Alþýðublaðið - 09.06.1967, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 09.06.1967, Blaðsíða 14
Ungu fólki Frh. úr opnu. vegna kann svo að fara, að við komumst ekki hjá því að tak- ast á herðar mótlæti og erfið- leika. Ég er þess fullviss, að æskan í dag mun reynast þeim vanda vaxin, þegar á hólminn er komið. Ef svo reynist ekki, þá hafa líka forfeður okkar til lítils barizt. Lífsbarátia Frh. úr opnu. getum við öðlazt frelsi til að njóta lífsins, getum beitt kröftum Ckkar og viti til fullkomnara lífs. Þetta er stefna JAFNAÐAR- MANNA. Þetta ætti að vera stefna allra manna. Þorgrímur Einarsson. Sjöfugur Frh. af 4. síðu. himi. Hann hefur tekið saman og gefið út heilar bækur um þessi efni. Og hann hefur verið óþreytandi að skrifa um íslenzk ar bókmenntir í gagnmerk bók- menntatímarit vestra. Það mun ekki ofmælt, að því aðeins vita fjölmargir menntamenn í Ame- ríku, að íslendingar hafa stund- að nokkur bókmenntastörf og eiga sér nokkurn bókmenntaauð eða andlega menningu, að þeir hafa lesið ritsmíðar Richards Becks. Þegar slíkar greinar birt ast í vel metnum tímaritum og liöfundurinn er prófessor við ekki ómerkari skóla en háskól- ann í Grand Forks er, þá er tekið tillit til þeirra. Það er ekki háll eða holur grundvöll- ur, sem Richard Beck hefur með þessu lagt' undir hugmynd ir fjölmargra andlegra áhrifa- manna j Ameríku um íslenzkar bókmenntir og íslenzka menn- ingu. Svo fremi það er nokkurs metið, hvaða álit hinir betri og menntaðri menn í öðrum lönd- um hafa á íslenzkri þjóð og framlag hennar til andlegrar mennngar, þá stendur íslenzlca þjóðin í mikilli þakkarskuld við prófessor Richard Beck fyrir þessa kynningarstarfsemi hans, svo mikilli, að erfitt er að gjalda, nema þá á einn hátt, sem Riehard Beck mundi telja íslendingum samboðið: með því að standa sem trúastan vörð um þjóðerni sitt og reyna að leggja sem mest fram til sameiginlegr ar menningar heimsins. Richard Beck hefur alla ævi verið bindindismaður. Hann gekk ungur í stúku í Reykjavík og hefur haldið tryggð við þann féiagsskap síðan enda starfað töluvert í Reglunni í Ameríku. Hann hefur aldrei þreytzt á að leggja bindindis- málum lið. Hann finnur og skil ur, að bindindismálin eru menn ingarmál, framkvæmd þeirra horfir til heilla fyrir unga og gamla. Og hann er þannig skapi farinn, að hann lætur sér ekki nægja að standa hjá, þegar um mikilsverð mál er að ræða, held ur leggur hann þeim lið í orði og ekki síður í verki. Richard Beck er gott skáld, og hafa ljóðabækur eftir hann komið út á íslenzku. Vera má, að hann verði ekki talinn stór- skáld, en hann er lipurt skáld. Og hann er elskulegt skáld. Ljóð hans öll eru yljuð af eldi hug- sjónar, mildi og mannúð. Hann vill hafa þau áhrif á mennina, að þeir verði betri og tillitsam- ari hver við annan. Og hann trúir á framtíð mannkynsins, trúir á þroska þess „á guðsríkis braut“. Vart mun tölu verða komið á erindi þau og ræður, sem Ric- hard Beck hefur flutt á manna- mótum, á fundum vísindamanna, á samkomum þjóðræknisfélaga, á mótum bindindismanna, við margvísleg önnur tækifæri, en hann hefur víða farið. Ræður þessar hafa verið fluttar á ýms- um tungumálum, og efnið hefur verið margbreytilegt: Mikill hluti þeirra hefur verið kynning á íslenzkum efnum. Hann er á- gætur ræðumaður, talar skipu- lega og liugsar létt og Ijóst', flyt ur mál sitt af alvöruþunga en þó oft ívafið gamansemi, en hug- sjónabiær leikur um allt efnið, ekki sízt í tækifærisræðum hans. Eins og af líkum lætur hefur prófessor Beck verið margvísleg ur sómi sýndur. Hann hefur hlotið virðuleg heiðursmerki ís- lenzka ríkisins, og félög fræði- manna og annarra í Noregi og Bandaríkjunum og víðar hafa gert hann að lieiðursfélaga sín- um. Hann er heiðursfélagi Stór- stúku íslands. Nokkru eftir að Richard Beck hafði lokið magistersprófi, kvæntist hann Berthu (Unu Kristbjörgu) dóttur ísleifs Vern harðssonar frá Stokkseyri, en móðir hennar var austan úr Þykkvabæ. Hún var hjúkrunar- kona, hin mætasta kona, sem löngum lét ýmis félagsmál til sín taka. Hún lézt 1958. Þau Ric hard eiga tvö börn, son og dótt ur. Fáum árum eftir andlát Berthu kvæntist Richard á ný. Heitir kona hans Margrét Brandsdóttir, ættuð úr Mýrdal, en fædcl vestur í Seattle. Hún var húsmæðrakennari, traust kona og trygglynd, svo sem Ric- hard sjálfur. í upphafi þessarar greinar var talað um Richard Beck sem víking. Lesendur hafa væntan- lega áttað sig á, hvernig víkingu hans hefur lengstum verið farið. Hann hefur alls staðar komið faérandi hendi. Hann hefur jafn- an kynnt íslenzka menningu, sýnt íslenzka tilveru, sannað til- verurétt íslenzku þjóðarinnar. Hann liefur verið einhver hinn þarfasti maður, sem íslendingar hafa átt með öðrum þjóðum. Tryggð hans við allt, sem ís- lenzkt er, tekur flestu fram. Hann er ágætur þegn Bandaríkj- anna, en þó íslendingur í húð og hár. Hann er hugsjónamaður af beztu gerð og þó farsæll í dag- legum störfum. Hann er- heil- steyptur maður. Lífsskoðun hans er holl og hrein og liún mót ar hann sjálfan og verk hans. Slíkir þyrftu íslendingar að vera sem flestir, bæði heima og erlendis. Ólafur Þ. Kristjánsson. x A J4 9. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ iþróttlr Frh. af 11. síðu. og það átti Guðmundur sjálfur, sett á EÓP mótinu fyrir tveim vikum. Gamla unglingametið, 14, 85 m. átti Vilhjálmur Vilmundar son., KR sett 1948. í kringlukasti sigraði Erlendur Valdímarsson, ÍR kastaði 44,26 m. Það var ranghermt í blaðinu í gær, að afrek hans væri bezta afrek ársins hann hefur kastað 46,38 m. á innanfélagsmóti fyrir nokkru, sem er bezti árangur árs ins. Annar varð Jón Þ. Ölafsson, ÍR, 43,56 m. og þriðji Þórarinn Arnórsson, ÍR, 32,25. Halldór Guðbjörnssin, KR sigr- aði í 800 m. hlaupi á 1:57,4 mín., og Þórarinn Arnórsson, ÍR varð annar á 1: 59,2 mín. Beztu tímar þeirra í sumar. í stangarstökki sigraði Hreiðar Júlíusson, KR, stökk 3,70 m., sem er hans bezti árangur. Annar varð Páll Eiríksson, KR, 3,60 m. Áformað var að keppa í 'há- stökki, en úr því gat ekki orðið, þar sem stökkbrautin er ekki enn í keppnishæfu ásigkomulagi að sögn Jóns Þ. Ólafssonar. Heimsendtng Frh. af 1. síðu. senda fyrir þessum breytingum væri hins vegar nýjar og hentugri umbúðir en tíðkast hefðu hér í Reykjavík, líkar þeim sem not- aðar væru á Akureyri. Bentu þeir á, að Mjólkursamsalan í Reykja- vík seldi mjólk í slíkum umbúð- 'um, en eingöngu til Bandaríkja- manna á Keflavíkurflugvelli. Álagning á mjólk er 8-9% og töldu þeir Sigurður og Jón að hún þyrfti ekki að hækka þótt heimsendingar yrðu upp teknar. FRYSTIKISTUR Frystikistur þrjár stærðir: 275 lítra kr. 13.550,- 350 lítra kr. 17.425.- 520 lítra kr. 21.100.- VIÐ '0ÐBNST0RG SIMI 10322 Ávorp til stuðningsmanna A-listans Á rúmlega 50 ára starfsferli hefur Alþýðuflokkurinn ávallt átt í fjárhagserfiðleikum vegna nauðsynlegrar sfarfs- semi sinnar. — Flokkurinn hefur stuðzt við fylgi fólks, sem lítið hefur verið aflögufært um fjármuni. — Þetta hefur þó bjargazt með almennri þátttöku stuðningsmanna hans þótt hver hafi þar ekki látið stóra skammta. Nauðsynlegur kosningaundirbúningur hefur á síðarl ára- tugum vaxið mjög og krafizt síaukins fjármagns. — Það er á þessu undirbúningsstarfi, sem úrslit kosninganna geta oltið. Þetta gera fjársterkari flokkarnir sér Ijóst og spara þess vegna í engu allan tilkostnað. Þessum þætti kosningabarátt- unnar verður ekki mætt á annan veg. en með almennri fjár- söfnun. Alþýðuflokkurinn fer þess vegna enn einu sinni bónarveg til allra stuðningsmanna sinna og velunnara og biður þá, hvern eftir sinni getu, að láta af liendi fé í kosningasjóð flokksins. Fyrir hönd fjáröflunarnefndar munu eftirtaldir aðilar veita fé móttöku: Emilía Samúelsdóttir, sími 13989 og Skrifstofa Alþýðuflokksins í Reykjavík, símar 15020 og 13374. Fjáröflunardeild Alþýðuflokksins í Reykjavík: Emilía Samúelsdóttir Gylfi Þ. Gíslason Eggert G. Þorsteinsson. Maðurinn minn og faðir okkar SIGURJÓN ALFREÐ KRISTINSSON HRAUNSTÍG 2 Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafn- arfirði, laugardaginn 10. júní kl. 10,30 Guðrún Guðmundsdóttir, Jónína Sigurjónsdóttir. Ingólfur Sigurjónsson. Þórarinn Sigurjónsson Alúðar þakkir ykkur öllum, sem með margvíslegum hætti auðsýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og jarð- arför elskulegs sonar okkar og bróður ÓSKARS BERTELS FRIÐBERTSSONAR Friðbert Friðbertsson, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Lára Friðbertsdóttir, Bára Friðbertsdóttir, Ingibjörg Friðbertsdóttir, Guðmundur Sörlason og systrabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns og föður okkar GUÐMUNDAR STEFÁNSSONAR bifreiðastjóra Kársnesbraut 29. ' ’ LÁRA PÁLMARSDÓTTIR OG BÖRN.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.