Alþýðublaðið - 09.04.1967, Qupperneq 13

Alþýðublaðið - 09.04.1967, Qupperneq 13
Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 9. apríl 1967 ÖJJíAyAG.SBÍ.0 'Hiil 4IS85 O. S. S. 117 Snilldar vel gerS og hörku- spennandi, ný, frönsk sakamála mynd. Mynd í stíl við Bond myndirnar. Kerwin Mathews Nadia Sanders. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum. Sumarið með MONIKU Ein af beztu myndum Ingmar Bergmans. Harriet Andersson Sýnd kl. 6,50 og 9 — Ein í hendi — tvær á flugi — JERRY LEWIS. Sýnd kl. 5 TEIKNIMYNDASAFN Sýnt kl. 3 SEOJRE J_______________ EiNANGRUNARGLER FIMM ÁRA ABYRGÐ Söluumboð: SANDSALAN S.F. Elliðavogi 115. Síini 30120. Pósthólf 373. Massey - Fe’rguson DRÁTTARVÉLA og GRÖFUEIGENBUR Nú er rétti tímmn til a6 láta yfirfara og ger& við vélamar fyrir vorið. Massey Ferguson-víð- gerðaþjónustu annast Vélsmiðja Eysteins Leífssonat hf. Síðumúla 17. sími 30662. ^fjtnnuiaarinjöuí S.ÁRS. BEDRICH (1824- ÞEIR munu fáir, sem á annað borð hafa eyra fyrir tónlist, sem ekki leggja við hlustirnar, þegar þeir heyra forleikinn að Seldu brúðinni eða Moldau, í morgun- eða miðdegisútvarpinu. Fjörið er svo smitandi og þrótturinn svo gneistandi, en samt svo þýður og mildur. Fá verk eru aðgengilegri J:örnum, unglingum og öðrum þeim, sem eru að byrja að hlusta á tónlist, enda oft á efnisskrá nemendatónleika. Unga stúlku þekki ég, sem alltaf, áður en hún varð tal- andi, heimtaði að leikin vaeri „pomm-pomm” platan. Það var Moldau. Þeim, sem sáu tékkneska óperuflokkinn, sem hingað kom fyrir nokkrum árum og sýndi Seldu brúð- ina í Þjóðleikhúsinu, er óperan e.t.v. sér- lega hugstæð. Slavneskir dansar Dvoraks, sem mjög oft heyrast í útvarpinu eiga sér líka aðdáendahóp tónelskra unglinga, sem gleðjast og lifna, er þeir heyra seiðandi tóna þeirra. Smetana sótti fyrirmyndir sínar í sveita- söngva þjóðar sinnar, sem þróað hafði með sér tónlistarhefð í aldaraðir og fóstrað marga tónsnillinga. Lög Tékkanna eru ekki eins þunglyndis- leg og þau pólsku og ekki eins dulúðug og þau rússnesku. Þau bera svipmót lands síns, grænna hlíða, krystalstærra lækja, frjósamra akra og snyrtilegra þorpa, þetta eru söngvar og dansar, fjörugir og kátir, þótt af og til heyrist hin angurværu sakn- aðarstef, sem einkenna alla slavneska tón- list. Smetana var sonur alþýðunnar og sagði í tónum sögu föðurlands síns, þjóðsögur, sagði frá gléði þjóðar sinnar og sorgum. Selda brúðurin er, talin einhver bezta gamanópera, sem samin hefur verið. í henni lyftir hann hinu alþýðlega hljóðfalli polkans upp á sama listræna svið og Chopin marzurka og Johan Strauss valsinum. Því miður eru alvarlegu óperurnar hans Dali- bor og Libuse lítt þekktar utan heimalands hans. í Föðurland mitt, óði til fósturjarðar- innar brennur ættjarðarást hans. Verklð er sex symfónisk ljóð. í hinu fyrsta, Vyse- brad, lýsir hann tímum hinna fornu kon- m-- SMETANA 1884) unga Bæheims. í öðru, því þekktasta, — Moldau, — fylgir hann straumi hins fagra fljóts, sem rennur gegnum litrík þorp í hátíðabúningi, hlustar á næturljóð vatna- dísanna og heilsar loks hátíðlega gömlu Praha, sem rís á árbökkunum og vitnar um forna frægð. Sarka: í því heyrum við gömlu skáldin flytja kvæði sin við undir- leik hörpunnar. í Á Bæheimsvöllum og -lundum skynjum við' hina heillandi nátt- úrufegurð landsins. í Tabor heyrist vopna- brak trúarbragðastríðanna á dögum Hússít- anna. Blamík myndar að lokum umgjörð um verkið og hljómar eins og hátíðlegur sigursöngur, sem boðar trú á endurreisn tékkneskrar þjóðar. Úr lífi mínu er alger andstæða Föður- lands míns. Verkið er fallegur og við- kvæmnislegur strengjakvartett spróttinn beint upp úr sálardjúpi höfundar. 13 Lifsganga Smetana var raunaleg. Þeim mun aðdáanlegri er lífskraftur hans, sem yfirvinnur alla erfiðleika, sem verða á vegi hans og gerir honum kleift að halda sitt strik í blíðu og stríðu. Þjóðrækni sú, sem speglaðist í fyrstu verkum hans, vakti illan bifur austurrísku yfirvaldanna, sem reyndu að bæla niður sérhverja skilnaðarhreyf- ingu. Utanlands var aðeins einn maður, sem eitthvað var í spunnið — Liszt. Smetana flúði heimaland sitt og settist að í Svíþjóð árið 1856. En svo virtist, sem andi hans væri enn að verki í ættlandi hans, því að þar áttu sér breytingar stað. Öll þjóðin tók höndum saman um að safna fé til að reisa þjóðleikhús í Praha. Smet- ana, sem hafði dreymt um slíkt hús alla ævi, varð fyrsti forstjóri þess. Húsið var hátíðlega vígt árið 1866. En hamingjan varð skammvinn. Örlögin lustu hann hart. Ógæfa bæði Beethovens og Schumanns kom yfir hann: Hann misti heyrnina árið 1874 og andaðist sturlaður árið 1884. En sól tékkneskrar tónlistar var komin á loft, ekkert megnaði að slökkva hana og því vermir hún enn, úng hjörtu á ísa köldu landi. — G. P. tók saman. Ðie MoldaU :VUnv.OSmeinna !■'. 1 Kj: H C 1 - 81 c S á V iit6UN E R r H'.t.n A R A i O N ! KR < UHIIItllU f'h', /l 'MiiA./.iI/í AÐALFUNDUR B.I.F. og Farfugladeildar Reykjavíkur verður haldinn mánudaginn 10. apríl kl. 8,30 s.d, í Farfuglaheimilinu, Laufásvegi 41. Stjórnirnar. Hafnarfjörður Kranastjóri óskast til starfa á Michigan — bílkrana. Upplýsi'ngar gefnar í síma 52119 eða 50492 og á skrifstofu hafnarstjóra, Strandgötu 7. Hafnarstjórinn í Hafnarfirði Auglýsing LAX OG SILUNGSSEIÐI Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði hefur til sölu laxaseiði af göngustærð svo og kviðpokaseiði til afgreiðslu í maí og júní. Ennfremur eru til sölu silungsseiði af ýmsum stærðum. Þá mun Laxeldisstöðin hafa laxahrogn til sölu í haust Pantanir á seiðum og hrognum óskast sendar Veiðimálastofnuninni, Tjarnargötu 10, Reykjavík, hið allra fyrsta. Laxeldisstöð ríkisins

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.