Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1994, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1994, Side 19
LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1994 19 Þríburamót í Kjósinni: Það gerir enginn ráð fyrir að eignast þríbura - segir Sigurrós Kristinsdóttir í félagi þríburaforeldra Sigurrós ásamt eiginmanni sínum, Ragnari Borgþórssyni, og þríburun- um Kamillu Rut, Andra Má og Aroni Pétri. DV-mynd Sveinn „Við stofnuðum þetta félag til þess að berjast fyrir okkar málum, eins og t.d. lengingu á fæðingaror- lofi og heimilishjálp, en aðal- markmið félagsins er stuðningur við aðra foreldra sem eru að eign- ast þríbura því það er alveg heil- mikið að eignast þrjú börn í einu. Fólk á fullt í fangi með eitt barn hvað þá þrjú. Það gerir auðvitað enginn ráð fyrir því,“ segir Sigur- rós Kristinsdóttir, ein af stofnend- um félags þríburaforeldra sem stofnað var á síðasta ári en félagiö hélt sitt annað stórmót í Kjósinni um síðustu helgi. „Við vorum 6-7 sem stofnuðum félagið en það voru aðallega konur úr Kópavoginum, Reykjavík og ein frá Selfossi. Um leið og við fréttum af einhverjum konum sem ganga með þríbura þá fórum við í heim- sókn og spjöllum við þær. Við ger- um einnig mikið að því að láta föt ganga á milli. Þríburar fæðast oft fremur litlir og oft á tíðum mjög mikið fyrir tímann þannig að við látum svoleiðis föt ganga á milli. Við endurnýjum þannig fotin og hjálpum hver annarri. Ég fékk t.d. þrenn stígvél og regnfót um daginn og það munar strax alveg rosalega um það,“ segir Sigurrós. Mikil þörf á stuðningi Fyrsta mót félagsins var haldið á Selfossi í fyrrasumar og svo hittist hópurinn aftur í sumarbústað í Eilífsdal í Kjós um sl. helgi. „Það hefur aldrei verið eins mik- il þátttaka og var um sl. helgi og þá sérstaklega utan af landi. Við vorum t.d. að sjá þríbura frá Djúpa- vogi í fyrsta sinn þó svo að við höfum aíltaf haft símasamband við foreldrana. Það voru alls níu þrí- burar á mótinu og við vorum í kringum 54 allt í allt að meðtöldum systkinum þríburanna. Þetta var mjög fint og við grilluðum, fórum í leiki, skiptumst á ráðum og leyfð- um krökkunum að hittast." Sigurrós segir að það séu alls þrettán þríburar í félaginu, þeir elstu eru 11 ára en þeir yngstu um tveggja mánaða. Hún sagði að um helmingur þessara barna séu glasabörn eða börn foreldra sem hafa fengið hjálp með lyfjagjöf. „Þær konur sem eiga elstu þrí- burana segjast hafa farið á mis við mikið með því að hafa ekki haft svona félag til að leita til frá upp- hafi. Konur sem eignast þríbura þurfa á miklum stuðningi að halda vegna þess að það breytist svo margt við það að eignast þríbura. Eitt af því sem við göngum t.d. í gegnum eru vandamál í sambandi við vinnu. Við erum svona annars flokks manneskjur þegar við ætl- um að fara að vinna vegna þess að fólk segir alltaf: „Og hvað ætlarðu að gera þegar börnin verða veik.“ Ekki gat ég skilað þeim Sigurrós á sjálf þríbura, tvo stráka og eina stúlku, sem eru um eins og hálfs árs gamlir og auk þess á hún tvær stúlkur, eina tvítuga og aðra tíu ára. „Ég hafði góðan tíma til að byggja mig upp þegar ég gekk með mína þríbura því ég vissi strax um þetta þegar ég var komin tvo mánuði á leið. Þetta eru nefnilega glasabörn og þá er alltaf farið svo fljótt í són- ar. En mér brá mikið og ég sagði ekki mikið fyrstu dagana. Fólk spurði mig hvað ég ætlaði að gera en ég gat náttúrlega ekkert gert. Ekki gat ég skilað þeim. Það varð auðvitað mjög mikil röskun á lífi okkar. Við bjuggum uppi á þriðju hæð og þurftum að byrja á því að fá okkur aðra íbúð og svo þurftum við að fá okkur stærri bíl því við vorum allt í einu orðin sjö á heimil- inu.“ Lengra fæðingaror- lof og heimilishjálp Sigurrós sagði að það væri komið alveg eins fram við þríburamæður eins og konur sem eignast eitt barn sem er auðvitað allt annað mál. „í því sambandi mætti t.d. nefna fæðingarorlofið sem ætti auðvitað að vera 18 mánuðir en ekki 8 mán- uðir eins og þríburamæður fá, þær fá aðeins einn mánuð umfram aðr- ar mæður fyrir hvert barn. Það er auðvitað ósköp lítið því það fer enginn sem hefur eignast þríbura út að vinna eftir 8 mánuði." Sigurrós segir að þrátt fyrir að þau séu ekki orðin nægilega mörg í félaginu til að berjast almennilega fyrir sínum málum reyni þau eins og þau geti og nóg er af málum til að berjast fyrir. „Okkar aðalbaráttumál eru þó lengra fæðingarorlof og svo heimil- ishjálp. Það getur náttúrlega eng- inn séð einn um þrjú börn þannig að hinn aðilinn verður að vinna fyrir þessu. Við fengum fria heimil- ishjálp en nú er búið að breyta því vegna samdráttar og því þurfum við að borga eitthvað fyrir það núna. Það er alltaf byijað á vitlaus- um enda þegar niðurskurður er. Kona, sem ég þekki, sem var með sex mánaða þríbura, þurfti að hætta með heimilishjálpina því hún gat bara alls ekki borgað þetta.“ Sigurrós segir að þjóðfélagið komi alls ekki nægilega til móts við þríburaforeldra og það sé eiginlega ekki gert ráð fyrir þeim. „Það hugsa kannski margir sem Þríburarnir samankomnir á mótinu sem haldið var í Kjósinni um siðustu helgi. Alls eru þrettán þríburar í félaginu. svo að það séu nú margir sem eigi þrjú börn en það er bara alls ekki það sama að eiga þijú og að eiga þau öll á sama aldri. Það gera sér kannski ekki allir grein fyrir því að i hvert skipti sem við kaupum eitthvað fyrir börnin þá þurfum við alltaf að kaupa þrennt af hveiju. Það vantar svona smáskOning á þessu hjá þessum háu herrum. Það er eins og þjóðfélagið sé eiginlega að refsa þeim sem eiga fullt af börn- um í stað þess að hrósa þeim sem leggja út í þetta. Við í félaginu ætlum að halda áfram að hittast og félagið er aUtaf að eflast meira og meira. Við erum staðráðin í að halda áfram að berj- ast fyrir okkar málum," segir Sig- urrós að lokum. AEG Vampyr 8200 1500 wött, stillanlegur sogkraftur, 6 Töld sía, dregur inn snúruna, innbyggð (yígihlutageymsla. Litur: Hvít. Verft kr. 16.735,-,- Stgr. kr. 15.899,- B R Æ Ð U R N I R ORMSSONHF Lógmúla 8, Sími 38820 Umbobsmenn um land allt ◄ ES3i Vampyr 7200 1300 wött, stillanlegur sogkraftur, 4 föld sía,dregur inn snúruna, innbyggö fylgihlutageymsla. Litur: Rauö. Verö kr. 15.742,-,- ► Vampyr 7100 1300 wött, stillanlegur sogkraftur, dregur inn snúruna, 4 föld sía innbyggö fylgihluta- geymsla. Litur: Jökulgrá. Verö kr.14.501,- Stgr. 13.776,- og litir - Hagstætt verð. Vampyr 730 kraftmikil 1300 wött dregur inn snúruna,4 föld sia 2 fylgihlutur,Litur: Ijósgrá. verö kr. 13.678,- Stgr. kr. 12.994,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.