Alþýðublaðið - 06.04.1967, Blaðsíða 4
1
Ritstjóri: Bcnedikt Gröndal. Simar 14900—14903. — Auglýsingasimi;.
14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Ilverfisgötu, Rvík. — Prentsraiðja
Alþýðublaðsins. Sírni 14905. — Áskriftargjald kr. 105,00. — í lausa-
sölu kr. 7.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Gamlar hugsjónir og nýjar
ÆSKAN í stjórnarflokkunum hópaðist til að hlusta
á kappræður ungra jafnaðarmanna og Heimdellinga
um þjóðnýtingu, opinberan rekstur og verðgæzlu.
Enda þótt ríkisstjórnin hafi ekki borið svip af inn-
byrðis deilum, eru stjórnarfiokkarnir að sjálfsögðu
ósammála um margt, þar á rneðal þetta efni.
í ræðum ungra jafnaðarmanna kom það skýrt fram,
að þeir hafa eins og flokksbræður þeirra um heim
allan horfið frá þeirri hugmynd 19. aldar sósíalista,
, að þjóðnýta eigi öll framleiðslutæki. í þess stað aðhyll
ast jafnaðarmenn nú blandað hagkerfi, þar sem opin-
loer rekstur, samvinnurekstur og einkarekstur er notað
hlið við hlið eftir því hvað bezt hentar hverju verk-
efni. Þjóðnýting er ekki takmark, heldur leið að tak-
marki jafnaðarmanna. Þeir hika ekki við að breyta
'um leiðir í baráttu sinni þegar þjóðfélagsaðstæður
breytast, en markmiðið er óbreytt.
Þrátt fyrir þetta hefur hugmyndinni um opinberan
rekstur aukizt mjög fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn
.meðal annarra stutt hana í stórum stíl. Ræðumenn
ungra jafnaðarmanna sýndu fram á, hvernig ríkis-
rekstur hefur á síðustu árum farið vaxandi. Islenzk
stóriðja er ríkiseign, til dæmis Sementsverksmiðja
ríkisins (sem skammsýnir íhaldsmenn vilja selja ein'
staklingum), og nú berst einn ráðherra Sjálfstæðis-
manna fyrir því að gera Aburðarverksmiðjuna ó-
tvíræða ríkiseign. Seðlabankinn er voldug ríkisstofn"
un, sem hefur gífurlegt vald í efnahagslífinu, og er
þessi banki meira vii'ði sem opinber reltstur en þjóð-
nýting hundrað smáfyrirtækja. Þá hefur ríkið með
jpátttöku Sjálfstæðismanna hafið stórfelldustu íbúða"
hyggingar í sögu þjóðarinnar, og hefði það einhvern
ííma verið kallað sósíalismi.
Þannig mætti lengi telja dæmi þess, að ríkisrekst-
ur er ekki aðeins mikill á íslandi heldur hefur hann
íarið ört vaxandi á undanförnum árum, ekki einungis
•vegna baráttu Alþýðuflokksins, heldur oftast með
fullri þátttöku Sjálfstæðismanna og annarra flokka.
Þegar litið er á þessa þróun, verða hin stóru orð
Heimdellinga og annarra íhaldsmanna í Sjálfstæðis-
flokknum á rnóti þjóðnýtingu harla léttvæg. Þessir
menn halda dauðahaldi í gamlar íhaldskreddur gegn
þjóðnýtingu, en taka ár eftir ár þátt í að efla og
styrkja opinberan rekstur.
Jafnaðarmenn eru í þessum efnum hreinskilnari.
Þeir hafa endurskoðað hinar gömlu hugmyndir um
að þjóðnýta allt. Þeir segja í stefnuskrá sinni, að
þeir vinni að blönduðu hagkerfi, þar sem opinberum
rekstri, samvinnurekstri og einkarekstri sé beitt
jöfnum höndum þannig, að rekstur atvinnutækjanna
sé fyrir hagsmuni þjóðarheildarinnar en ekki gróða
einstaklinga, eins og' Heimdellingar krefjast.
4 6. apríl 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ /
Simi
21240
HEILDVFRZLUNIN
HEKLA hf
Laugavegi
170-172
KOMIÐ, SKOdlÐ OG REYNSLUAKIÐ
Nú geium v/ð boBið Volkswagen-bíl,
sem kostar 136.800,- krónur
Hvers konar bíll er það?
Nýr VOLKSWAGEN 1200
Hann er með hina viðurkenndu
1.2 lítra vél, sem er 41.5 h.a. —
Sjólfvirku innsogi — Al-sam-
hraðastilltur fjögurra hraða gír-
kassa — Vökva-bremsur.
Hann er með: Rúðusprautu —
Hitablóstur ó framrúðu é þrem
stöðum — Vindrúður, til að fyr-
irbyggja dragsúg í loftræstingu
— Tvær hitalokur við fótrými að
framan og tvær afturí.
Hann er með: öryggislæsingar
á dyrum — Hurðahúna, sem eru
felldir inn í hurðarklæðningu,
og handgrip á hurðum.
Hann er með: Stillanleg fram-
sæti og bök — þvottekta leður-.
líkisklæðningu á sætum — Plast-
klæðningu í iofti — Gúmmímott-
ur á gólfi — Klæðningu á hiið-
um fótrýmis að framan.
Hann er msð: Krómaða stuðara
—- Krómaða hjólkoppa — Króm-
lista á hliðum.
Þér getið fengið VW 1200 í
perluhvítum,
Ijósgráum,
rubí-rauðum
og bláum lit.
Og verðið er
kr. 136.800,—
t>
á krossgötum
★ STÆRSTI
TÚRISTAHÓPURINN.
Nýlega birtu dagblöðin fróðlega
skýrslu um gjaldeyristekjur íslendinga af útlend-
um ferðamönnum og fjölda þeirra á árinu sem
leið. Ég hef nú ekki lengur handbærar tölurnar,
en tekjurnar þóttu umtalsvex-ðar og ferðamanna-
fjöldinn nam tugum þúsunda, ef ég man rétt.
Stærsta túristahópsins var þó ekki getið, enda
nokkuð annars eðlis og gefur lítið í aðra hönd,
kemst þess vegna ekki á skýrslur um ferðamál
eða gjaldeyristekjur. Ég á hér við vorfuglana. —
Þrátt fyrir það finnst mér ástæða til að minna á
þessa ágætu ferðalanga, sem koma hingað í þús-
undatali á sumri hverju og halda fyrir okkur
konserta ókeypis úti um mýri og móa.
Nú fer einmitt sá tími í hönd
að þessara góðu gesta sé von, þeir fyrstu ættu
jafnvel að vera komnir, ef allt væri með felldu
um tíðarfarið, má enda vera að einhverjir hafi
þegar tyllt fæti við suðurströndina, þótt ekki
hafi af því frétzt. Höfuðborgarbúar veita lóunni
að jafnaði fyrst athygli og í ungdæmi mínu þótti
það einatt frétt til næsta bæjar, þegar hún sást
í fyrsta sinni eða í henni heyrðist. Spóinn var
hins vegar alltaf einna seinastur á ferðinni, enda
áttu þá að vera úti öll hret.
i
★ ÓVENJULEG
TOLLSKOÐUN. 1
Sem ég sit og hripa niður þessar
línur, flytur útvarpið þær fréttir, að tveir ágætir
fuglafræðingar íslenzkir hafi verið sendir til
Surtseyjar og eigi að dvelja þar næstu vikurnar
og fylgjast með fuglakomu til eyjarinnar og at-
huga hvað þeir kunna að hafa í fórum sínum.
Það hafa sem sé lengi verið uppi deilur um það
meðal grasafræðinga, hvernig íslenzka flóran sé
tilkomin á þessu afskekkta skeri, íslandi, leikur
jafnvel grunur á, að fuglar kunni að smygla hing-
að fræjum í fiðri sínu og innýflum. Þetta eiga
þeir félagarnir í Surtsey m. a. að athuga og verð-
ur fróðlegt að fylgjast með þessari óvenjulegu
tollskoðun.
Framhald á 10. síðu.