Alþýðublaðið - 09.04.1967, Síða 9
s
Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 9. apríl 1967
og ég geri allt sem ég get til að
verða hraust. Mig dreymir um að
dansa í Svanavatninu. Ég hef séð
það meira en hundrað sinnum, og
ég kann hverja hreyfingu. Það er
æðsta þrá lífs míns að fá að
dansa Odette-Odile.”
Hún er nýgift aftur, kvikmynda
framleiðandanum John Sullivan,
og býr í London. En hún gleym-
ir aldrei fjölskyldu sinni í ísra-
el. Hún var elzta barnið, og þeg-
ar faðir hennar dó fór hún að
vinna fyrir heimilinu. Fyrsta sem
hún ge’rði þegar hún fékk mikla
peninga fyrir kvikmynd var að
láta byggja yndislegt hús handa-
móður sinni og systkinum. „Þeg-
ar ég var lítil sagði ég við
mömmu, að ég ætlaði að byggja
ógurlega fínt hús handa henni
þegar ég væri orðin stór og rík.
Mamma hefur unnið mikið um
ævina og oft átt erfitt, en aldrei
hefur hún kvartað, og hún gaf
börnunum sínum ást, sem ekki
Framhald 11. síðu.
„ÞEGAR hún er komin í gang
— hamingjan hjálpi okkur!”
George Roy Hill, leikstjóri nýj-
ustu kvikmyndar Julie Andrews,
Hawaii. „Mitt aðalverk er að
hafa taumhald á henni, sefa hana,
stilla hana. Hún er svo áköf og
tilfinningaheit, að henni hættir
mest til að ýkja og yfirleika. En
hæfileika skortir hana ekki.”
Julie Andrews hefur fleira en
yndislega söngrödd. Hún er á
góðri leið að verða fyrsta flokks
skapgerðarleikkona. Og í Torn
Curtain, næstsíðustu mynd sinni,
var hún talin of „sexy” fyrir al-
mennan markað. í Hawaii er hún
aftur indæla, stillta stúlkan; þar
leikur hún. eiginkonu trúboða frá
öldinni sem leið.
Söngröddin varð upphaf frægð-
arferils hennar, Hún var aðeins
sjö ára gömul, þegar hún fyrst
vakti athygli, qg móðir hennar,
Barbara, og stjúpfaðir, Ted And-
rews, ákváðu að láta hana læra
að syngja. Tólf ára var hún orðin
víðþekkt sem undrabarn. Faðir
hennar, Ted Wells, minnist henn-
ar sem „elskulegrar telpu. Hún
var grönn og létt í hreyfingum,
róleg og jafnvæg í skapi.”
En Julie segir: „Mér fannst ég
alveg hryllilega ljót. Það var tek-
in af mér reynslukvikmynd þegar
ég var tólf ára, og þeir reyndu
að láta þessa ólaglegu, hjólbein-
óttu fuglahræðu með útstandandi
tennurnar líta út eins og Shirley
Temple. Það tókst náttúrlega alls
ekki.”
Faðir hennar segir, að hjóna-
skilnaður foreldra hennar hafi
haft mjög truflandi áhrif á hana.
En Julie kallaði stjúpföður sinn
alltaf pabba (hann lézt sl. ár) og
þótti ákaflega vænt um hann.
Nítán ára gömul lék hún í The
Boy Friend, en tuttugu og eins
árs lék hún og söng aðalhlutverk
ið í My Fair Lady, hlutverkið sem
gerði hana að stjörnu. Af óskilj
anlegum ástæðum fékk hún ekki
að leika það í kvikmyndinni, þótt
hún hefði vakið geysilega hrifn
ingu með túlkun sinni bæði í Bret
landi og Bandaríkjunum. En hún
fékk sárabætur: Mary Poppins,
The Americanization of Emily,
The Sound of Music — þessar
myndir gerðu Julie Andrews að
einni af stærstu stjörnunum í kvik
myndaheiminum, og nú hefur hún
tvö ár í röð verið efst á vinsælda
listanum í Bandaríkjunum.
Hún fær rúmar fjörutíu milljón
ir (ísl. kr.) fyrir hverja mynd sem
hún leikur í. Hawaii er nýkomin á
markaðinn, það er verið að ljúka
við Thoroughly Modem Millie, og
bráðlega á Julie að leika Gertrude
Lawrence í kvikmynd um ævi og
feril hinnar dáðu Broadway-
stjörnu.
Frægðin hefur fært henni auð
æfi, nýtt hús í Hollywood og hin
eftirsóttu Oscar-verðlauri. En
tau'gaspennan hefur einnig tekið
sinn toll. í október sl. lár skildi
Julie við mann sinn, Tony Walt
on, eftir sjö ára hjónaband. „Störf
okkur toguðu okkur hvort í sína
áttina,“ segir hún. „Við erum enn
góðir vinir, en einhvern veginn var
hjónaband okkar orðið nafnið
tómt.“
Julie hefur á tilfinningunni, að
hún hafi eytt miklum hluta æv
innar á flótta undan sjálfri sér.
„Það er erfitt að vera raunveru
leg manneskja í þessu gervilífi
frægðar og umtals. Ég held, að ég
sé að byrja að ná jafnvægi núna
og sjá hlutina í réttu ljósi. Holly
wood hefur breytt mér, ég þurfti
að venjast þessum hraða og látum
og kynnast sjálfri mér á nýjan
leik. Nú er ég að fá innri ró, og
um leið finn ég, að ég get gefið
meira í leik mínum. Og ég er far
in að finna til ábyrgðar gagnvart
fólkinu sem kemur að sjá mynd
irnar mínar.“
Roamer
i
100% vatnsþétt
V erksmið juábyrgð
Gæðin eru
óvéfengjanleg.
Kornelíus.
Jónsson.
úra og skartgripa-
verzlun.
Skólaörðustíg 8
ÚTBOÐ
Byggingasamvinnufélag atvinnubifreiðastjóra,
óskar eftir tilboðum í smíði eftirfarandi:
1. Útidyrahurðir
2. Eldhúsinnréttingar.
Hvort tveggja í fjölbýlishúsi nr. 14—22 við
Fellsmúla. — Útboðsgagna má vitja í dag og á
mánudag á skrifstofu byggingarfélagsins að
Fellsmúla 14—22, gegn 1 þús. kr. skilatrygg
ingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudag
inn 18. apríl kl. 11 f.h.
SKIPAÚ.TÍieR® RIKISINS
M.s. Esja
fer vestur um land til Akur-
eyrar 13. þ.m. Vörumóttaka ár
degis á mánudag til Patreksfjarð
ar, Tálknafjarðar, Bíldudals,
Þingeyrar, Flateyrar, Suðureyrar
ísafjarðar og Akureyrar
Farseðlar seldir á miðvikudag.
M.s. Blikur
fer austur um land hringferð
13. þ.m. Vörumóttaka árdegis á
mánudag til Hornafjarðar, Dúpa
vogs, Breiðdalsvíkur, Stöðvar-
fjarðar, Fáskrúðsfjarðar, Reyðar
fjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarðar,
Seyðisfjarðar, Borgarfjarðar,,
Vopnafjarðar, Bakkafjarðar Þórs
hafnar, Raufarhafnar, Kópa-
skers, Húsavíkur, Akureyrar og
Skagastrandar.
Farseðlar seldir á miðviku
dag.
SERVÍETTU-
PRENTUN
SfMX 32-101.
ÖKUMENN!
Látið stilla í tíma,
áður en skoðun hefst.
Hjólastillingar
Mótorstillingar
Ljósastillingar
Fljót og örugg þjón-
usta.
BÍtASKOÐUN &
STILLING
Skúlagötu 32
Sími 13-100.
Ofnkranar,
Tengikranar,
Slöngukranar,
Blöndunartæki.
Burstafell
byggingavöruverzlun
Réttarholtsvegl 3.
Síml 3 88 40. '