Alþýðublaðið - 27.04.1967, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 27.04.1967, Qupperneq 4
Ritstjóri: Benedikt Gröndal. Simar 14900—14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hveríisgötu, Rvík. — Prentsmiðja Aiþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 105.00. — í lausa- sölu kr. 7.00 eintakiO. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Hvílíkt fúafen! ÞAÐ ER VIÐURKENND staðreynd, að velmegun undanfarinna ára stafar af mikilli framleiðslu þjóðar- innar, fyrst og fremst í sjávarútvegi, og hagstr- verðlagi á útflutningsafurðum. Það er einnig viðurkennd staðreynd, að síðustu mán uði hefur verðlag afurðanna lækka>ð verulega og er afleiðing þess stórfellt tap, sem fyrst kemur niður á útflutningsatvinnuvegunum. Stundum hefur mátt lesa í blöðum stjórnarandstöð- unnar, að þetta sé fyrirsláttur >af hendi ríkisstjórn- arinnar. Verðlag útflutningsafurða sé viðunandi og jafnhátt meðaltali nokkurra ára. Síðustu daga Alþingis fékkst viðurkenning frá leið- togum stjórnarandstöðuflokkanna á því, að hér sé um alvarlegt vandamál að ræða. Þegar þingið fjallaði um útflutningsgjald það, sem lagt er á sjávarafurðir (og rennur til ýmissa þarfa útgerðarinnar sjálfrar), flutti Lúðvík Jósefsson breytingartillögu þess efnis, að þetta gjald skyldi lækkað verulega á útfluttum síldar- afurðum. Eysteinn Jónsson var fljótur að spretta á fætur og lýsa samþykki við tillöguna. í raun og veru var þetta tillaga um mikla opinbera hjálp til síldarút* vegsins og taldi Lúðvík þá hjálp vera nauðsynlega vegna lækkandi verðlags erlendis. í þessari tillögugerð fólst játning á því, sem ríkis- stjórnin hefur siagt þjóðinni, að stundarerfiðleikar stafi af alvarlegum verðlækkunum á aðal útflutnings- vörum okkar. Slíkar sveiflur koma íslendingum ekki á óvart. Þjóð in hefur búið við breytilegt aflamagn og breytilegt afurðaverð í þúsund ár. Hitt er nýtt, að þetta áfall hefur ekki haft 'alvarleg áhrif á efnahagslíf þjóðarinnar. Fyrir fáum árum heíði sllkt tjón þegar í stað valdið gjaldeyrisskorti, hert hefði verið á höftum og dregið saman í innflutn- ingi og framkvæmdum. Nú hefur þetta eklci gerzt. Vegna gjaldeyrisvara- sjóðsins hefur innflutningur haldið áfram óhindrað og framkvæmdir eru geysimiklar. Það er enginn kreppu svipur á íslenzku þjóðfélagi. Þctta er nýtt. Þessi styrkur til að standa af sér and- streymi hefur ekki verið til í íslenzku atvinnulífi fyrr en nú á tímum viðreisnarinnar. Þetta er stórfelld breyting til góðs í lífi þjóðarinnar, öryggi, sem hún hefur' elrki þekkt fyrr. Tíminn sagði í gær, að atvinnulíf íslendinga væri fúafen. Starf kaupfélagsstjóra við Kaupfélag Berufjarðar, Djúpavogi. er laust til umsóknar og veitist frá 1. júní n.k. Umsóknir ásamt nauðsynlegum upplýsingum send- ist Gunnari Grímssyni, starfsmannastjóra S.Í.S. eða Elís Þórarinssyni, stjórnarformanni félagsins. W VANTAR BLAÐBURÐAR- FÓLK í EFTIRTALEN HVERFI: MIÐBÆ I og II HVERFISGÖTU EFRI HVERFFSGÖTU NEÐRI LAUGAVEG NEÐRI GNOÐARVOG KLEPPSHOLT KLEPPSHOLT RAUÐARÁRHOLT BRÆÐRABORGARSTÍG LAUGARTEIG LAUGARÁS FRAMNESVEG ★ NÁTTÚRUNAFNAKENN- INGIN OG FRÆÐI- MENNIRNIR. Furðu hljótt hefur verið um fyrir- lestra Þórhalls Vilmundarsonar prófessors um náttúrunafnakenninguna, sem hann flutti í Háskól- anum í vetur. Ekki virtist þó skorta áhugasama áheyrendur. Á öllum fyrirlestrunum fjórum var fullt hús út úr dyrum og komust faerri að en vildu. M. a. sá ég ekki betur en þar sætu innarlega á bekkjum ýmsir helztu páfar og prelátar íslenzkrar tungu og sagnfræði meðal þjóðarinnar, auk minni spámanna og áhugamanna úr öllum stéttum þjóð- félagsins. Enda var hér á ferðinni nýstárleg kenn- ing, sem brýtur verulega í bága við hefðbundnar skoðanir á sögu þjóðarinnar á landnámsöld, en tek- ur einnig til málþróunarinnar í ríkum mæli, að mér skilst. Auðvitað er ekki leikmanna að dæma um svo flókin vísindi, heldur fræðimanna, og þá fyrst og fremst sagnfræðinga og málfræðin- Vera má hins vegar, að þeim finnist erfitt um vik að fella dóm um málið, örnefnarannsóknir eru skammt á veg komnar hér á landi og gögn liggja ekki fyrir nema að litlu leyti. ★ AFMÆLISÚTGÁFAN OG ÖRNEFNAORÐABÓK. Nýlega hafa verið lagðar fram tillögur um hvernig bezt verði minnzt 1100 ára búsetuafmælis þjóðarinnar í landinu árið 1974. Talsverðar umræður hafa orðið um tillögurnar meðal almennings og þær sætt nokkurri gagnrýni, sem eðlilegt má teljast. T. d. hafa ýmsir orðið til að gagnrýna hugmyndina um 58 binda útgáfu á úrvali úr bókmenntum þjóðarinnar, gömlum og nýjum. Ég tel mig ekki meiri bindindismann á fagrar bókmenntir en gengur og gerist, en hrædd- ur er ég um, að svona stórfellt bókmenntafyllirí kynni að enda með skelfingu. Þetta yrðu fráleitt minna en 300—400 þúsund eintök, líklega meira. Hætt er við, að lítið seldist af allri þessari bóka- kássu, margir hljóta að eiga verkin fyrir í ein- • hverri mynd, og verulegur hluti upplagsins mundi þess vegna lenda á einhverjum Listamannaskála- markaði fyrr eða síðar. Athyglisverðar ábendingar hafa hins vegar komið fram um útgáfuna, m. a. að styrkja ýmsa merkilega útgáfustarfsemi, sem lengi hefur verið á döfinni, en ekki náð í höfn vegna fjárhagsörðugleika. Því til viðbótar vildi ég aðeins leyfa mér að minna á örnefnarannsóknirnar og útgáfu örnefnaorðabókar. Færi einmitt vel á að tengja slíka útgáfu þessu merkisafmæli, örnefna- rannsóknir snerta í grundvallaratriðum sögu og tungu þjóðarinnar, eins og minnzt hefur verið á og skýrt kom fram í fyriríestri Þórhalls Vilmund- arsonar um náttúrunafnakenninguna í vetur. Steinnj Ja, hvílikt íúafen! 4 27. apríl 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.