Alþýðublaðið - 09.06.1967, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 09.06.1967, Blaðsíða 11
Reykjavíkurmótið /967: Jafntefli FRAM: ÚRSLITALEIKUR Reykjavíkur mótsins fór fram í gærkveldi á Melavellinum, milli KR og Fram. Leiknum lauk með jafntefli og án þess að skorað yrði. Nýr leik ur er því á næsta leiti. Þrátt fyrir það, að ekki tækist að gera mörk, eða knýja fram úrslit, var leikur- inn æsispennandi á köflum, og toarátta mikil á báða bóga. Lið Fram er létt og leikandi' og höfuðstyrkur þess er baráttu- djörf framlína, en ekki að sama skapi traust vörn. Lið KR er hins vegar sterkast í vörninni, með Guðmund markvörð, sem beztan mann hennar. Framlínan er ekki að sama. skapi eins ,,afgerandi“ en lang bezti maðurinn þar er, eða var í þessum leik, Hörður Markan útherji. Segja má að fyrsta marktæki- færið kæmi á 30 mín. leiksins er Baldui' Scheving tók aukaspymu rétt utan við vítateig, og skaut að markinu, en Guðmundur varði naumlega á línu, eftir að boltinn hafði gengið milli manna. Skömmu síðar munaði svo mjóu, eftir KR-sókn, þar sem Baldvin sendi vel til Einars ísfelds, sem er í opnu færi, skýtur írekar laust en nettlega, en markvörðurinn grípur boltann á marklínu. Þessi tvö tækifæri voru þau beztu í fyrri hálfleiknum. í síðari hálfleiknum var mun snarpara að verki staðið. Og er um 16 mín. voru liðnar, fengu KR-ingar eitt sitt bezta tækifæri, upp úr horn spyrnu frá Herði Markan. Boltinn rann framhjá tveim framherjum KR, sem báðir voru í opnu færi, síðan til Gunnars Felixssonar, sem aftur sendi inn að markinu, til Einars ísfeld, sem stóð óvarð- ur á markteig og skaut „listilega hátt yfir.“ Lagleg sending frá Gunnar Fel- ixsyni stuttu síðar, en enn snotr- ari sneiðing boltans hjá Jóni Sig- urðssyni, hafði nærri skapað KR forystuna. en Þorbergur mark- vörður greip snildarlega inní á réttu augnabliki. Þá hafði hörkuskot Helga Núma 5. mín. fyrir leikslok getað snúið taflinu við, en boltinn skall í þverslá og hrökk út. Þrátt fyrir fullkominn vilja beggja um að knýja fram úrslit, er ekki hægt að segja að leikur inn í heild væri „harður“ þó kom fyrir atvik, sem ekki er hægt að segja að heyri til „drengilegum leikviðbrögðum“ en það var er Baldvin hægri framherji KR hóf sig skyndilega á loft og hljóp upp á herðar miðframherja Fram Sigurðar Friðrikssonar, og skellti honum. Var Sigurður varbúin slíku, alls ólöglegu áhlaupi, og hlaut slæma byltu. í liði Fram voru þeir Erlendur innherji og Hreinn Elíasson ásamt Elmar Geirssyni beztir. Sérstak- lega sýndi þó Erlendur góðan leik. Dómari var Baldur Þóraðarson og dæmdi hann vel. Á myndinni sést Ólafur Guðmundsson í langstökki G tiSEEa® FYRIR HELGINA GUFUBAÐSTOFAH HÖTEL LOFTLEiÐUM Kvenna- og karladeildir: Mánudaga til föstudaga 8-8 Laugardaga 8-5 Sunnudaga 9-12 f.h. Býður yður: Gufubað, sundlaug, sturtubað, nudd kolbogaljós, hvíld. Pantið jiá þjónustu er þér óskið i síma 22322. GUFUBAÐSTOFAN Hótcl Loftleiðum ONDULA I HÁRGREIÐSLUSTOFA HÁRGREIBSLUSTOFA I ÓLAFAR B'ÖRNSDÓTTUB Aðalstræti 9. - Siml 13852 ' Hátúni 6. Slmi 15493. Skólavoröusug u \ Sími IV162 ANDLITSBÖÐ Síini 40613. jiijr KVOLD- SNYRTING DIATERMI SNYRTING BÓLU- AÐGERÐIR STELLA IÞORKELSSON snyrtisérfræðingur Hlégerði 14, Kópavogt Guðmundur og Erlendur setti met í kúluvarpi Olafur meistari í fimmtarþraul Fimmtarþraut Reykjavíkur- meistaramótsins í frjálsum íþrótt um fór frm í fyrrakvöld. Ólafur Guðmundsson, KR varð meistari hlaut alls 3209 stig. Árangur hans í einstökum greinum varð sem hér segir: Langstökk, 6,80m„ spjótkast 52,63 m,, 200 m. hlaup 23,5 sek., kringlukast 32,49 m. og 1500 m hlaup 4:36,2 mín. Annar varð Helgi Hólm, ÍR hlaut 2574 björnsson, ÍR hlaut hann 1685 stig. Trausti Sveinbjörnsson, FH keppti sem gestur og hlaut 2567 stig. Keppt var í nokkrum auka greinum. Guðmundur Hermanns- son, KR setti íslandsmet í kúlu- varpi og varpaði kúlunni 17,44 m. Erlendur Valdimarsson, ÍR setti unglingamet varpaði 15,18. Gamla íslandsmetið var 17,42 m. stig og þriðji Finnbjörn Finn- Framhald á bls. 14. ÍR-ingar sigruðu í stiga- keppni Sveinamótsins REYKJAVÍK, á marga ágæta mat- og skemmtistaffi. BjóðiS unnustunni, eiginkonunni eðn gestum á einhvern eftirtalinna staða, eftir þv! hvort þér viljið borða. dansa -- eða hvort tveggja. NAUST við Vesturgötu. Bar, mat- salur og músik. Sérstætt wnhverfi, sérstakur matur. Sími 17759. ÞJÓOLEIKHÖSKJALLARINN við Hverf Isgötu. Veizlu og fundarsalir — Gestaméttaka ~ Sími 1-96-36. INGÖLFS CAFE við HverfisgBtu. - GBmlu oir nýju dansarnir. Sími 17826. KLÖBBURiNN við Lækjarteig. Mat- ur og dans. ítalski salurinn, veiði- kofinn og fjórir aðrir skemmtisalir. Sími 35355. HÁBÆR. Kfnversk restauration. Skólavörðustíg 45. Leifsbar. Opið frá kl. 11 f.h. til 2,30 og 6 e. h. til 11.30. Borðpantanir f síma 21360. Opið alla daga. LÍDÓ. Resturation. Bar, danssalur og matur. Hljómsveit Ólafs Gauks. HÓTEL BORG við Austurvöll. Rest uration, bar og dans I Gyllta saln- um. Sími 11440. HÓTEL L0FTLEIDIR: BLÓMASALUR, opinn alla daga vik- unnar. VÍKINGASALUR, alla daga nema miðvikudaga, matur, dans og skemmtikraftar eins og auglýst er hverju sinni. Borðpantanir f síma 22-3-21. CAFETERIA, veitingasalur með sjálfsafgreiðslu opinn alla daga. HÓTEL SAGA. Grillið opiB alía daga. Mímis- og Astra bar opið alla daga nema miðvikudaga. Sími 20600. ÞÓRSCAFÉ. Opið á hverju kvöldi SÍMI 23333. KEPPT var í tvcim síðustu greinum Sveinamóts Reykjavík- ur í sambandi við fimmtarþraut Reykjavíkurmótsins í fyrrakvöld. Elías Sveinsson, ÍR sigraði í þeim báðum, stökk 2,80 m. í stangar- stökki og 1,6.0 m. í hás,tökki. Einar Þórhallsson, KR varð annar í stangarstökki, stökk sömu liæð óg Elías, 2,80ni". í hástökki varð Friðrik: Þór Óskarsson, ÍR annar stökk 1,55 m. og þriðji varð Stefán Jóhánnsson, Á l,50m. Stigakeppni Sveinamótsins varð mjög hörð, en lauk með sigri ÍR, sem hlaut 84 stig. KR kom næst með 77 stig og Ármann. hlaut 44 stig. ÍR-ingar unnu því til eignar bikar þann, sem urhi' var keppt, hafa unnið hann sex sinnum á síðustu tíu árum. 9. júní 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.