Alþýðublaðið - 07.06.1967, Side 7

Alþýðublaðið - 07.06.1967, Side 7
Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur: UR LIFEYRIS- OG SJUKRA TRYGGINGA1,4 MILLJARDAR Kðupmáttur ellilifeyris hjóna hefur tvöfaldazt síðan 1950 og kaupmáttur fjölskyldbóta 4 barna fjölskyldu þrefaldazt EITT öflugasta tækið til tekju- jöfnunar, sem ríkisvaldið hefur yfir að ráða í dag eru aimanna- tryggingarnar. Bætur lífeyris- trygginganna nema nú orðið rúmlega milljarð kr. á ári, en auk þess nema sjúkrabætur 400 millj. kr. í ár. Ríkið, sveitarfélög og atvinnurekendur greiða rúm- lega 3/4 af útgjöldum lífeyris- trygginganna en hinir tryggðu greiða tæplega 1/4. Hið opin- bera greiðir tæplega 2/3 af út- gjöldum sjúkratrygginganna og hinir tryggðu greiða rúmlega 1/3. Er því Ijóst, að hér á sér stað stórfelld tekjujöfnun. Árið 1967 er áætlað, að út- gjöld lífeyristrytgginga skiptist sem hér segir á hina ýmsu aðila: Ríkissjóður 601.2 millj, kr. Hinir tryggðu 273.8 — — Sveitarsjóðir 154.0 — — Atvinnurekendur 119.8 — — Alls 1148.8 millj.kr. (Ríkissjóður greiðir að fullu útgjöld vegna fjölskyldubóta, en önnur útgjöld lífeyristrygginga skiptast sem hér segir: Ríkið greiðir 36%, hinir tryggðu 32%, sveitarsjóðir 18% og atvinnu- rekendur 14%). Iðgjöld og framlög til sjúkra- trygginga eru á yfirstandandi ári áætluð sem hér segir: Hinir tryggðu 155.0 millj. kr. Ríkissjóður 170.5 — — Sveitarsjóðir 77.5 — — Alls 403.0 millj. kr. Fyrsta heildarlöggjöfin um al- mannatryggingar hér á landi var sett árið 1936 fyrir forgöngu Al- þýðuflokksins. Voru þá sett hin svonefndu alþýðutryggingalög. En 1946 voru sett lög um al- mannatryggingar, er fólu i sér stórfellda aukningu og endur- skipulagningu trygginganna. Bætur lífeyristrygginga námu árið 1947 36.6 millj. kr„ en sem fyrr segir eru þær í ár áætlaðar 1148.8 millj. kr. Segja þær tölur nokkra sögu um iþá gífurlegu aukningu, sem átt hefur sér stað á tryggingunum. Á sama tíma- :bili ‘hefur fjöldi bótaþega lífeyr- isbóta aukizt mjög mikið. Mestu máli skiptir þó, að- al- mannatryggingarnar hafa ekki aðeins aukizt vegna fjölgunar bótaþega heldur einnig vegna þess, að bætur á hvern bótaþega hafa stórhækkað að verðgildi til. Árið 1950 námu fjölskyldubætur fjögurra barna fjölskyldu 975 kr. á ári á öðru verðlagssvæði en. 1300 kr. á ári á fyrsta verðlags- svæði. Nú nema fjölskyldubætur 3961.14 kr. á hvert barn eða 15.844.56 kr. á fjögurra bama fjölskyldu. Hækkunin nemur í krónutölu 1525%. En á sama tímabili hefur vísitala neyzlu- vöruverðlags hækkað um 344.3%. Kaupmáttur fjölskyldu- bóta fjögurra barna fjölskyldu hefur því aukizt um 265.8%. á tímabilinu eða nær þrefaldazt (miðað við bætur ó, 1. verðlags- svæði en nú er verðlagssvæðið aðeins eitt). Aukning kaupmátt- ar bóta er mest á fjölskyldubót- um, en kaupmáttur annarra bóta lífeyristrygginga hefur einnnig aukizt. T. d. hefur kaupmáttur ellilífeyris aukizt um 92.6% á tímabilinu 1950—1966. Hefur al- mannatryggingunum því tekizt að verja bótaþega skaða verð- bólgunnar og þó nokkuð betur. Mesta aukning almannatrygg- inganna hin síðari ár varð 1960, er núyerandi stjórnarflokkar beittu sér fyrir-stórfelldri aukn- ingu almannatrygginganna. Rót- tækasta breytingin, sem þá var gerð var sú, að greiða fjölskyldu bætur með öllum börnum, en áður höfðu verið greiddar bætur með fyrstu tveim börnunum. — Einnig var þá ákveðið að ríkis- sjóður tæki á sig að fullu kostn- aðinn við útgjöld vegna greiðslu fjölskyldubóta. Hin síðustu árin hafa fjöl- skyldubætur ekki verið hækkað- ar að fuliu til samræmis við aukinn framfærslukostnað. Þess hefur hins vegar verið gætt í sambandi við aðrar bætur lífeyr istrygginga, að þær fylgdu alger lega hækkuðum framfærslu- kostnaði og hafa þær raunar hækkað meh-a eins og þegar hef ur komið fram. En ei að síður tel ég, að bætur öryrkja, gamal- menna og einstæðra mæðra Björgvin Guðmundsson. Alþýðublaðið hefur beðið Björgvin Guðmundsson, við- skiptafræSing, sem er varafor maður Tryggingaráðs, að skrifa grein um almannatryggingarn- ar. Birtiist greinin hér en hún leiðir í Ijós, að bætur almanna trygginganna hafa ekki aðeins stóraukizt að krónutölu heldur hefur kaupmáttur bótanna einn ig aukizt mikið. megi ekki lægri vera en þær eru í dag og þyrfti vissulega að nota fyrsta tækifæri til þess að hækka þær bætur nokkuð. Elli- og örorkulífeyrir hjóna er nú 60.195.90 kr. á úri, en elli- og örorkulífeyrir einstaklinga 33.442.18 kr. Mæðralaun eru tæp ar 3000 kr. á ári til mæðra með eitt barn en 16.000 kr. á ári til mæðra með 2 börn svo dæmi séu nefnd. Elli- örorku- og fjölskyldu- tryggingar eru stundum nefndar einu nafni þjóðtrygging. Hlut- verk þjóðtryggingarinnar er að koma í veg fyrir skort á elliárum eða þegar veikindi og slys ber að höndum. En þeirri skoðun hefur aukizt fylgi að setja beri mark- ið í þessum efnum hærra. Þess vegna er nú rætt um það hér á landi að koma á viðbótartrygg- ingu við þjóðtrygginguna, eftir- launatryggingu eða lífeyrissjóði fyrir alla iandsmenn eins og sagt er í daglegu tali. Hefur Harald- ur Guðmundsson, fyrrv. ráðh., athugað það mál fyrir ríkis- stjórnina. Um þetta merka efni hefur Haraldur m. a. xútað eftir- farandi: ,,Þótt mikið hafi áunnizt síð- ustu áratugina og segja megi með réttu, að þjóðtryggingin hafi veitt öllum, gömlum og fötl uðum frelsi frá beinum skorti, vex þeirri skoðun stöðugt fylgi, að hún sé þegar orðin ófullnægj- andi og ekki í samræmi við getu þjóðfélagsins né kjör vinnandi fólks. Hún tryggir aðeins lág- mark lífsnauðsynja. Þrátt fyrir lögboðnar lífeyrisgreiðslur og uppbætur verður meirihluti ör- yrkja og gamalmenna, allir þeir, sem ekki hafa safnað í kornhlöð- ur að sætta sig við tilfinnanlega breytingu á lifnaðarháttum, þeg ar starfsævi lýkur og búa við lífs kjör algerlega ósambærileg við lifskjor vinnandi fólks. Þeirra hlutskipti verður lægsta þrepið í tekjustiga þjóðarinnar án til- lits hversu langan og afkastamik inn starfsdag þeir eiga að baki. Þetta er þeim kvíða og áhyggju efni, jafnvel meðan þeir enn eru í fuliu fjöri. — Þetta telja ná- grannaþjóðir okkar á Norður- löndum algerlega óviðunandi með hliðsjón af vaxandi velmeg- un almennings og óþarft og á- stæðulaust með tilliti til síauk- inna þjóðartekna, framleiðni og framleiðslugetu. — Þegar einu marki er náð hefst sóknin að öðru hærra. Þjóðtryggingin hefur náð því marki að bægja á brott óttanum við sult og beinan skort ó elli- árunum. Nú er að því stefnt að vinnandi fólk þurfi ekki að kvíða því að verða að sætta sig við gerólík og lakari lífskjör, er vinnugetan er þrotin, með því að tryggja hverjum og ein- um á elliárum tekjur í hæfilegu hlutfalli við starfsgetu hans svo að breytingin á lifnaðarliáttum þurfi ekki að verða tilíinnanleg og hann geti búið við lífskjöj-, ekki ósvipuð þeim, er stéttar- bræður hans og starfsfélagar, sem yngri eru, búa við. Þessu marki er fyrirhugað að ná með því að auka við grunntrygging- una, sem allir njóta, eftirlaun- um ákveðnum í hæfilegu hlut- falli við laun og aðrar vinnu- tekjur hvers og eins. Þjóðtrygg- ingin verður þá grunntrygging, undirstaða eftirlaunatrygging- ar“. Þannig farast hinum mikla frumkvöðli trygginganna, Hai'- aldi Guðmundssyni, fyrrv. ráðh., orð. Eftir að Haraldur skilaði á- liti sínu um eftirlaunatryggingu eða lífeyrissjóð fyrir alla lands- menn til ríkisstjórnarinnar, sam þykkti stjórnin að beita sér fyr ir lagasetningu í því efni. Er það mál í undirbúningi. Þróun almannatrygginganna hefur verið svipuð hér á landi og á hinum Norðurlöndunum. Árið 1948 voru framlög til al- mannatrygginga sem hér segir í hlutfalli við þjóðartekjur ó hin um ýmsu Norðurlöndum: ísland Danmörk Finnland Noregur SvíþjócS 6.9% þjóðartekna 9.7% - 8.0% — 7.2% - 10.0% - En 1963 var hlutfallið þetta: ísland 10.5% þjóðartekna Danmörk 14.4% — Finnland 12.0% — Noregúr 14.4% — Svíþjóð 16.1% — Síðustu árin hafa fjölskyldu- bætur dregizt nokkuð aftur úr í þróun trygginganna hér á landi og er nauðsynlegt að gera sem fyrst átak í því efni að bæta úr því. Á hinum Norðurlöndunum hafa fjölskyldubætur þróazt nokkru meira en hér. í Dan- mörku eru þær nú greiddar með börnum og unglingum til 18 ára aldurs og í Svíþjóð fá ungling- ar, sem eru við nóm íjöiskyldu- bætur einnig til 18 ára aldurs. Á hinum Norðurlöndunum þrém- ur og þ. á. m. á íslandi eru fjöl- skyldubætur aðeins greiddar með börnum til 16 ára aidurs. I Noregi eru ekki greiddar fjöl- skyldubætur með 1. barni, en á hinum Norðurlöndunum ölium eru þær greiddar með öllum börnum. Á öllum hinum Norður- öndunum eru fjölskyldubætur til barna misjafnlega háar, yfirleitt stighækkandi. Hér á landi hafa fjölskyldu- bætur verið jafnhóar á hvert barn undanfarin ár. Er það um- deilt atriði hvort svo skuli vera. Og menn eru heldur ekki á eitt sáttir um það, hvort rétt sé; að Framhald ó 15. síðu! I 7. júní 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ '7

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.