Alþýðublaðið - 10.06.1967, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.06.1967, Blaðsíða 2
KAIRÓ 9. júní (NTB-Reuter)- Gamal Abdel Nasser forseti Egyptalands sagði af sér í dag sem forseti Arabíska sambandslýðveldisins vegna ósigurs Araba í stríðinu við ísraelsmenn. Hann sagði í áhrifamikilli ræðu, sem hann hélt í Kairóút- varpið síðdegis í dag, að hann drægi sig nú í hlé úr öllu opinberu lífi og héreftir mundi hann lifa sem almennur borgari. Hann lauk ræðu sinni með því að segja grátklökkri röddu: „Arabísk eining hófst á und an Nasser og hún mun lifa liann- Hjarta mitt er hjá ykkur, og ég bið þess, að hjörtu ykkar séu hjá mér. Megi Allah hjá-ÍJia og leiða okkur öll“. Fyrsti aðstoðarforseti Egyptalands, yfirhershöfðing inn Abdel Hakim Amer, sagði einnig af sér í dag. Egypzka þingið hefur verið kallað saman til skyndi fundar til þess að ræða þessa atburði. Nasser skýröi frá því, að hann liefði útnefnt varaforsetann Zak- aria Mohedienne, sem nú er 48 ára, eftirmann sinn. Mohedienne, sem er mikill vinur Nassers, er Iþekktur að því að vera raunsærri stjórnmá'lamaður en Nasser og aðrir samstarfsmenn hans, sem hafa látið tilfinningar og hug- tnyndafræðilegar skoðanir móta stefnuna um of. Mohedienne er úr hópi hinna svonefndu hægfara herforingja, sem vörpuðu Farúk konungi úr veldisslóli, og hann er sagður vinveittur Vcsturveld- unum. Nasser talaði lágri hrærðri röddu. Sólarhring áður hafði hann fallizt á vopnahlé eftir fjög- urra daga bardaga, sem frá upp- hafi mótuðust af sókn ísraels- manna. Nasser, sem hefur mót- að stjórnmálastefnu Egypta í 11 ár og að nokkru leyti stjórnmál Austurlanda nær þennan tíma, segist bera ábyrgð á þeim mikla ósigri, sem Arabar hafa nú beð- ið, fyrir her ísrelsmanna. Nass- Unnið að bættri að- búð aldraðs fólks Félagsmálaráðherra hefur skipað nefnd til að semja frumvarp um bætta aðbúð fyrir aldrað fólk a öðrum sviðum en í lífeyris- og tryggingamálum. Meðal verk efna nefndarinnar verður að semja lagafrumvarp um dvalarhemili og hjúkrunarheimili fyrir aldrað fólk. Meginhlutverk nefndarinnar auk endurskoðunar laga um bygg ingarsjóð aldraðs fólks, laga um heimilishjálp aldraðra og laga um vinnumiðlun, er samning lagafrumvarps um dvalarheimili og hjúkrunarheimili fyrir aldrað fólk. í nefndina hafa eftirtaldir menn yerið skipaðir: Guðjón Hansen, tryggingafræð- ingur. Hjálmar Vilhjálmsson, ráðu- neytisstjóri. Páll Sigurðsson, tryggingayfir- læknir. Hagnhildur Helgadóttir, húsfrú og Erlendur Vilhjálmsson, deildarstjóri, sem jafnframt hefur verið skipaður formaður nefndarinnar. (Frá Félagsmálaráðuneytinu). Fréttatilkynning frá félagsmála ráðuneytinu um nefndarskipun þessa fer 'hér á eftir: Samkvæmt ákvörðun ríkisstjórn arinnar hefur félagsmálaráð- herra hinn 8. þ.m. skipað 5 manna nefnd til þess að gera tillögur í frumvarpsformi um bætta aðbúð fyrir aldrað fólk, á öðrum svið- um en í lífeyrissjóðs- og trygg- ingamálum. / er lagði aftur á það áherzlu, að þetta hefðu ísraelsmenn aldrei getað án Qijálpar Breta og Banda- ríkjamanna, en ísraelsmenn hefðu haft' þrisvar sinnum fleiri flugvélar í styrjöldinni en þeir eiga sjálfir. Gamel Abdel Nasser er 'hár og glæsilegur maður. Hann hefur farið lengur en nokkur annar Arabi með völd í Austurlönd- um nær. Hann fæddist af fátæk- um foreldrum 1918. Nam lög í eitt ár, en árið 1937 fór hann í Framhald á bls. 14. Nýjustu fréttir SEINNA í kvöld ■ tilkynnti Nass i er, Egyptalandsforseti, að hann ætlaði að endurskoða ákvörðun sína og ræða málið við þingið, sem kallað thefur verið saman til skyndifundar. Að því er Kairó útvarpið segir, segir Nasser í hinni nýju yfirlýsingu sinni, að hann ætli að endurskoða ákvörð- un sína vegna mótmæla fjöldans, sem safnaðist saman á götunum Framhald á bls. 14. STUTTUR EINÞÁTTUNGUR Fjölskyldan situr í stofu sinni og hefur horft á sjónvarpið. Faðirinn: Þetta var nú bara skemmtiiegt kvöld. Það er gaman að sjá þá, þessa pólitíkusa, um leið og þeir tala til manns. Móðirin: Mér fannst nú fullt eins gaman að Steinaldarmöijnunum, sem komu á eftir. Litla dóttirin: (hefur ekki hlustað á foreldrana): Pabbi af hverju voru Framsóknarmennirnir tvisvar í sjónvarpinu? Verður listamannalaunum breytt í starfsstyrki? Menntamálaráðuneytið hefur skipað nefnd til að at- huga, hvort ekki sé unnt að breyta núverandi lista- mannalaunum að nokkru leyti í starfsstyrki, segir í fréttatilkynningu sem blaðinu barst í gær frá ráðu- neytinu. Fer sú tilkynnng hér eftir: Rá'ðuneytið hefur í dag skip- að nefnd til þess að athuga mögu leika á að breyta núverandi lista mannalaunum að nokkru leyti í starfsstyrki og verja auk þess til þeirra því fé, sem Alþingi kynni að veita til viðbótar í því skyni. í nefndinni eiga sæti þéir Hann- es Davíðsson, arkitekt, sem til- nefndur er af Bandalagi íslenzkra Iistamanna, Jón Sigurðsson, hag- sýslustjóri, tilnefndur af fjár- málaráðunetinu og Árni Gunn- arsson fulltrúi í menntamála- ráðuneytinu, og er hann jafn- framt formaður nefndarinnar. Auk þess verkefnis, sem áður getur, skal nefndin athuga með hverjum hætti væri unnt að sam- ræma starfsemi sjóða, sem nú starfa á þessu sviði, starfsstyrkja kerfinu, og loks skal nefndin semja frumdrög að reglum um úthlutun slíkra starfsstyrkja. Menntamálaráðuneytið, 9. júní 1967. 2 10. júní 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.