnmikilli lífsgleði og á þessari eyju. „Lífsgleðin var jafnsterk og hin rauða Grikk- landssól. Þama dansa imgir jafnt sem gamlir saman.“ Sagt er að Krítarbúar séu heii- brigðari en aðrir. Það hefur rann- sóknardeild við háskólann í Lundi komist að raim um en hún hefur verið með könnun á heilsu íbúanna á Krít í samvinnuverkefni við grísk- an háskóla. Karlmenn á aldrinum 15-79 ára hafa verið sérstaklega rannsakaðir og hefur komið í ljós að þeir eru frískari en gengur og gerist. Þeir em með óvenju lágan blóðþrýst- ing, lágt kólesterolhlutfall, hjarta og æðasjúkdómar em nær óþekktir og krabbamein er sjaldgæft. „Og samt reykja þeir og drekka ótæpilega." Áfengi og tóbak er náttúrlega ekki hollt, það er löngu vitað. En hvað er það þá sem gerir það að verkum að Krítveijar em svona heilbrigðir? Hugsunin skiptir máli Líklegast á hið áhyggjulausa líf á Krít stóran þátt í þessu. Það hefur nefnilega mikið að segja fyrir heilsu okkar hvemig við hugsum. Það sem kemur innan frá skiptir máli. í landi eins og Svíþjóð aukast hjartasjúkdómar stöðugt meðal yngri karlmanna og em heilbrigðis- yfirvöld þar farin að líta í átt til Krít- ar varðandi gott heilbrigðisástand fólksins þar. Vináttubönd em sterk á Krít og fólk heldur mikið saman. Fjölskyld- ur og vinir tengjast órjúfanlegum böndum og halda gleðskap upp úr þurru á veitingahúsum eða í görðum sínum og skemmta sér með eða án víns. Sjaldan sést þó bara vatn í glös- um. Annað, sem er áberandi í lífi Krít- arbúa, er gríska ólífuolían. Hún er fljótandi í öllum grískum mat. í salat- inu, á kjötinu og í sósunum. Ólífuol- ían er einnig notuð í hárið, sem húð- olía og í fegmnarbaðið. Eyjan Krít er undirlögð af ólífuolíu. Olían punktur- inn yfir i-ið Olían skiptir öllu máli í borðhald- inu og setur punktinn yfir i-iö i mat- argerðarlistinni. Það er einmitt borð- haldið sem setur svo sterkan svip á fjölskyldu- og vináttuþáttinn því þeg- ar fólk safnast í kringum matarborð- ið eflast þessi tengsl. Þá er mikið lagt upp úr skímum, brúðkaupum og jarðarfórum. Og mennirnir gráta jafnóþvingað og þeir hlæja. Blaðamaðurinn segist hafa tekið olífuolíuna með sér heim og hún sé ekki bara notuð í matargerðinni því hann setur dropa í lófann og nuddar henni í húð og hársvörð. Olían er eins og næring í hárið og á líkamann og því setur hann hana einnig út í baðið. „Loks fæ ég mér einn hnífsodd af olíu á tunguna til að efla and- ann,“ segir blaðamaðurinn. „Síðan bjóðum við nágrönnunum í heim- sókn í kvöld og tökum upp grískt léttvín," segi ég við frúna sem telur það óheppilegt í miðri viku. „Jú, skemmtilegt kvöld lengir lífið, út- skýri ég þá fyrir henni," segir hann ennfremur í grein sinni. „Og í garð- veislunni um kvöldið njótum við þess að vera til. Enginn okkar deyr úr hjartaáfalli, ekki heldur bömin sem njóta nærvem foreldra sinna.“ Á hinni fátæku eyju Krít þekkir engrnn leikskóla eða elliheimili. Kannski er kominn tími fyrir vel- ferðarþjóðfélagið að srúa við. A eyjunni Krít eru hjarta- og æðasjúkdómar nær óþekktir. TILKYNNIN6 TIL r iNOTENDA Samkvæmt rannsóknum er eyjan Krít mikill unaðsstaður þrátt fyrir fátækt því þangað komast ekki þeir streitusjúkdómar sem þekktastir eru á Vestur- löndum. Til að bæta þjónustu við notendur, sem þurfa meiri nákvæmni en GPS kerfið gefur, hefur samgönguráðuneytið staðið fyrir uppbyggingu á leiðréttingarkerfi sem gefur notendum 5 til 10 metra staðsetningamákvæmni á hafsvæðinu umhverfis ísland. ^' Laugavegi 178 Kvöldverðartilboð vikuna 8/7 - 15/7 Vita- og hafnarmálastofnun sér um rekstur leiðréttingarstöðva og eru fimm af sex þegar komnar í notkun og áætlað er að sú síðasta verði tilbúin fyrir áramót. Athygli notenda er vakin á því að mikill munur getur verið á staðsetningum eftir því í hvaða staðsetningarkerfi þær em gerðar. Það er því ekki hægt að finna stað mældan í Loran-C kerfinu með GPS (eða NELS tækjum), Loranpunktasöfn verða því ónothæf. Unnið er að því að breyta Loran tölum í GPS tölur. Frönsk lauksúpa * Döölufyllt grísasneið með grænmeti og apríkósusósu * Ostakaka með völdum berjum j|c Kr. 1.950 Borðapantanir í síma 88 99 67 Nánari upplýsingar veitir Vita- og hafnamálastofnun, sími 91-600000. SAMGÖNGURÁÐUNEYTI RÁÐUNEYTI FLUTNINGA, FJARSKIPTA OG FERÐAMÁLA HlomOGUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.