Alþýðublaðið - 04.06.1967, Side 3

Alþýðublaðið - 04.06.1967, Side 3
Sunnudags AlþýðublaÖið — 4. júní 1967 3 76 milljónir til íbúðabygginga í 30 kaupstöðum og kauptúnum STJÓRN Byggingasjóðs verkamanna ákvað á fundi* sínum x gær lánveitingu til að byggjai 165 nýjar íbúð-l ir í 30 kaupstöðum og kauptúnum á landinu. Nemur lánaveitingin 76 milljónum króna, og er hér um að ræða stærstu lánveitingu sjóðsins til þessa. Ákvörðun þessi er byggð á því, að ríkisstjórnin hefur á- kveðið að beita sér fyrir fjáröfl- un til viðbótar eigin tekjum sjóðs- ins, svo sem nauðsynlegt kann a'ð reynast til að hægt verði að full- nægja lánsloforðum þessum. Stjórn Byggingasjóðs verka- manna skipa þessir menn: Eggert G. Þorsteinsson, Þorvaldur Garð- Andreas sendur til USA? GRISKA herforingjastjórnin liefur tilkynnt, að reynt verði að senda Andreas Papandreou, son Georgs PaPandreou, fyrrverandi forsætisráðherra, til Bandaríkj- anna, þar sem Andreas hefur dvalizt langdvölum og starfað sem hagfræðiprófessor. Styliano‘ Pátakos, innanríkisráðherra, sagði í ræðu fyrir skömmu, að vera kynni, að Andreas Papan- dreou yrði sendur til Bandaríkj- anna að afstöðnum réttarhöldum yfir honum, hvcrt sem hann yrði sekur fundinn eða sýknaður. ar Kristjánsson, Gunnar Helga- son, Finnbogi Rútur Valdimars- son og Eysteinn Jónsson. Eggert G. Þorsteinsson félags- málaráðherra sagði í viðtali við Alþýðublaðið, að undirbúningur þessarar miklu lánveitingar hefði að vísu tekið lengri tíma en bú- izt var við, en hefði loks fengið farsælan endi og bæri að fagna því. Þegar lægju fyrir umsóknir frá 30 kaupstöðum og kauptún- um á landinu, en vitað væri, að fleiri hefðu í hyggju að sækja urn lán og yrðu þær umsóknir teknar fyrir jafnóð.um og þær bær ust. Ríkisstjórnin hefði samþykkt að útvega það fé sem á’ vantar annað hvort með lánum eða nýj- um tekjustofnum. Eggert sagði að lokum, að á- samt starfsemi Framkvæmda- nefndar byggingaáætlunar væri þessi nýja lánveiting Byggingar- sjóðs verkamanna stórt skref í rétta átt í húsnæðismálum lág- launafólks. BLAÐH) Washington Post held ur því fram í dag, að Johnson forseti hafi reynt að telja um fyr- ir Nasser og' fá hann til að loka ckki innsiglingunni til Akabaflóa. Fortölur Johnsons hafi engan ár- angur borið og muni það líklega leiða til þess, að Bandaríkin beiti Frá setningu Uppeldismálaþings í gærmorgun. Uppeldismálaþing hófst í gærmorgun UPPELDISMALAÞING á veg- um Félags íslenzkra barnakenn- ara og Landsambands framhalds- skóla hófst í Melaskóla kl. 10 í valdi til þess að fá Nasser til að Rær- Viðstaddir voru mennta- láta undan. málaráðherra, borgarstjórinn í Gylfi Þ. Gíslason. Jón Ármann Héðinsson. Karl Steinarr Guðnason. UNGT FÓLK I HAFNARFIRÐI FUJ í Hafnarfirði efnir til fundar í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði þriðjudaginn 6. júní og hefst fundurinn kl. 20,30. Ávörp flytja: Gylfi Þ. Gíslason ráðherra, Jón Ármain Héðinsson viðskiptafræðingur og Karl Steinarr Guðnason kennari. Síðan verða frjálsar umræður og fyrirspurnum svarað. Allir eru velkomnir á fundinn og er ungt fólk í Hafnarfirði og nágrenni sérstaklega hvatt til þess að fjölmenna og kynna sér skoðanir Alþýðuflokksins. . , . Reykjavík, fræðsluráð borgarinn- ar, skólastjórar og kennarar. Skúli Þorsteinsson form. SÍB setti þingið. Hann þakkaði mennta málaráðherra margvíslega vin- semd og stuðning við kennara- stéttina og gat um aðalmál þessa 14. þings, sem er: Þjóðernið, skól- inn og uppeldið, en framsögu í því hafði Þórhallur Vilmundar- son prófessor. Skúli kvað skóla- starfinu of þröngur stakkur skor- inn með ítroðslu, sem miðaðist við próf, en of litla rækt vera lagða við hið félagslega starf og efl- ingu þjóðernis. Þetta kynni að lag- ast með lengingu skólatímans. — Landið kallaði á ræklunarstörf, þau ættu að vera fastur liður í skólastarfinu. Þá flutti menntamálaráðherra ávarp, talaði um lestrarkunnáttu í tvennum skilningi. Ekki væri nóg að þekkja stafina, heldur þyrfti að lesa og lesa mikið til menntunar og ánægju. Ekki veitti af á tímum hraða að sækja sér ró í bókina, eiga hana að vini, sækja í hana fróðleik um liið liðna og fylgjast með framþró- un hins nýja tíma. Þetta ættu skólarnir að kenna, því hefðu kennararnir miklu hlutverki að gegna. Að lokum þakkaði ráð- herra kennarastéttinni góð sam- skipti á liðnum árum og árnaði henni heilla. Því næst tók til máls Þórhallur Vilmundarson prófessor. Hann kvað ekki að ástæðulausu að þingið tæki þjóðernismálin til meðferðar. Vandi væri á höndum á tímum greiðra samgangna og fjölmiðlunartækja. Framhald iá 15. síðu. T edder látinn London 3. júní (NTB-Reuter). TEDDER Iávarður, yfirliers- höfðingi í brezka flughernum og liægri hönd Eisenhowers árið 1943-1945, lézt í dag á heimili sínu í Suður-Englandi. Hann var 76 ára. að aldri. Herforingjar, sem unnu með Tedder lávarði telja, að stjórn- kænska hans og lagni hafi átt sinn mikla þátt í sigri í loft'orrust- urn á Miðjarðarhafssvæðinu í síð- ari heimsstyrjöldinni. í fyrra sendi hann frá sér sjálfs ævisögu, þar sem hann gagn- rýndi marga leiðtoga frá stríðs- tímanum, — þeirra á meðal Montgomery lávarð. Arthur William Tedder fæddist árið 1890 í Skotlandi. Hann var aðlaður 1946. Eftir síðari heims- styrjöldina var hann herráðsfor- maður í flughernum, þar til hann lét af störfum 1950.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.