Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1994, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1994, Síða 29
LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1994 37 Trimm „Adrenalíngusan stóð upp úr hausnum á mér' - Kári Kaaber langhlaupari segir frá „Kunningi minn plataði mig til að taka þátt í fimm kílómetra hlaupi veturinn 1989. Ég sló til en haföi þá aldrei hlaupið svo langt. Þetta var gífurlega gaman og adrenalíngusan stóð upp úr hausnum á mér. Þama varð mér ljóst hvað það er gaman að keppa í hlaupi og þá fékk ég bakt- eríuna." Sá sem hér segir frá er Kári Kaa- ber, fyrmm fótboltakappi, nú skrif- stofustjóri sem æfir langhlaup í frí- stundum sínum. Kári er 44 ára gam- all og er í fremstu röð í sínum aldurs- flokki. Hann hefur ekki stundað hlaup mjög lengi en náö góðum ár- angri með seiglu og einbeitni þrátt fyrir áfóll. Trimmsíðan spurði Kára spjörunum úr, meðal annars hvemig hann hefði byrjað að skokka. Ómarkvisst í fyrstu „Ég byrjaði að fikta viö þetta 1986 en það var mjög ómarkvisst. Ég vildi fyrst og fremst halda mér í formi vegna fótboltans sem ég stundaði til 1991. Eftir þetta 5 km hlaup fór ég að auka hlaupin en var aUtaf einn og fór 20-30 kílómetra á viku og yfir- leitt aldrei um helgar. Fótboltinn vék smátt og smátt og hlaupin tóku allan minn tíma. Þetta ár fór ég fyrst í hálft maraþonhlaup og kom ákaflega stoltur með þanið brjóst og sperrt stél í mark á 1,37 klst. Enn bætti ég í hlaupin, jók við æfingar en fór nú ekkert fram um tíma þó ég færi í 60 kílómetra á viku og bætti mig aðeins um eina mínútu milli ára í hálfmaraþoni. Á þessum tíma velti ég lítið fyrir mér æfinga- plönum og búnaði við hlaupin heldur bara fór út og hljóp og taldi að því hraðar sem ég færi því betri hlyti ég að verða.“ Meiðsli koma í ljós Kári hélt áfram að æfa, heltekinn hlaupadellu og fór að taka þátt í öll- um almenningshlaupum sem hann náði til. Afdrifarík hvörf urðu á ferli hans sumarið 1992 þegar hann hljóp hálft Reykjavíkur-maraþon, 14 kíló- metra í Reykjalundarhlaupinu viku seinna og svo aftur hálft maraþon á Selfossi viku síðar. Þá gerðu alvarleg álagsmeiðsli í hásinum vart við sig, sem gerðu kappann Kára óhlaupa- færan í rúmlega sex mánuði. „Ég var afar fúll og dapur þegar þetta kom upp og hætti alveg að fylgj- ast með hlaupum og sýndi þessu eng- an áhuga. Kunningjar stöppuðu þó í mig stálinu og ég fór til sjúkraþjálf- ara sem tók mig rækilega í gegn og kenndi mér að gera teygjuæfingar samviskusamlega en þær hafði ég fram að þessu trassað nær alveg. Meinið var að ég hafði verið að hlaupa alltof mikið og alltof hratt á öllum æfingum. Upp úr þessu fór ég að verða miklu skipulegri og má segja að ég hafi byijað á núlli aftur og byggt mig upp hægt og rólega, miklu markvissar en áður.“ Tíu mílur í Bláskógum Sú nýbreytni verður tekin upp í hinu árlega Bláskógaskokki 17. júlí nk. að hlaupnar verða 10 mílur eöa 16,1 kílómetri. Þetta árlega fjalla- skokk eða heiðahlaup nýtur mikilla vinsælda og svo verður eflaust nú. Að vanda mæta hlauparar við íþróttahúsið á Laugarvatni en þaðan verður þeim ekið í rútum áleiðis til ÞingvaUa en mislangt eftir því hversu langt þeir hyggjast hlaupa. skeiðið við hlið landsins bestu hlaup- ara. Þetta er grasrótarhreyfmg, formanns- og stjórnlaus þó stofnend- ur hópsins teljist til aðalsins. „Þetta er einstaklega skemmtilegur hópur sem hefur hlaðið skemmtilega utan á sig. Þar sést hve hlaupin eru góð íþrótt þar sem allir geta æft sam- an og enginn er fyrir neinum. Það kom mér á óvart hve þetta er mikil hópíþrótt." Umsjón Kári Kaaber ætlar að hlaupa heilt maraþon I fyrsta sinn á ævinni i sumar. DV-mynd BG Foringi „öldunganna'' Núna hleypur Kári um 80 kíló- metra í viku, yfirleitt einn en alla sunnudaga með ÖL-hópnum svokall- aða en hann var einn stofnenda hans 1992. í fyrstu voru þetta nokkrir „eldri“ skokkarar eða öldungar sem vildu hlaupa langt saman einu sinni í viku og fóru &-8 saman í upphafi. Nú eru 25-30 manns í hópnum á góð- um degi og þar blandast saman skokkarar á öllum aldri og renna Páll Ásgeir Asgeirsson Kári hefur eins og fleiri sem æfa hlaup farið í mjólkursýrupróf. Þá er mjólkursýran í blóðinu mæld við álag og út frá því ákvarðaður há- markspúls. Út frá þessu eru æfmgar sniðnar og púlsklukka notuð á æf- ingum til að fylgjast með hve ör hjartslátturinn er. „Ég er mjög hrifmn af þessu og flnnst það hafa skilað mér mjög góð- um árangri. Með þessu móti hleyp ég að jafnaði hægar á æfingum en hef samt tekið framfórum." í Reykjavíkur-maraþoni í sumar ætlar Kári að hlaupa heilt maraþon í fyrsta sinn á ævinni og æfir mark- visst fyrir það. „Mér hefur tekist með því að fara nógu hægt að byggja mig aftur upp eftir meiðslin og tek enga áhættu í þeim efnum. Fari svo að ég fmni fyr- ir meiðslum við aukið álag hika ég ekki við að hætta við að hlaupa heilt maraþon. Ég hef nógan tíma. Menn endast vel í þessari íþrótt og ég get átt mörg góð ár eftir.“ Hlaupið við tónlist Margir hlauparar, skokkarar og göngugarpar kjósa að stunda áhuga- mál sitt með útvarp eða vasadiskó á höfðinu. Auðvitað velja þeir sína prívattónlist eða útvarpsþátt en hér skal minnt á nokkur úrvalslög sem gott væri að rifja upp: Born to Run - Bruce Springsteen, Runaround Sue - Dion, Running on Empty - Jackson Brown, Run for Your Life - The Beat- les, Keep on Running - Spencer Da- vis, Group Runaway - Del Shannon, Running down the Road - Arlo Gut- hrie, Run to Me - The Bee Gees. Erf- itt er að muna eftir íslenskri tónhst sem hentar en þó koma lög eins og Sprettur, Áfram veginn og Hvert ör- stutt spor upp í hugann. Reykjavíkur-maraþon 21. ágúst 1994: Almenn vellíöan og aukið starfsþrek fylgir reglulegu skokki! - starfsgeta hjarta og æðakerfis eykst til muna 10/7-16/7 7. vika Sunnud. Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Laugard. Samt. km (10km) (21 km) 7kmról. 15km ról. hvíld hvíld 4kmról. 6kmjafnt 3kmról. hvíld 5kmjafnt 25 6kmról. 10kmjafnt 4kmról. hvíld 7kmjafnt 42 Meginhlaupaleiðin liggur um Lyng- dalsheiði og er afar skemmtileg i því' góöa veðri sem oft hefur verið þegar hlaupið fer fram. Rútuferðin frá Laugarvatni leggur af stað kl. 13.00 en ræst er í hlaupið kl. 13.30. Þeir sem kjósa að skokka skemmra er boðið upp á 5,5 kílómetra. Skráning er á skrifstofu HSK á Selfossi í síma 94-21189. Skokk er ákjósanleg íþrótt. Þeir sem reyna mikið á sig andlega finna fljótt hversu skokkið endurnærir á allan hátt. Þú ert þreyttur andlega af neikvæðum hugsanagangi og þú ferð út í veður og vind og skokkar. Blóðið streymir um æðamar vegna þess að hjartavöðvinn, þessi eini og sanni, fer að slá. Og hveiju slær hann? Jú, hann slær gleðitilfmningu um þig alla(n) vegna þess að þú upp- götvar að þú ert lifandi! J.B.H. VOLVO 850 y 1“^ ) 'íjr * '.íif \ —_i -J DÁ DÁ ii Styrktaraðili Reykjavíkurman iþons f-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.