Alþýðublaðið - 20.04.1967, Page 11
l=RStsfióri Örn Eidsson
Tvær ungar og efnilegar
stúlkur vöktu mesta athygli
Hrafnhildur Kristjánsdóttir og Ellen
Ingvadóttir sigruðu i 5 greinum af 8
Unga kynslóðin vakti mesta at-1
bygli á Sundmóti KR, sem háð
var í Sundhöllinn í fyrrakvöld.
Tvær stúlkur úr Ármanni, þær
Ellen Ingvadóttir, sem aðeins er
14 ára og Hrafnhildur Kristjáns-
dóttir, sem er einu ári eldri sigr-
uðu í fimm einstaklingsgreinum
af átta, sem keppt var í á mót-
inu. Báðar settu þær met í sín-
um aldursflokki, Ellen, sem er
sérstaklega efnileg sundkona setti
telpnameí (aldursflokkurinn 13—
14 ára) setti met í 200 m. bringu-
sundi, synti á 3:04,2 mín. og jafn-
aði metið í 100 m. bringusundi,
synti á 1:25,4 min. Auk þess varð
hún þriðja í 100 m. skriðsundi.
Mesta athygli vakti sigur Ell-
enar i 200 m. bringusundi, en
hún sigraði m.a. methafann Hrafn
liildi Guðmundsdóttur, ÍR, sem
að vísu er ekki í æfingu. Annars
verður að telja það hæpið, að
láta þessa bráðefnilegu sundkonu
taka þátt í þrem erfiðum grein-
um á tæpum klukkutíma. Stíl Ell-
enar er hægt að lagfæra mikið
og þá fer hún að ógna metum
Hrafnhildar í bringusundi.
Hrafnhildur Kristjánsdóttir er
í mikilli framför, enda hefur hún
æft vel í vetur. Hún sigraði í 100
m. skriðsundi á 1:05,1 mín., sem
er 9/10 úr sek. lakari tími en met
Hrafnhildar Guðmundsdóttur.
Þetta er bezti tími Hrafnhildar á
vegalengdinni og nýtt stúlknamet
(aldursflokkurinn 15—16 ára).
Hrafnhildur setti auk þess stúlkna
met í 100 m. baksundi og náði
bezta tíma ársins, 1:18,9 mín.
Þriðji sigur þessarar kröftugu
og skemmtilegu sundkonu var í
100 m. flugsundi, en hún hafði
geysilega yfirburði og synti á
1:20,1 min.
Af eldri kynslóðinni vakti Guð-
mundur Gíslason, Ármanni mesta
GÍasgow Rangers sigraði Slavia,
Sofíu í gær 1:0 í fyrri leik liðanna
í undanúrslitum í Evrópukeppni
toikarmeistara. Willoughby skoraði
markið á 32. mínútu.
Lokomotivet, Leipzig, Austur-
- Þýzkalandi sigraði Kilmarnock,
Skotlandi í fyrri leik liðanna i
borgariceppni Evrópu með 1:0.
Leikurlnn fór fram í Leipzig.
U
Guðm. Þ. Harðarson, Æ.
athygli, en hann sigraði örugg-
lega í 100 m. bringusundi á
1:13,6 mín., sem er hans bezti tími
á vegalengdinni. Met Harðar B.
Finnssonar ÍR 1:11,1 mín. er þó
ekki í hættu enn. Guðmundur
synti fyrsta sprettinn fyrir Ár-
mann í 4x50 m. bringusundi og
millitími hans, 33,3 sek. er hans
bezti tími á þeirri vegalengd. Met
Harðar er 32,4 sek.
Guðmundur Þ. Harðarson, Ægi
hafði allmikla yfirburði á 2:09,4
mín., en met hans er 2:08,0. Guð-
mundur er augsýnilega í góðri æf-
ingu og líklegur til enn meiri af-
reka í vor.
Keppnin í 4x50 m. bringusundi
karla var geysispennandi milli
Ármanns og SH. Þeir fyrrnefndu
tóku forystuna strax í upphafi og
héldu henni þar til á síðasta
spretti, að Gesti Jónssyni tókst að
fara fram úr Einari Kristinssyni
og snerta bakkann einu sekúndu-
broti á undan. Báðar sveitirnar
syntu á betri tíma en íslenzka met
ið, sem Ármann átti. Tímarnir
voru 2:20,1 og 2:20,2 mín. Met
Ármanns var 2:20,7 mín. Methaf-
ar SH eru Gunnar Kristjánsson,
Árni Þ. Kristjánsson, Erling Ge-
orgsson og Gestur Jónsson,
Drengjasveit Ægis, sem hlaut
þriðja' sæti setti nýtt drengjamet,
synti á 2:28,5 mín. Gamla metið
sem Ármann átti var 2:31,6 mín.
í 4x50 m. skriðsundi sveina
(aldursflokkurinn’ 13 — 14 ára)
sigruðu KR-ingar örugglega, en
Ægir var í öðru sæti.
HELZTU ÚRSLIT:
200 vi. bringusund kvenna: mín.
Ellen Ingvadóttir, Á 3:04,2
Hrafnhildur Guðmundsd. ÍR 3:08,5
Elín B. Guðmundsd. Á 3:22,2
100 m. baksund stúlkna: mín.
Hrafnhildur Kristjánsd. Á 1:18,9
Sigrún Siggeirsd., Á 1:20,8
Ingunn Guðmundsd. Self. 1:25,4
Guðmunda Guðm.d. Self. 1:31,4
200 m. skriðsund karla: mín. j
Guðm. Þ. Harðars. Æ 2:09,4
Guðm. Gíslas. Á 2:14,5
Gunnar Kristjánss. SH * 2.22,2
Logi Jónsson KR 2:22,8
100 m. bringusund stúlkna mín.
Ellen Ingvad. Á 1:25,4
Ingibjörg Haraldsd. Æ 1:28,7
Elín B. Guðmundsd. Á 1:30,5
Sigrún Siggeirsd. Á 1:30,5
100 m. bringusund sveina
13 — 14 ára: mín.
Sigmundur Stefánss. Self. 1:28,2
Karl Alfreðss. ÍA 1:31,4
Reynir Vignir Á 1:33,8
Sveinn Jóhannss. SH 1:35,7
100 m. skriðsund kvenna: mín.
Iírafnhildur Kristjánsd. Á 1:05,1
Ingunn Guðmundsd. Self. 1:10,5
Ellen Ingvad. Á 1:14,7
Ingibjörg Haraldsd. Æ 1:18,2
100 m. bringusund karla:
Guðmundur Gíslas. Á
Leiknir Jónss. Á
Gestur Jónsson Á
Fylkir Ágústss. Vestra
4x50 m. skriðsund sveina: mín.
Asveit KR 2:22,5
Sveit Ægis . 2:25,7
Sveit Selfoss
A-sveit SH
2:2tf,4
2:28,4
100 m. flugsund kvenna: mín.
Hrafnhildur Kristjánsd. Á 1:20,1
Sigrún Siggeirsd. Á 1:32,7
Sólveig Guðmundsd. Self. 1:38,6
Sæunn Strange, SH 1:42,0
i
4x50 m. bringusund karla: mín.
Sveit SH 2:20,1
A-sveit Ármanns 2:20,2
Drengfasveit Ægis 2:28,5
B-sveit. Ármanns 2:29,1
4ÁM3A . unds -Ivoruiti
WFTIEIDIR
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Loftleiða hf. verður haldinn föstu
daginn 19. maí n.k., kl. 2 e.h. í Hótel Loft-
leiðir.
DAGSKRÁ:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. önnur mál.
Hluthafar fá atkvæðaseðla í aðalskrifstofu
Loftleiða á Reykjavíkurflugvelli, fimmtudag-
inn 18. maí. Þeir, sem enn hafa ekki vitjað
jöfnunarhlutabréfa sinnaværu beðnir að koma
með gömlu hlutabréfin um leið og aðgöngu-
miðarnir eru sóttir.
Sjtórn Loftleiða hf.
....
Auglýsing
Frá BSemaskálanum við N ýbýlaveg.
Sumardaginn fyrsta 1967
Láttu blómin tala, er ferð á vinarfund
Láttu blómin tala á helgri vígslustund
Láttu blómin tala í björtum sólarsal
Já, láttu blómin tala, er gleðja á mey og hal.
Láttu blómin tala, þá lífið ljósið sér
Láttu blómin tala, þá lífið héðan fer
Láttu blómin tala, þá blæða sorgarsár
Já, láttu blómin tala, þá orðaforði er fár.
Láttu blómin tala öll þín ævispor
Láttu blómin tala, það eykur þrótt og þor
Láttu blómin tala, þá skapast sálarró
Já, láttu blómin tala, þau tala ávallt nóg.
BLÓMAS KÁLINN.
!Í
V,
(
I1
d
c
d
20. apríl 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
-JM