Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1994, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1994, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1994 Dagur í lífl Láru Margrétar Ragnarsdóttur alþingismanns: Á kafi í garðvinnu með heimilisfólkinu Lára Margrét Ragnarsdóttir alþingismaður að snyrta í garðinum hjá sér. DV-mynd Sveinn Þegar ég lagði höfuðið á koddann í gærkvöldi hafði ég aðeins ákveðið eitt: Á morgun, þriðjudag, ætlaði ég að taka mér frí. Undanfarnir dagar hafa verið svo annasamir, svo nú gæti ég leyft mér aö gera nákvæm- lega ekkert! En hjá fólki eins og mér er það eitthvert það óvanalegasta sem gerist að hafa dagskrá morgun- dagsins auða. Það kom auðvitað á daginn að slíkt gengur heldur ekki upp. Eg vaknaði í algjörri kyrrð, glugga- tjöldin voru dregin frá, eins og oft þessar sumamætur, úti var bjart og enn hlýtt, og svo byrjaði veröldin að vakna, fuglamir tóku til við morgun- sönginn. Ég læddist fram úr, inn í stofu og opnaði þar út. Mér var ómögulegt aö sofna við þessa dýrð. Hugurinn reikaði til bamsáranna í sumarbústaðnum með ömmu og afa og morgunþagnarinnnar þar. Loks tók ég mér bók í hönd og þegar ég fann til syfju aftur var tími til fyrir hina fjölskyldumeðlimina að vakna til vinnu. Síminn hóf upp raustsína Ég fann fyrir frelsinu þegar ég var orðin ein eftir, nú gæti ég gert það sem mér sýndist, t.d. að leggja mig aftur, hvað ég og gerði. Varla var höfuöið aftur á koddann komið er síminn hóf upp raust sína og þar með vissi ég að friðurinn var úti. Það vom fyrirspumir vegna íslensk- ameríska félagsins og væntanlegra póhtískra funda og ferða, hringt var frá viðgerðarþjónustu vegna ryksug- unnar, góð vinkona með fréttir af sér og sínum og loks frétt um fráfall ald- ins vinar, mikils öðlingsmanns. Sím- inn kom í góðar þarfir þessar tæpar tvær stundir. Þá mundi ég eftir stofublómunum, sem staðið höfðu án umönnunar allt- of lengi enda farin að hneigja höfuð- ið. Vatnskannan og áburðurinn var tekinn fram og reynt að sefa sam- viskuna. í göngutúr um Breiðholtið og Elliðaárdalinn Undir hádegi hringdi nafna mín, góð vinkona og granni og minnti mig á fogur fyrirheit sumarsins. Við vor- um síðan komnar í göngutúrinn okk- ar rómaða um Breiðholtið og Elliða- árdalinn í dýrlegu veðri og hita, sveittar og fullar af ákefð um aö ganga hringinn á enda og gott betur- ekki þýddi annað, bíða mætti lengi eftir annarri eins hhðu. Eftir tæpa tvo tíma kvöddumst viö, sælar og sáttar. Þegar maður hugsar um þau tækifæri sem Reykjavík býður til útivistar nánast rétt við húshomið, hvar sem búið er í bænum, er ekki hægt annað en að dást að þessari náttúruparadís. Eftir nokkra stund við blaða- og tímaritalestur mundi ég eftir að ég hafði lofað góðum stuðningsmanni mínum að hitta hann í dag rabba við hann um hans hjartans mál og enn fremur að hinn síhressi sjálfstæðis- maður Guðjón Arnar Kristjánsson (eða Addi Kitta Gauj) átti stóraf- mæli, og af því mátti fyrir engan mun missa. Hvorir tveggja fundimir tók- ust með ágætum og var afmæhð haldið í einstöku bhðviðri í minni gömlu elskuðu sveit, Mosfehssveit- inni (með sumarbústaðsminningun- um), við dýrlegar krásir í stíl við sjó- manninn. Árleg garðveisla Nú var klukkan langt gengin í níu og ekki grunlaust að heimilismenn mínir hefðu heldur viljað mig heima við kötkatlana en í hanastélsveislu, þar sem þeir vom á kafi í garðvinnu með öðrum nágrönnum okkar. Við ætlum nefninlega að ljúka meiri háttar átaki í þesari viku og halda síöan árlega garðveislu um helgina, veislu sem hvorki aldnir né ungir vilja missa af! Kartöflumar voru settar í pottinn, farsið á pönmrna og síðan var öhu sporðrennt, því úti beið hlý, björt sumamóttin og garðurinn og engin leið að láta tækifæri til að njóta þess- arar einstöku bhöu renna úr hönd- um sér. Maður lætur þá bara svefn- inn og aðgerðarleysið bíða rigningar og skammdegis! Finnur þú funm breytingar? 265 Konurnar okkar verða svei mér ánægðar þegar við komum loksins Nafn:................ heim með eitthvað! Heimilisfang: Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þeg:ar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: Rummikub-spil- ið, eitt vinsælasta fiölskyldu- spil í heimi. Það er þroskandi, skerpir athyghsgáfu og þjálfar hugareikning. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur. Bækumar sem eru í verðlaun heita: Mömmudrengur, Þrumuhjarta, Blóðrúnir, Hetja og Ban- væn þrá. Bækumar em gefiiar út af Frjálsri fiölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 265 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir tvö hundr- uð sextugustu og þriðju get- raun reyndust vera: 1. Hafsteinn Sigurðsson, Vesturbergi 111, 111 Reykjavík. 2. Hörður Sigurðsson, Klapparstíg 1, 101 Reykjavík. Vinningarnir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.