Alþýðublaðið - 23.05.1967, Page 5

Alþýðublaðið - 23.05.1967, Page 5
Gylfi Þ. Gíslason: Ríkisútvarp, Þjóðleikhús, Sinfóníuhljómsveit RÍKISÚTVABPIÐ má hiklaust telja eina af mikilvægustu og áhrifamestu mcnningarstofn- unum þjóSarinnar. Starfsemi þess hefur ver- ið aukin á undanförnum áratug. Dagskráin hefur bæði verið lengd og gerð vandaðri en áður var. Árið 1956 mun hafa verið útvarpað í um það bil 10 stundir á dag. Nú er út- varpað í um það bil 15 stundir daglega. 1956 voru rekstrarútgjöld útvarpsins 11,6 millj. kr. en í fyrra námu þau 58 millj. kr. Þá hefur nú verið hafinn rekstur íslenzks sjónvarps. Það hófst 1. september sl. eftir aðeins tveggja ára undirbúning og má það teljast til einsdæma I nálægum löndum. 1. september n.k. mun dagskrá sjónvarpsins verða komin í það horf, sem henni er fyrir hugað fyrst um sinn, en ákveðið hefur verið að sjónvarpa 6 daga í viku. Telst sjónvarpið þá verða tekið til starfa í endanlegu formi. Stofnkostnaður sjónvarpsstöðvarinnar í Reykjavík, að meðtöldum undirbúningskostn- aði, mun ncma tæpum 80 millj. kr., og hef- ur allt það fé fengizt greitt af aðflutnings- gjöldum af innfluttum sjónvarpstækjum. En ríkisstjórnin tók þá skynsamlegu ákvörðun á sínum tíma, að tekjur af aðflutningsgjöldum af innfluttum sjónvarpstækjum skuli ganga til greiðslu stofnkostnaðar sjónvarpsins. Hins vegar skal rekstrarkostnaður þess greiddur með tekjum af afnotagjöldum og auglýsing- um. Gert er ráð fyrir því, að árlegur rekstr arkostnaður sjónvarpsstöðvarinnar verði milli 40 og 50 millj. kr., miðað við 6 daga sjónvarp í viku. Tekjur af aðflutningsgjöld- um munu hins vegar áfram verða notaðar til þess að greiða stofnkostnað dreifikerfis- ins um landið. Hafa þegar verið reistar ýms ar litlar endurvarpsstöðvar, sem dreifa sjón- varpsefninu um Suðurland og Vesturland. Á- kveðið hefur verið að byggja aðalendurvarps- stöð dreifikerfisins um landið, stöðina á Skálafelli, endurvarpsstöð á Vaðlaheiði fyrir Akureyri og umhverfi hennar, og endmrvarps stöð á Eiðum, sem mun verða hornsteinn dreifikerfisins fyrir Austurland. Fé er tryggt til þessara framkvæmda. Hins vegar er um að ræða ýmis tæknivandamál í þessu sam- bandi, og gera þarf nákvæmar mælingar til þess að komast að raun um, hvaða fram- kvæmdaaðferðir eru beztar frá tæknisjónar- miði. Er unnið að þessum málum, og verður áherzla á það lögð, að teygja sjónvarpskerf- ið um landið eins ört og framkvæmanlegt Til skamms tíma hafði Þjóðleikhúsið að- eins tekjur af helmingi skemmtanaskatts. Það var hins vegar orðið ónógt. Fyrir tveim árum voru því teknar upp beinar fjárveitingar á fjárlögrum til rekstrar Þjóðleikhúss- ins. 1956 nam rekstrar- kostnaður þcss 8 millj. kr. Nú í ár mun hann nema 23 millj. kr. Starf- semi Leikfélags Reykjavíkur hefur og verið Framhald á 14. síðu. (slensk mennta- mál í áratug TILBOÐ OSKAST í nokkrar fólks'bifreiðar og Volkswagen sendi ferðabifreið er verða sýndar að Grensásvegi 9, miðvikudaginn 24. nóv. kl. 1—3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. Sölunefnd Varnarliðseigna. Dregið hefur verið í happdrætti Skíðalyftunnar á ísafirði og kom upp númer 4586. Vinningurinn er bif reið áf gerðinni Vauxhall Viva, árgerð 1967. Vinningshafi snúi sér til Braga Ragnarsson- ar, sími 570 eða 574, ísafirði. F?ADI®NETTE tækin eru byggð fyrir hin erfiðustu skilyrði ÁRS ÁBYRGÐ Radionette-verzlunin Aðalstræti18 sími 16995 Aðalumboð: Einar Farestveit & Co. hf. Vesturgötu 2. I Fiskurinn sem þér veiðið er aldrei langt frá heimahöfn yðar. Þetta stóra fiskvinnslufrystiskip er sér- staklega byggt til að taka á móti og frysta nýveiddan fisk frá veiðiskipum og flytja hann til hafnar. Lengd ............ 99,4 m. Breidd ........... 14,0 m. Dýpt, miðskipa .... 7,2 m. Særými, fulllestað 5.060 tonn Djúprista, fulllestað 5,3 m. Burðarmagn .... 2500 tonn Rúmmál lesta 3.270 rúmm. Ganghraði .... 14 hnútar Úthaldstími .. 60 dagar Úthaldsvegalengd 6.500 mílur. Fiskvinnslan er sjálfvirk, fiskurinn frystur í blokkir pakkaður og komið fyrir í lestum skipsins. Ppplýsingar: BORGAREY H F . Símar 81020, 34757. Moscow G-200 — USSR. - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 23. mal 1967

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.