Alþýðublaðið - 09.04.1967, Side 5

Alþýðublaðið - 09.04.1967, Side 5
• Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 9. apríl 1967 5\líPMHin EDímO) Ritstjóri; Benedikt Gröndal. •— Eitstjóri Sunnudagsblaðs: Kristján Bersi Ólafsson. — Símar: 14900—14903. — Auglýsingasími 14906. Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Beykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Sími 14905. —' Askriftargjald: kr. 105,00. —- í lausa- sölu: kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Fyrsta áætlunin VORIÐ 1963 lagði ríkisstjórnin fram þjóðhags- og framkvæmdaáætlun fyrir næstu fjögur ár. Hafði þá í fyrsta sinn verið gerð tilraun til að gera fyrirfram heildarmynd af líklegri og æskilegri þróun efnahagsmála, en alveg sérstak- lega hvað framkvæmdir snertir. Þetta voru.í raun réttri fyrstu skref in, sem íslenzk stjórnvöld hafa stigið til að taka upp áætlunargerð í stórum stí/ Að því leyti er um uð ræða sögulega þróun, og er í því sambandi ástæða til að minnast þess, að vinstristjórnin gat ekki komið sér saman um að fara þessa leið. Þar stóðu framsóknarmenn í vegi og hindruðu upphaf áætlunarbúskapar —. en nú er „skipulag" orðið meginatr iði í stefnu þeirra. Rétt er að gera sér grein fyrir, að fyrsta þjóðhags- og framkvæmdaáætlun in er aðeins skref í áttina til áætlunar búskapar. í fyrsta lagi nær hún aðeins til þáttar ríkisins, en þar skortir alger lega sveitarfélög og einkastarfsemi í landinu. í öðru lagi er áaetlunin á eng an hátt bindandi, og mjög takmörkuð aðstaða til að beina þróuninni inn á brautir hennar. Fyrra atriðið, áætlunargerð sveitarfé' laga, er nú vel á veg komið. Það mátti heita næsta skrefið, og haf>a nú mörg sveitarfélög tekið upp áætlunargerð og fleiri koma vonandi á eftir. Er ekki síð ur nauðsynlegt, að eitthvert skipulag sé á framkvæmdum sveitarfélaga en ríkis ins, og kemur fram í þeim upplýsingum sem veittar voru á þingi í fyrradag, að fjárfesting sveitarfélaga hefur aukizt miklu meira en ríkisins og skortir þar eðlilegt samhengi á milli. Um aðstöðu til að beina þróun efna- hagsmála inn á brautir áætlunarinnar er það fyrst að athuga, að nálega allir liðir hafa farið fram úr áætlun (nema raforkuframkvæmdir vegna þess að Búr fellsvirkjun er einu ári síðar á ferð en búizt var við) — og hefur því lítið á framkvæmdina reynt. Þegar allt fer fram. úr þeim áætlunum, sem gerðar eru, hlýtur áð skapast misræmi, enda ekki ástæða til að sá viðbótarvöxtur hljóti að vera í sömu hlutföllum inn byrðis og áætlunin. Ef þróun efna'hags mála hefði ekki verið hagstæð, má telja víst að ríkisvaldið hefði beitt sér til að Iryggja, að markmiðum áætlunarinnar verði náð. Er þó hugmynd manna, að það gerist án þess allsráðandi ríkisVald setji höft á efnahagslífið. Má finna fyr irmyndir þess víða um Evrópu, hvernig frarakvæmd áætlana verður með mjög criálsum hætti. Veszlunin hefur opnað að Laugavegi H6, Reykjavík — Hús Egils Villi|áSmssonar — ÁSur Ríma Höfum nú sem fyrr á boðstólum úrval af alls- konar sport- og tómstundavörum og leikföng um. Ljósmyndavörur: Afga ' Braun - Edixa - Eumig - Kodak. Viðleguútbúnaður: Tjöld - Franskir svefnpok ar og íslenzkir svefn pokar. Dönsku Hammer holmsvindsængurnar. Veiðistangir: Kanadisku Major Rod Köfunartæki: Tauchteenik ME-Ð STÆRRA HÚSNÆÐI BÆTUM VIÐ ÞJÓNUSTU OKKAR hMJGMEGl HC> Sími 14390 -! Auglýsið í Alþýðublaðinu ^ , Sigurður Guðmundsson for- maður Sambands ungra jafn aðarmanna skrifar kjallara- Igreinina í dag og ræðir um : kappræðufund ungra jafnað armanna og Heimdellinga á dögunum. víða á verulegri framisýni. Þann- ig komst einn þeirra svo að orði, að fátæktin væri ekki leng- ur höfuðvandamál hins vestræna heims, heldur nauðsyn þess að tryggja mönnum félagslegt rétt- læti og trausta menntun. „í lýðræðisríkjum Vesturlanda er það ekki lengur aðalatriði í þörfum eða kröfum vinnand’ fólks, að lífskjör þess batni um tiltekinn hundraðshluta á ári, heldur að það njóti vaxandi ör- yggis um afkomu sína, aukins réttlætis að því er merkir stöðu þess í þjóðfélaginu og bætt skilyrði til menntunar og fyllri lífsnautnar", sagði ræðumaður. Hér er sleginn nýr tónn og í þessum dúr voru ræður okkar manna öðrum þræði. Hinum þræði bentu þeir á þau stór- felldu opinberu afskinti sem sjálf stæðismenn hafa vmist gengizt fyrir eða stutt, svik s.iálfstæðis- manna við kenningar þc rra um frjálsa verzlun og einkaframtak- ið — og þannig fram eftir göt- unum. Einn talsmaður ungra jafnaðarmanna kyað Reykjavík nii réttnefnda „Rauði bærinn“ — og ókyrrðist þá margur góður drengurinn í liði heimdellinga. Talsmenn ungra sjálfstæðis- manna sögðu, að Alþýðuflokk- urinn væri enn sami sósíalista- flokkurinn og forðum. Hann þættist að vísu hafa skipt nokk- uð um skoðun og kenningar hans ættu að heita frjálslyndari nú en áður og betur við læfi þjóðfélags tækni og vísinda. En hann væri samt enn við sama heygarðshornið og myndi þjóð- nýta flest fengi hann því ráð- ið. Sannanir fyrir tryggð Al- .þýðuflokksins við hugsjónir sósí- alismans mætti t.d. finna í nýleg um skrifum og orðum Emils Jónssonar, Gylfa Þ. Gísiasonar og síðast en ekki sízt ályktun- um 21. þings SUJ. Að fundinum loknum kemur í ljós hvernig til hefur tekizt af beggja hálfu. Umræðuefnið var „Þjóðnýting, opinber rekstur og verðgæzla“. Sjálfstæðismenn deildu hart á þessar hugmynd- ir, jafnt í orði sem á borði, og áttu auðsjáanlega von á þvi, að ungir jafnaðarmenn myndu verja þær með hnúum og hnef- um. En þeir gerðust ekki fyrst og fremst málsvarar þeirra, held ur bentu miklu fremur á nýjar leiðir, sem þjóna sama eða svip- uðum tilgangi og eru bæði nú- tímanum nauðsynlegar og í sam- ræmi við liann. Með slíkri fram- sýni smugu þeir úr greipum sjálfstæðismanna — og gömlu kennisetninganna — og gerðu jafnframt harða gagnárás á „auma blettinn": stuðning — og stundum forgöngu — Sjálfstæð- isflokksins við opinberan rekst- ur í bæjar- og landsmálum, bæði fyrr og síðar. Þá urðu sumir iila mát. — Loks má ekki gleyma því, að talsmenn beggja lýstu yfir einlægum stuðningi við grundvallarkenningar flokkana tveggja, en þó var sá höfuð- munur á, að liðsoddar ungra jafnaðarmanna lögðu áherzlu á ný viðliorf og nýjar leiðir en talsmenn heimdellinga virtust lít ið hafa lært og engu gleymt. Fundir sem þessir hafa mikla þýðingu fyrir þá, sem að þeim standa, og er sannarlega von- andi að þeim fari nú aftur að fjölga. Margvíslegt samstarf hef ur tekizt með pólitísku æsku- lýðssamtökunum undanfarin ár og það hefur yfirleitt heppnazt vel. Því ætti að taka upp á ný kappræðufundi, ef til vill einn-- ig í breyttu formi. Enginn vafi er á því, að þeir hafa sitt gildi, bæði fyrir samtökin og þátttak- endur sjálfa.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.