Alþýðublaðið - 09.06.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 09.06.1967, Blaðsíða 8
Jafnaðarstefnan, vaknandi þjóðfé- lagsleg samvizka Viðtal við Grefar Fells rithöfund Þú hefur fylgt Alþýðuflokkn- um og stundum verið á lista hans í Reyk.javík. Viltu skýra frá því, hvaða ástæður þú telur mikilvægastar fyrir fylgd þinni við Alþýðuflokkinn? í æsku minni varð ég vitni að því, a'ð vinnuveitandi greiddi verkafólki sínu tilskilin laun. — Sýnilegt var þó á svip hans, að hann gerði þetta ekki með glöðu geði. Ég vorkenndi verkafólk- inu, enda hafði það stritað trú- lega í þágu húsbónda síns og lagt fram krafta sína eftir beztu getu. Vinnusvik voru þá ekki algeng. Þetta varð til þess, að ég fór að hlusta með gaumgæfni á þá menn, sem rétta vildu hlut hins sívinnandi fólks og ég get sagt, að ég hafi nokkuð snemma aðhyllzt kenningar jafnaðar- stefnunnar í aðalatriðum, þó að ég væri þar ekki mjög fcókstafs bundinri. Mér hefur og yfirleitt geðjast vel að þeim rnönnum, sem helzt hafa flutt boðskap lýðræðisjafnaðarstefnunnar hér á landi. Þar hefur ekkert minnt á ofsafenginn trúaráróður og menningarblær verið á mál- flutningnum. Fyrir mínum sjónum táknar lýðræðisjafnaðarstefnan fyrst og fremst vakandi þjóðfélagslega samvi-zku, öfgalausa og alþjóð- lega i eðli sínu, jákvætt svar við spurningunni gömlu: „Á ég að gæta bróður míns?“ Alþýðuflokkurinn hefur hald- ið vel á sínum málum, þrátt fyr ir mikla erfiðleika af ýmsu tagi, Gretar Fells. sem hér verða ekki raktir. Hann hefur haft mjög mikil áhrif á hugsunarhátt og skoðanir manna, sem teljast öðrum flokkum, og hafa þau áhrif seitlað inn í rað- ir hatrömmust'u andstæðinga, — jafnvel án þess að þeir hafi gert sér grein fyrir. — Hann hefur að vissu marki socialiserað aðra flokka, ef svo mætti að orði kveða, vakið þá til meiri sam- vitundar með fólkinu í landinu og gert þá þjóðhollari á ýmsa vegu. Ef til vill má þakka hon- um að einhverju leyti, að nú orð ið er naumast hægt að tala um algjörlega steinrunnið íhald á íslandi. Hvaða mál telur þú merkast af þeim, sem Alþýðuflokkurinn hefur komið fram? Alþýðuflokkurinn stóð að setningu togaravökulaganna svo- nefndu á sínum tíma, pn með þeim lögum var afnumin mesta vinnuþrælkun, sem átt hefur sér stað á íslandi. Sami flokkur hef- ur barizt' fyrir launajafnrétti kvenna, en mesta afrek hans tel ég vera tryggingalöggjöf þá, sem við búum við nú, og þó mun hann ekki láta þar við sitja. — Hann berst nú fyrir því stórkost' lega velferðarmáli, að allir lands menn fái notið lífeyris. Fleira mætti nefna, þó að ekki verði hér gert. Ég er ekki pólitískur maður í venjulegri merkingu þess orðs. Um ýmis dægurmál má þrátta endalaust, en mestu varðar, að rétt sé stefnt. Það mun alltaf varða mesta vandamálið að sam ræma heildarhyggju og hóflega einstaklingshyggju, en til þess þarf vakandi þjóðfélagslega sam vizku en um leið raunsæi á mannlegt eðli og rétt einstakl- ingsins. Ég tel lýðræðisjafnaðar- menn vökumenn á þessu sviði, og þess vegna óska ég þeim góðs gengis, ekki aðeins í þessum kosningum heldur um alla fram- tíð. Hér verður ekki rætt um sam- starf Alþýðuflokks og Sjálfstæð- isflokks og samstjórn þeirra und anfarin ár. Jafnan er þeim, sem stjórna nokkur vandi á höndum, og ekki er hægt að gera allt í einu. MENNTASKÓLAKENNARAR MÓTMÆLA Yfirlýsing menntaskólakennara. Alþýöublaðinu hefur borizt eftirfarandi yfirlýsing frá Félagi menntaskólajkennara vegna þeHs> atburðar, er tveir félagar úr því félagi drógu nafn þess nýlega inn í stjórnmálaumræður á óviðfelld an hátt. Yfirlýsingin er á þessa leið: Stjórn Félags menntaskólakenn ara gagnrýnir harðlega það at- ferli tveggja menntaskólakennara að bendla nafn félagsins við stjórnmál með undirskrift sinni, tilteknum stjórnmálaflokki (eða flokks'hluta, er virðist öðrum armi ósamþykkur) til framdrátt- ar. Ekki skal fullyrt, hvort kenn- arar þessir hafi léð nöfn sín vís- vitandi til þessarar viðleitni eða verið blekktir til þess með ein- hverjum hætti. Hvort heldur er, má það þykja ískyggileg þróun, er menn taka að binda stéttarfé- lög ákveðnum stjórnmálaflókkum með undirskrift sinni, en sýnu verri og háskalegri, er stjórn- málaflokkar leyfa sér að prenta heila nafnarunu, þannig fengna, í málgögn sín. Félag menntaskólakennara er ekki stjórnmálaflokkum háð, en mun eftir getu halda áfram bar- áttu sinni fyrir hagsmunum allra félagsmanna á málefnalegum grundvelli lán tillits til stjórnmála skoðana eins eða annars. Stjórn Félags menntaskólakenn- ara. . ■ ‘ XA-ÁBYRGÐ-ÁRANGUR-XA g 9. júní 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ Ungu fólki finnst hugsunarhátturinn Ræff við frú Þórönnu e. Siguröur uuööranasson bóndi, Óspdkseyri, Strandasýslu. 2. Hjörtur Hjálmarsson skólastjóri, Flateyri. 7. Kristján Þórðarson bóndi, Breiðalæk, Barðastr.sýslu, ALÞÝÐUBLAÐIÐ 'hefur spurt frú Þórönnu Gröndal um álit hennar á viðhorfi ungs fólks til kosninganna. Þetta er svar henn ar: Skil milli kynslóða hafa lík- lega aldrei verið gleggri jhér á landi en einmitt nú. Við kosn- ingarnar á’ sunnudaginn kemur, greiða tólf þúsund kjósend- ur atkvæði í fyrsta sinn. —• Þetta unga fólk hefur al- izt upp við önnur kjör og að- stæður en forfeður þeirra og bugsar þar af leiðandi á allt annan hátt. Kreppuhugsunarhátt urinn, sem enn skýtur upp koll- inum öðru hverju hjá sumum af eldri kynslóðinni, hljómar kyn lega í eyrum okkar, sem höfum alizt upp við góðan efnahag og ágæt skilyrði til menntunar. — Áhrifa æskunnar gætir án efa 1. Birgir Finnsson alþm., ísafirði. Þórunn Gröndal. mikið í þessum kosningum, en þó munu þau verða enn meiri í framtíðinni. ^Æl

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.