Alþýðublaðið - 04.06.1967, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 04.06.1967, Qupperneq 9
Sunnudags Alþýðublaðið -- 4. júní 1967 d MILLS VEX UPP er orðin að ungri leikkonu lítið eitt á föður sinn, hinn ó- gæta leikara, John Mills. „Það hefur sannarlega haft sitt að segja fyrir mig, að fá' mína eigin íbúð út af fyrir mig,” segir hún. „Mér finnst ég frjálsari en áður, sjálfstæðari og hafa meiri ábyrgðartilfinningu. Hvað þrosk- ann snertir, veit ég ekki — maður verður ekki fullorðinn bara við að eiga tuttugu og eins árs afmæli. Ég er hrædd um, að það sé nauð- synlegt að fá töluverða lífs- reynslu áður en maður getur tal- izt fullorðin manneskja.” Hayley bjó áður hjá foreldrum sinum úti í Richmond, nokkru fyrir utan London. „En ég var allt af að nauða á þeim að leyfa mér að fá íbúð sjálf. Ekki svo að skilja, að okkur hafi komið illa saman — nei, þvert á móti, ég get ekki hugsað mér sameinaðri og ástríkari fjölskyldu en okkar. En mig langaði að spila upp á eigin spýtur. „Pabbi og mamma voru alveg á móti því til að byrja með. En svo þurfti pabbi að fara til Holly- wood að leika í nýrri mynd, og auðvitað vildi mamma fara með honum. Hún fer alltaf með hvert sem hann fer. Það þýddi, að við Jonathan hefðum orðið ein eftir í þessu risahúsi þar sem maður verður að labba níu hundruð tröppur eða svo til að komast í cldhúsið, ef hann langar að sjóða sér egg eða smyrja brauðsneið. „Þá er einhver munur að at- hafna sig í þessari pínulitlu í- búð, þar sem maður verður að ganga út á hlið eins og krabbi til að reka sig ekki á veggi eða hús- gögn. í Richmond höfðum við nóga húshjálp, en hér geri ég allt sjá'lf. Mér finnst það skemmtileg tilbreyting. Ég býð vinum mínum í mat, og ég hef gaman af að vera eldabuska, þó að ég sé eng- inn snillingskokkur.” Hayley verður að hugsa um lín- urnar, því að kvikmyndastjörnur mega aldrei verða grammi of þungar, og í rauninni þurfa þær alltaf að vera fimm kílóum fyrir neðan eðlilega þyngd, vegna þess að kvikmyndavélin sýnir þær breiðari á tjaldinu en þær eru í raun og veru. „Kvikmyndavélin getur verið ægileg,” segir Hayley. „Ég þurfti að leika eitt nektaratriði í The Family Way, og þá fann ég það' bezt. Ég sat í eins konar setu- baðkeri, atriðið var mjög vel tek- ið og ekki á neinn hátt hneylcsl- anlegt, en mér leið alveg hrylli- lega þegar ég sá sjálfa mig. . „Mér fannst ég eins og fugla- hræða, ekkert nema bein og þau útistandandi eins og ég veit ekki hvað. Ég varð að megra mig fyrir myndina, af því að ég var of búlduleit, en þegar kinnarnar voru orðnar sæmilega innfallnar var ég líka orðin grindhoruð. „Það sem fór alveg með mig í því atriði var einn af ljósamönn- unum sem sat uppi á palli hátt fyrir ofan mig. Þarna sat ég í baðkerinu allsnakin, og þarna sat pilturinn fyrir ofan mig — og las dagblað. Ég get svarið, að hann leit ekki upp úr því eitt augna- blik. „Þetta fannst mér fullmikið af því góða. Ég hugsaði með mér bálvond: ,Ja hérna! Hef ég þá alls engan kynþokka? Hér sit ég allsber í baðinu, og hann lítur ekki upp úr krossgátunni sinni!’ Þá þóttist ég vita, að ég myndi aldrei slá út Sofiu Lören eða Framhald á 13. síðu. Ný sending af Terrylene kápum og hötfum BERNHARD LAXDAL Kjörgarði. Gagnfræðaskóli Garðahrepps óskar eftir að ráða kennara í íslenzku og er- lendum tungumálum. Óskir umsækjenda um sérstaka fyrirgreiðslu þurfa að berast skóla- nefnd fyrir 1. júlí n.k. Nánari upplýsingar gefur skólastjórinn, Gunn- laugur Sigurðsson, sími 51984 eða formaður skólanefndar, séra Bragi Friðriksson, sími 50839. SKÓLANEFND. HÚSEIGENDUR Tökum að okkur að annast frágang lóða, svo sem gangstéttalögn, hellur eða steypu. Kant- steinslögn og steypu, jarðvegsskipti, frá- rennslislagnir og malbikun með útleggjara og vibrovaltara. Vönduð vinna á vægu verði. — Leitið tækni- legra upplýsinga og tilboða í síma 36454 — milli kl. 13 og 18,30. Heimasímar: 37824 — 37757 — 41290. HLAÐPRÝÐI HF. Sænska harðplastið PERSTORP PLATTAN hefur hlotið gæðaviðurkenninguna. Ávallt fyrirliggjandi í miklu litavali. Getum útvegað hentugar stærðir til álímingar á hurðir. PLASTSKÚFFUR ásamt RENNIBRAUTUM. í fataskápa og eldhús. MJÖG IIAGSTÆTT VERÐ. SMIÐJUBÚÐIN Háteigsvegi — Sími 21222.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.