Alþýðublaðið - 04.06.1967, Page 2

Alþýðublaðið - 04.06.1967, Page 2
2 4. júní 1967 — Sunnudags AlþýðublaSiö Flugfélag fslands þrítugt ÞAÐ þykir ekki tíðindum Sæta á Islandi í dag þótt flug- vélar lendi, á hinum ymsu stöð um á landinu, og flytji sex til átta hundruð farþega, né held- ur þykja það tíðindi þótt nokk ur hundruð farþegar fljúgi daglega milli íslands og ann- arra landa. Miklu frekar iþykir það fréttnæmt ef flugið af ein- ihverjum ástæðum tefst, far- þegar eða vörur komast ekki til ákvörðunarstaðar á fyrir- fram ákveðinni stundu. Fyrir þrjátíu árum ihefði það þótt lélegur sp'ámaður sem spáð hefði því, að árið 1966 flyttu íslenzkar flugvélar yfir 300 þús. farþega, innan lands og milli landa. Og trúlega hefði 'heldur ekki verið tekið mark á þeim, sem hefðu sagt að árið 1967 myndu Íslending- ar taka í notkun flugvél sem flygi til Kaupmannahafnar á rúmlega tveimur og 'hálfri klukkustund og yrði 15 mínút ur milli Keykjavíkur og Akur- eyrar. Og það var einmitt á Akur- eyri sem ævintýrið byrjaði. Kannske væri réttara að segja að íslenzka flugævintýrið, því ævintýri er það líkast, hefði byrjað með tilkomu fyrsta ís- lenzka flugfélagsins, Flugfé- lags íslands, sem stofnað var árið 1919, mótast og iþróast með starfsemi Flugfélags is- lands 1928-31 en orðið að veru leika með stofnun Flugfélags Akureyrar, núverandi Flugfé- lags íslands árið 1937. Svo sjálfsagt sem okkur finnst flugið í dag, og undar- legt að hugsa sér daglegt líf án þess, þá þótti fólki fyrir þrjátíu árum síðan undarlegt að hugsa til þess að flugið, sem lengi var sérgrein ofur- huga og ævintýramanna yrði hagkvæmur atvinnurekstur, sem jafn'hliða því að standa undir sér fjárhagslega, stór- bætti alla aðstöðu þjóðarinnar í landinu, bæði inn á við og einuig varðandi samskipti við aðrar þjóðir. Þessu sjónarmiði átti Agnar Kofoed Hansen eftir að kynn- ast, er hann árið 1936 kom heim frá flugnámi. í Reykjavík vildu menn ekki leggja fé í slíkt ævintýrafyrirtæki sem stofnun flugfélags var, enda kannske í fersku minni örlög Flugfélagsins, sem varð að hætta starfsemi vegna kreppu •og óhappa árið 1931. Á Akureyri tóku menn máli Agnars betur og þar var fé- lagið stofnað af 15 hluthöfum hinn 3. júní 1937. Hlutafé var kr. 20 þús. Fyrstu stjórn skip- uðu, Vilhjálmur Þór þáverandi kaupfélagsstjóri, formaður, Guðmundur Karl Pétursson, sjúkráhúslæknir og Kristján Kristjánsson, forstjóri B.S.A. Framhald á 14. síðu. GAMLI TIMINN mm AÐALFUNDUK Varúðar á vegum var haldinn 29. apríl s.l. og kom þar fram, a'ð starfsemi féJagsins hefur verið umfangsmik il. Hafa vca-ið1 haldnir marcír fundir og; námskeið á vegum fé- lagsins. Varúð á vegum hefur einnig heitið Framkvæmdanefnd hægri umferðar sitt lið, varðandi undirbúning varðandi breytingu á umferðarreglum. Haukur Kristjánsson, fyrrum formaður samtakanna, flutti skýrslu stjórnar. Bifreiðatrygginga félögin lögðu fram kr. 500 þús. til samtakanna og Slysavarnafé- lag íslands lét þeim í té ókeypis húsnæði og starfsmann, og eftir nauðsynlegar breytingar var skrif- stofan opnuð .í húsi SVFX á' Grandagarði. Seldi 38 fyrsta daginn Gunnar S. Magnússon listmálari opnaði málverkasýningu í nýbyggingu Menntaskólans síðastliðinn föstudag. Hann sýnir þar nokkuð á annað hundrað myndir. Aðsókn hefur verið mjög mlkil að sýningunni, og strax á föstudaginn seldust 38 mynd- ir..-tt- Sýningin veröur opin í tíu daga. Framkvæmdastjóri hefur mætt á ýmsum fundum og námskeiðum á vegum aðildarfélaga. Góðaksturs keppni var haldin á Húsavík og reiðhjólanámskeið á Siglufirði. Einnig voru haldnir fræðslufund- ir víðs vegar um landið. Samþykkt var að kaupa 42 þús. endurskinsmerki til dreifingar í skóla og hlaut slíkt góðar undir- tektir skólanna. Unnið hefur ver* Framhald á bls. 14.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.