Alþýðublaðið - 08.06.1967, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.06.1967, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 8. júní 1967 - 48. árg. 133. tbl. — VERÐ 7 KR. Alþýöuflokkurinn er frumkvöðull almannatrygginga: VILJ NATRYGGINGA Hannibal vill gef a komrnúníst- urn atkvæði HVAÐ felst í því að Hannibal leggur áherzlu á að fá lista sinn viðurkenndan sem GG-lista, þ. e. sem Alþýðubanda- lagslista, en vill ekki, að hann sé skoðaður sem utanflokka- listi? . í þyí felst, að atkvæðin verða reiknuð Alþýðubandalaginu við úthlutun uppbótarsæta, og geta því fleytt kommúnista á þing sem uppbótarþingmanni. Það er Hannibal sjálfur, sem endilega vill gefa kommúnist- unum atkvæði þau, sem hann fær! Það er kannske ekki von, að Þjóðviljinn og Lúðvík Jós- efsson, fáist til þess að neita því að taka við þeim, þegar Hannibal er svana áf jáður í að styrkja þá! llltllMtimilllllllll Framsókn og opinberir starfsmenn: Svört í stjórn- raub utan stjórnarl 1 ÞEGAIt Sigurður Ingimundar- son alþingismaður var formaður Bandalags starfsntanna ríkis og bæja á árunum 1956-1960 háði hann harða baráttu við Eystein Jónsson þáveramdí fjármálaráð- herra og launamálafulltrúa hans Kristján Thorlaeius í því skyni að fá fram kjarabætur fyrir opin bera starfsmenn «g þó fyrst og fremst í bví skyni að fá samn- ingsrétt fyrir opinbcra starfs- menn. En hoiium varð ekkert á- gengt. Þeir Eysteinn og Kristján ThorlaeiuB stóðu þar fastir fyrir. Kn þann samningsrétt sem opin- berir starfsmcnn nú hafa fengu þeir í Bamstarfstíð núverandi stjórnarflokka. Frá þessu skýrir Sigurður Ingimundarson 3. mað- cr A-Iistane í Reykjavík í viðtali á bls. 5 í dag. Sigurður segir, að í k'aramálum opinberra starfs- ínanna hafi Framsókn eins og í öðrum málum verið svört í stjórn en rauð utan stjórnar. Lífey rissjóðu r fyrir alla landsmenn er næsta sporið Engin löggjöf hefur haft jafngagnger áhrif á af- komu aimennings og almannatryggingalöggjöfin. Það var Alþýðuflokkurinn, sem fyrst beitti sér fyrir setningu slíkrar löggjafar. Öll framfaraspor, sem stig i-n hafa verið á þessu sviði, hafa verið stigin, þegar Alþýðuflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn. Ef Al- þýðuflokkurinn hlýtur traust í þessum kosningum mun hann notá aðstöðu sína fyrst og fremst til að efla tryggingarnar.. Veiztu það, lesandi góður að á þessu ári verða bótagreiðslur almannatrygginganna um 1500 milljónir króna? Þessar 1500 millj. kr. eru stærsti skerfur þjóð- félagsins til aukins réttlætis og vaxandi öryggis. Þetta réttlæti og öryggi átt þú Alþýðuflokkn- um að þakka. ur kaupmáttur bótanna aukizt mikið. Kaupmáttur fjölskyldubóta fjögurra barna fjölskyldu er nú næstum þrisvar sinnum hærri en hann var 1950. Kaupmáttur elli- lífeyris er næstum tvöfaldur viS það, sem hann var 1950. 1948 voru framlög til almannatrygg- inga 6,9% af þjóðartekjunum. í fyira höfðu þau aukizt upp í 10,5%. Vilt þú ekki lesandi góð ur, að haldið verði áfram að efla almanriatrygging- arnar? Framhald á 14. síðu. Almannatryggingarnar hafa ver ið stórauknar á undanförnum ár- um. Þýðingarmesta grein almanna trygginganna er LÍFEYRIS- TítYGGÍNGARNAR. 1959 námu bætur þeirra 154 millj. kr. A þessu ári munu þær nema ÍMÖ MILLJ. KRÓNA. Bætur SLYSATRYGGING- ANNA námu 1959 12 MILLJ. KR. Á þessu ári nema þær 45 MILLJ. kr. trtgjöld SJÚKRATRYGGING- ANNA námu 1959 86 MILLJ. KR. Á þessu ári munu þau nema 405 MILLJ. KR. Á undanförnum áratugum hef- Kommúnistar ætla að nota atkvæöi Hannibals HVORKI Þjóðviljinn né Lúðvík Jósefsson hafa vilj- að staðfesta, að Alþýðu- bandalagið ætli að telja I Hannibal bað iekki um að verai í sjónvarpi BLAÐ l-list'ans kvartar rrrjög undan því ranglæti útvarps- ráös, að leyfa ekki fulltruum l-listans að koma fram í sjón- varpi og útvarpi. En blaðið gleymir að skýra frá því að engín beiðni lá fyrir útvarps- ráði um það, að fulltrúar l-list ans kæmu fram. Ástæðan var auðvitað sú, að Hannibal taldi og telur enn, að listi sinn sé Alþýðubandalagslisti, og að sjálfsögðu datt Hannibal ekki í hug, að Alþýðubandalagið gæti fengið tvöfaldan tíma í sjónvarpinu og útvarpinu. ; '1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.