Alþýðublaðið - 10.06.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 10.06.1967, Blaðsíða 5
v Kjör verkakvenna hafa batnað í fíð núverandi ríkisstjórnar Viðtal við Jónínu Guðjónsdóttur, formann Verkakvennafélagsins Framsóknar VERKAKONUR hafa fengið ýmsar lagfæringar á kjör um sínum á því tímabili, sem núverandi stjórnar- flokkar hafa farið með völd, sagði Jó'nína Guðjóns- dóttir formaður Verkakvennafélagsins Framsóknár, sem skipar fjórða sæti A-listans í Reykjavík í við- tali við Alþýðublaðið. Eiga lögin um launajafnrétti kvenna og karla stærsta þáttinn í þeim kjarabótum, en það var Alþýðuflokkurinn, sem átti frumkvæðið að því að koma þeim lögum á, sagði Jónína. Jónína sagði, aS verkakonur aettu að minnast þess nú við al- Iþingiskosningarnar, að þær ættu það Alþýðuflokknum að þakka, að launajöfnuður karla og kvenna hefði verið kominn á 1. janúar s. 1. Alþýðuflokkurinn hefði flutt frumvarp um launajöfnuð í á- föngum og málið hefði verið fram kvæmt á tímabilinu 1962—1967. Jónína sagði, að samstarf rík- isstjórnarinnar og verkalýðshreyf- ingarinnar hefði verið gott í tíð núverandi ríkisstjómar. Hefði rík isstjórnin sýnt góðan skilning á ýmsum mikilvægum hagsmuna- málum verkafólks eins og t. d. húsnæðismálunum. Júnísamkomu- lagið svonefnda, þ. e. kjarasamn- ingamir 1964 hefðu fnarkað þátta skil í samstarfi verkalýðshreyf- ingar og ríkisvalds. Þá hefði ekki aðeins samist um nokkra grunn- kaupshækkun og fleiri veik- indadaga heldur einnig merk- ar umbætur á sviði húsnæðismáia, þ. e. byggingu 1250 íbúða fyrir láglaunafólk á 5 árum. Hyggðu verkakonur gott til þess að fá að njóta íbúða í þeim húsum, sem byggðar yrðu í samræmi við það samkomulag. Jónína sagði, að verkakonur hefðu mikið sótt um íbúðirnar í Breiðholtshverfi og Væri greinilega mikill áhugi á þeim. En að sjálfsögðu munu fé- lagar í Verkakvennafél. Fram- Sókn eiga rétt á íbúðum í hinu nýja hverfi eins og félagar í öðr- um verkalýðsfélögum láglauna- fólks. Jónína sagði, að kjarasamning- ar Verkakvennafélagsins Fram- sóknar 1965 hefðu einnig verið á- gætir samningar. Hefði þá verið samið um styttingu vinnuvikunn- ar úr 48 stundum í 45 stundir án kaupskerðingar. Einnig hefðu þá fengizt mikilvægar millifærslur á kauptöxitum. — Sagði Jónína að stytting vinnutímans væri mikil- vægt liagsmunamál verkakvenna SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. þar eð vinna þeirra væri yfirleitt erfið vinna. ■ Við'verðum'að vinna að því, að unnt sé að lifa sómasamlegu lífi af 8 stunda vinnudegi, sagði Jón- ína. Það er markmiðið. Jónína vék að samdrættinum í fiskiðnaðinum og sagði að hann bitnaði fyrst á verkakonum og unglingum. Sagði Jónína, að þess hefði orðið vart, að vinna væri nokkru minni nú í fiskvinnslu- stöðvunum en áður. Stafaði þetta af miklu aflaleysi á síðustu vetr- arvertíð, en aflaleysi hefði þá ver ið meira en elztu menn myndu eftir í langan tíma. Verðfallið á útflutningsafin-ðum okkar hefði einnig átt sinn þátt í minni fisk- framleiðslu. Fækkun togaranna ætti hór einnig sinn þátt í þróun mála og væri það ánægjulegt að ríkisstjórnin léti nú vinna að smíði nýrra skuttogara. Jónína sagði, að samdrátturinn í fiskiðnaðinum nú sýndi vel, hversu mikið hagsmunamál það væri fyrir verkakonur að fá kaup tryggingu og atvinnuöryggi. Sagði Jónína, að kröfur um slíkar ráð- Jónína Guðjónsdóttir. stafanir hefðu verið bornar fram af verkalýðsfél. 1. maí s. 1. Væri ekki síðm- nauðsynlegt að tryggja verkakonum, sem ynnu í frysti- húsunum lágmarkskauptryggingu en sjómönnum, sem væru á fiski- skipunum. Jónína kvaðst treysta Alþýðu- flokknum bezt til þess að tryggja verkafólki næga atvinnu og félags- legt öryggi. Alþýðuflokkurinn hefði sýnt það með starfi sínu í háifa öld. Fólk kynni vissulega að meta almannatryggingarnar, sem Alþýðu- flokkurinn hefði komið á fót. Það get ég borið um, eftir að hafa unnið hjá Tryggingastofnuninni í 13 ár, sagði hún. Og ekki hvaí sízt konurnar, einstæðar mæður og ekkjur nytu góðs af tryggingunum. Það væri vissulega ólíkt meira ör- yggi er einstæðar mæður og ekkj- ur byggju við nú miðað við það er áður hefði verið, þegar engar almannatryggingar hefðu verið til. En ég vil leggja áherzlu á það, sagði Jónína, að bætur til ein- stæðra mæðra, ekkna, öryrkja og aldraðra þurfa að hækka. Við þurfum að tryggja þessu fólki sem bezt lífskjör, sagði hún. Jónína kvaðst að lokum vilja leggja áherzlu á það, að konur fylgdust vel með þjóðmálum. Því aðeins gætu konur komið fram hagsmunamálum sínum, að þær stæðu vel saman um þau og styddu þá menn, sgm sýndu skiln- ing á þeim. Verkakonur þyrftu ekki að vera í vafa um það hvaða stjórnmálaflokkur hefði unnið bezt fyrir þær. Það hefði sá flokk ur gert, sem fært hefði þeim launajafnréttið, þ. e. Alþýðuflokk urinn. Því ættu konur að fylkja sér um Alþýðuflokkinn í alþingis- kosningunum á sunnudaginn. FYRIR SUNNAN OG NORDAN TÍMINN skýrði frá þvi á dögunum, að velta Kaupfélags Rangæinga hefði aukizt 1966 um 22.8%. Nú flytur hann hins vegar þau tíðindi af aðalfundi Kaupfélags E-yfirðinga, að það geti ekki greitt arð. Hvað veld- ur þessu ásamræmi? Er erfið- ara að reka kaupfélag á Norð- urlandi en sunnan fjalla? Stundum heldur Tíminn því fram, að núverandi ríkísstjórn búi of vel að verzluninni. Reynslan í Rangárþingi bendir til þess, að hún geti sæmilega við u'nað, enda vcl farið. Hins vegar bendir afkoma Kaupfé- lags Eyfirðinga nauviast til þess, að verzlunin sé um of í stjórnarnáðinni. Og fróðlegt væri að vita, hvað Eramsóknar- flokkurinn leggur til, svo að vandi Kaupfélags Eyfirðinga leysist. Er ráð hans kannski það að hækka álagninguna og þar með vöruverðið? Við. hvað á að miða? Almenningur á heimtingu á svari við þessari spurningu, svo og skýringu á því, hvers úcgna Kaupfélag Eyfirðinga kemst miklu verr af en Kaupfélag Rangæinga. Er sannleikurinn . sá, að stimir stjórnendur kaup- félaganna séu orðnir gamlir og þreyttir eins og forustumenn Framsóknarflokksins, glöggvi sig ekki á nýjum tíma og við- horfum hans og fylgist þvi ekki með þróuninni? Stundum er því haldið fram, að kaupfélögin þurfi að vera i náðinni hjá ríkisstjórninni á þann hátt að njóta þar forrétt- inda samkvæmt kokkabókum Framsóknarflokksins, svo að rekstur þeirra blómglst og dafni. Það er einmitt hliðstæð sérhagsmunastefna og Sjálf- stæðisflolckurinn er löngum sak- aður um í sambandi við verzl- unina. En hugsum okkur, að Framsóknarflokkurinn kæmist til valda og hæfist lianda. — Hvort myndi hann þá miða við afkomu Kaupfélags Eyfirðinga eða Kaupfélags Rangæinga? Og hvert yrði fulltingi hans við Kaupfélag Eyfirðinga, ef það ætti að komast af, en Rangæingar að safna í digran sjóð? 10. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.