Alþýðublaðið - 09.06.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 09.06.1967, Blaðsíða 5
 Vinstri jafnaðarmaður skrifar: Við höfum reynt þig, Hannibal í SÍÐASTA tölublaði blaðs þíns hvetur þú vinstri Alþýðuflokksmenn til þess að ljá þér fylgi í kom- andi kosningum og reyna hvaða áhrif það hafi. ★ VIÐ hrifumst snemma af þér sem ungum manni. Virtum dugnað þinn, málsnilld og sköruleika. Við kusum því að' efla þigr til áhrifa innan Alþýðuflokksins. ★ OKKUR fannst, sem þú værir ákjósanlegur leið- togi þeirrar baráttu okkar — að sameina alla lýðræðissinnaða vinstri menn í einum og sama flokki, Alþýðuflokknum. Við börðumst því af öllum mætti fyrir fram- gangi þínum innan Alþýðuflokksins og utan. ★ SÚ barátta var oft hörð, því margir flokks- bræðiir okkar treystu þér ekki enda þótt þeir mætu þig á marga lund, en við trúðum þér, Hannibal og treystum. ★ BARÁTTA okkar bar þann árangur, að við feng um þig kjörinn formann Alþýðuflokksins árið 1952 og neyttum afls atkvæða okkar til þess að berja niður alla andstöðu gegn þér á flokks- þinginu. Þá færðum við þér hið langþráða vald, Hanni bal. ★ BARÁTTA okkar bar þann árangur, að mið- stjórn Alþýðuflokksins var skipuð traustum stuðn ingsmönnum þínum, eingöngu. Þá færðum við þér hina langþráðu aðstöðu, Hannibal. ★ BARÁTTA okkar bar þann árangur, að tþér var jafnframt fengín í hendur ritstjórn Alþýðublaðs- ins, stærsta málgagns flokks okkar. Þá tryggðum við þér hin langþráðu áhrif. Hannibal. ★ BARÁTTA okkar bar einnig þann árangur, að þú varst kjörinn forseti A.S.Í. árið 1954. Þá fengum við þér í hendur fjöregg íslenzkr- ar verkalýðshreyfingar, sem við höfðum náð úr greipum kommúnista. ★ TIL þess að tryggja samstöðu stuðningsmanna þinna, stofnsettum við félag, er við nefndum Málfundafélag jafnaðarmanna. Það félag átti að sjá um framkvæmd skoðana okkar og hug- sjóna innan Alþýðuflokksins. Það félag fengum við þér í hendur, Ilanni- balt ★ MEÐAL þinna fyrstu verka sem formaður Al- þýðuflokksins var, að þú lézt birta áskorun frá þér til Alþýðuflokksmanna í Kópavogi þess efn- is, að þeir greiddu framboðslista kommúnista atkvæði. Þá reyndum við hvernig þú beittir valdi þínu, Hannibal. ★ MIÐSTJÓRN Alþýðuflokksins, sem eingöngu var skipuð stuðningsmönnum þínum frá fornu fari, mótmælti þessari áskorun þinni. Þau mótmæli neitaðir þú að birta í Alþýðublaðinu, sem rit- stjóri blaðsins. Þá reyndum við hvernig þú beittir áhrifum þínum, Hannibal! ★ STUÐNINGSMENN þínir, bæði innan miðstjórn- ar og utan, hvöttu þig sem formann Alþýðu- flokksins til þess að lýsa yfir þeim sjálfsagða hlut, að Alþýðuflokkurinn stæði að baki löglega samþykktum framboðum Alþýðuflokksmanna um allt land. Því neitaðir þú eindregið. Þá reyndum við hvernig þú framfylgir lýð- ræðinu, Hannibal! ■k ÞEGAR þú glataðir trausti margra einlægustu stuðningsmanna þinna með þessum vinnubrögð- um og þér fannst vera farið að halla undan fæti fyrir þér í Alþýðuflokknum þá leiðtaðir þú samstarfs við kommúnista til þess að geta enn um sinn haldið einhverjum völdum einhvers staðar. Til þessara verka notaðir þú félagsskap þann. sem við höfðum fengið þér í hendur. Málfunda- félag jafnaðarmanna. Þá reyndum við drengskap þinn í verki, Hannibal! ★ ÞÚ neitaðir fram á síðustu stundu í ítrekuðum viðræðum við dyggustu stuðningsmenn þína úti á landsbyggðinni, að til stæði samstarf eða sam- vinna við kommúnista af þinni hálfu. Á sama tíma fullyrtir þú við viðsemjendur þína að stuðn ingsmenn þínir úti um land fylgdu þér að mál- um og myndu flestir þeir forystumenn Alþýðu- flokksins þar, sem þig höfðu stutt, fúslega taka sæti á framboðslistum kommúnista. Þá reyndum við hreinlyndi þitt, Hannibal! ★ ÞÚ gekkst til samvinnu við kommúnista og stofn aðir ásamt þeim stjórnmálaflokk, sem stefnt skyldi gegn okkur, gegn Alþýðuflokknum. Þú hefur sjálfur nú undanfarið lýst réttilega, bæði í ræðu og riti, samstarfsmönnum þínum í þeim flokki og í ljós hefur komið, hver áhrif lýðræð- issinnaðra vinstri manna í þeim samtökum eru, þegar til kastanna kemur. Þetta vissir þú allt saman fyrir, þegar þú lagðir hagsmuni lýðræðis- sinnaðra vinstri manna í sölurnar í samstarfi við kommúnista. Þá reyndum við hve hugsjónir okkar og skoð- anir stóðu föstum fótum hjá þér, Hannibal! ★ AÐ lokinni stofnun Alþýðubandalagsins færðir þú kommúnistum sem morgungjöf heildarsamtök verkalýðshreyfingarinnar í landinu. Það kom skýrt í ljós á síðasta þingi A. S. í. hverjir þar ráða. Þú barst fram tillögu um stjórn samtak- anna á breiðum grundvelli. Sú tillaga þín naut fylgis okkar Alþýðuflokksmanna, en var felld af þínum eigin mönnum, kommúnistum. Þá reyndum við hvað orðið hefur af sam- tökum launastéttanna í þínum höndum, Hanni bal! ★ ÞÚ lýsir því jafnframt yfir, að takmark þitt sé að sameina alla lýðræðissinnaða vinstri menn undir eitt merki. Alþýðuflokkurinn hefur gert ítrekaðar tilraunir til samkomulags við fylgis- menn þína í Alþýðubandalaginu. Alþýðuflokks- félagið sendi m. a. nú í vor Málfundafélagi jafn- aðarmanna bréf, þar sem hvatt var til sam- starfs. En þú kýst heldur að berjast fyrir því að kommúnistar hljóti uppbótarsæti á Alþingi fyrir þinn atbeina. Þá reyndum við hver hugur fylgir máli hjá þér, Hannibal! ★ ÞAÐ er rétt, sem þú segir í blaði þínu, að það sé draumur okkar Alþýðuflokksmanna að lýð- ræðissinnuð vinstri öfl sameinist í einum flokki, Alþýðuflokknum. Við teljum að leiðin til þess að svo megi verða sé ekki sú að fylgja þér. Við höfum reynt ÞIG, Hannibal! Stúdentsefni i Reykjavík mótmæla EINS og kunnugt er, hefur þjóð- hátíðarnefnd ákveðið að leggja niður hátíða'höld og dans á göt- um höfuðborgarinnar á þjóðhá- tíðardaginn, 17. júní. Þess í stað ákvað nefndin, að haldin skyldi samkoma í Laugardal um dag- inn, en að kvöldi þjóðhátíðar- dagsins yrði hver að sjá um sig sjálfur. Nú hafa öll stúdentsefni í R- vík, um þrjú hundruð ungmenni, scnt borgarstjóra bréf, þar sem þau mótmæla eindregið ákvörð- un mefndarinnar og skora jafn- framt lá 'hann að beita áhrifum sínum til þess, að ákvörðun þjóð hátíðarnefndar verði breytt í fyrra horf, enda telji þeir helgi dagsins glataða, ef farið verði að tillögum nefndarinnar. Hér fer á eftir bréf stúdents- efnanna: Hr. borgarstjóri, Geir Hallgríms- son. Við undirrituð stúdentsefni Menntaskólans í Reykjavík, vor- ið 1967 og stúdentsefni Verzlun- arskóla íslands, vorið 1967, mót- mælum hér með eindregið þeirri ákvörðun þjóðhátíðarnefndar að ieggja niður hátíðahöld og dans á götum miðborgarinnar að kvöldi þjóðhátíðardagsins, 17. júní. Jafnframt viljum við mót- mæla flutningi hátíðahalda dags ins úr hjarta borgarinnar. S. 1. laugardag birti eitt dag- blaðanna hér í borg frétt um breytingu á tilhögun hátíðahalda. í Reykjavík á þjóðhátíðardag- inn, 17. júní. Formaður þjóðhá- tíðarnefndar, Valgarð Briem, gat þess í viðtali við blaðið, að ákveðið væri að leggja niður all ar útiskemmtanir að kvöldi dags ins, auk þess sem önnur hátíða- höld yrðu flutt brott úr mið- bænum. Enginn rökstuðningur gaf til kynna réttmæti þessarar ákvörðunar, sem vekur almenna undrun og reiði borgarbúa. Jafn framt segir, að til þess sé ætlazt, að hver og einn skemmti sér eft- ir beztu getu um kvöldið í heima húsum eða á skemmtistöðum. Sízt skulu 'hér vanmetin ágæt störf þjóðhátíðarnefndar, sem m. a. mun beita sér fyrir hús- dýrasýningu og þjóðfatasýningu á bökkum sundlaugarinnar nýju í Laugardal. Okkur býður þó í grun, að allur annar blær verði yfir þessum hátí^ahöldum en verið hefur á undanförnum ár- um, auk þess sem ýmsir þeir, sem til þessa hafa tekið þitt í gleði dagsins, muni nú heima sitja. Liggja til þess gildar á- stæður. Framhald á 15. síðu. 9. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.