Alþýðublaðið - 10.06.1967, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 10.06.1967, Blaðsíða 14
Ávarp til stubningsmanna A-listans Á rúmlega 50 ára starfsferli hefur Alþýðuflokkurinn ávallt átt í fjárhagserfiðleikum vegna nauðsynlegrar starfs- semi sinnar. — Flokkurinn hcfur stuðzt við fylgi fólks, sem lítið hefur verið aflögufært um fjármuni. — Þetta hefur þó bjargazt með almennri þátttöku stuðningsmanna hans þótt hver hafi þar ekki Iátið stóra skammta. Nauðsynlegur kosningaundirbúningur hefur á síðari ára- tugum vaxið mjög og krafizt síaukins fjármagns. — Það er á þessu undirbúningsstarfi, sem Úrslit kosninganna geta oltið. Þetta gera fjársterkari flokkarnir sér ljóst og spara þess vegna í engu allan tilkostnað. Þessum þætti kosningabarátt- unnar verður ekki mætt á annan veg. en með almennri fjár- söfnun. Alþýðuflokkurinn fcr þess vegna enn einu sinni bónarveg til allra stuðningsmanna sinna og velunnara og biður þá, hvern eftir sinni getu, að láta af liendi fó í kosniugasjóð flokksins. Fyrir hönd fjáröflunarnefndar munu eftirtaldir aðilar veita fé móttöku: Emilía Samúelsdóttir, sími 13989 og Skrifstofa Alþýðuflokksins í Rcykjavík, símar 15030 og 13374. Fjáröflunardeild Alþýðuflokksins í Reykjavík: Emilía Samúclsdóttir Gylfi Þ. Gíslason Eggert G. Þorsteinsson. Nasser Frh. af 2. síðu. herskóla. Tveim árum síðar út- skrifaðist hann þaðan sem liðs- foringi og var sendur til Súdan. Nasser varð fyrst frægur árið 1952, þegar liann var þátttak- andi í herforingjaklíkunni, sem hrifsaði til sín völdin í Egypta- landi eftir að Moliammed Naguib herforingi hafði komið Farúk konungi frá völdum. Þótt Naguib væri þjóðarleiðtogi í orði kveðnu, varð það lýðum æ Ijósara, að Nasser var hinn sterki maður lierforingjastjórnarinnar, og ár- ið 1954 var Naguib steypt úr for- setastóli. Tveim árum síðar lagði Nasser fram nýja stjórnarskrá, þar sem forsetanum var fengið meira vald í hendur. Þessi nýja stjórnarskrá var samþykkt með þjóðaratkvæði og á sama hátt var Nasser valinn í forsetaembætti. Á fyrsta ári sló hann eign sinni á Súezskurðinn, sem Bretar og Frakkar töldu sig ráða yfir, — Bretar og Frakkar gripu til vopna gegn Egyptum, en lutu í lægra haldi. Nasser treystist í sessi, og hann kom því einnig í kring, að Sovétmenn lánuðu Egyptum mikið fé til byggingar Aswan- stíflunnar. Nasser var árið 1955 á' fundi æðstu manna Afríku og Asíu- ríkja og lét mikið að sér kveða. Eftir því sem tímar hafa liðið, hefur hann stefnt að því að verða leiðtogi sameinaðra Arabaríkja. — En um leið og hann reyndi að treysta bræðrabönd Arabaríkj- anna, — sem vildu reyndar alltaf slitna, varð hann æ fjandsam- legri í garð ísrael. Árið 1956 kom hann á sameiginlegri herstjórn Egyptalands, Sýrlands og Jórd- aníu, — og árið 1958 gengu Egyptaland og Sýrland í Sam- einaða Arabalýðveldið. — Þetta bandalag slitnaði að vísu 1961, — en árið 1963 var tilkynnt, að Égyptaland, Sýrland og írak ætl- uðu að mynda með sér bandalag, en af því varð þó ekki, en á und- anförnum árum hefur mikil ó- eining ríkt meðal Arabaþjóðanna, en loks urðu þær allar á'sáttar, þegar til styrjaldar kom við ísrael. Nasser sagði í ræðu sinni, að það hefði liryggt sig ósegjanlega að vita ísraelskar hersveitir her- taka Jerúsalem og buga jórdanska herinn, sem þó hefði barizt hetju iega. Nasser þakkaði öllum þeim, sem iögðu honum lið í styrjöld- inni, en um Vesturveldin sagði hann. ,,HcimsvaIdasinnar telja Garnal Abdel Nasser óvin sinn. Ég vil gera öllum það ljóst, að Það er ekki bara Gamal Abdel Nasser, sem er óvinur þeirra, __ heldur allur hinn arabiski heim- ur“. Strax eftir að Nasser lauk máli sínu ætlaði þulurinn að tala en gat það ekki fyrir gráti. Grátur margra karla og kvenna heyrðist á meðan þjóðsöngurinn var leik- inn. Á götum Kaíró safnaðist fólk saman óg hrópaði: Við viljum Nasser. Við slyðjum Nasser. Múg- ur manns hólt til heimilis hans, — fjöldi til þingsins, — en lög- reglan reyndi að halda fólkinu í skefjum. VIÐBRÖGÐ HEIMSINS Washington, Moskva, London, Tel Aviv. Það kom öllum á óvart, að Nasser skyldi segja af sér og sums staðar varð það mönnum mikið áfall. Opinberir aðilar í Wasliington sögðu, að fregnin kæmi á' óvart og þó væri hún ekkj nema eðlileg afleiðing hrak- fara Egypta á vígvellinum. Opin- berir aðilar í Moskvu létu ekk- ert hafa eftir sér um þetta mál í kvold, — en talið er, að fréttin hafi komið yfirvöldum þar óþægi lega á óvart og að valdaafsal Nassers muni t'ákna minnkandi á- hrif Sovétmanna á gang mála í Austurlöndum nær. Utanríkisráðherra Breta Ge- orge Brown kallaði nánustu sam- starfsmenn sína til fundar þeg- ar í stað þegar þessi fregn barst. Almennt mun þessi fregn gleðja Breta, því að þeir kenna Nasser um obbann af þeim erf- iðleikum, sm þeir hafa átt í á þessum slóðum, — ekki hvað sízt í Aden og Suður Arabíu. — í Tel Avív voru menn mjög glað- ir yfir þessari frétt og innanrík- isráðherrann, Galili sagði, að fall Nassers veitti egypzku þjóðinni tækifæri t'il að semja frið við ísrael og láta af heimsveldis- stefnu sinni. ÖRYGGISRÁÐIÐ Sýrland og ísrael samþykktu í kvöld að fallast á nýjar kröfur Öryggisráðsins um vopnahlé, — en herir landanna hafa staðið í bardögum í dag, og kenna hvor öðrum um. Arthur Goldberg, sendiherra Bandaríkjanna í ráðinu, hafði áð- ur lagt fram tillögu þess efnis, að ráðið skyldi gera nauðsynleg- ar ráðstafanir til þess að herir ísraels, Jórdanfu, Sýrlands og Egyptalands legðu niður vopn þegar í stað og samkvæmt' tillög- unni átti forseti ráðsins, Daninn Hans Tabor og aðalritari Samein uðu þjóðanna, U. Thant að gera strax ráðstafanir til þess að tryggja, að vopnahléið væri virt. Nýjustu fréttir Framliald af bls. 2. og krafðizt þess, að Nasser væri kyrr. Öryggisráðið. Egyptalandsstj. krafðist þess í kvöld, að Öryggisráðið kæmi sam an til skyndifundar vegna þess, að ísraelsmenn hefðu gert loftár ásir á Kairó í kvöld. Meðlimir ráðsins sneru strax aftur til fund arsalarins, þaðan sem þeir voru nýfarnir, eftir að gengið hafði verið frá vopnahléssamþykktinni. Fréttastofum ber ekki saman um, hvort loftárásirnar á Kairó í kvöld hafi verið af ísraelskum rót um runnar eða gerðar af Egypt- um sjálfum til þess að spilla fyr- ir ísrael. Síðustu fregnir herma, að þjóð þingið í Egyptalandi hafi ein- dregið mótmælt því, að Nasser segði af sér. „Þú ert okkar leið- togi og forseti og það skaltu verða svo lengi, sem við lifum,“ sagði í tilkynningu frá þjóðþinginu. Hreinn Frh. af bls. 7. hvort stærstir flokka, eða meðal þeirra stærstu. Á alþjóðavett- vangi er oft bent á Norður- lönd sem fyrirmynd annarra ríkja um félagslegan þroska, samvinnu og einarða framkomu á alþjóða- þingum. Er þetta m.a, afleiðing félagshyggju jafnaðarstefnunnar? — Alþýðuflokkurinn hefur, þrátt • fyrir grundvallarskoðanir sínar, aldrei steinrunnið, heldur jafnan aðlagað stefnu sína að breyttum tímum. Því hlýtur það að vera kappsmál þeirra, sem stuðla að víðsýni, ábyrgð og ár- angri, að gera hlut Alþýðuflokks- ins mestan í þessum kosningum og ætíð annars. Þess vegna kýs ég Alþýðuflokk- inn. Viimar Frh. af. 7. síðu. Að lokum skora ég á alla lýð- ræðissinnaffa vinstri menn, að þeir leggi frarn á morgun sinn skerf til sameiningar íslenzkrar alþýðu undir einu merki, merki Alþýðuflokksins. Tók bremsuljós fyrir stefnuijós Drengurinn, sem lézt í bifreiða slysinu í Ártúnshverfi í fyrra- kvöld var Guðjón Kjartansson, 15 ára, til heimilis að Barðavogi 44. Gerðist atburðurinn með þeim hætti, að Scania Vabis, vöruflutn ingabifreið, var á leið vestur Rofabæ. 3 piltar á vélhjólum voru á sömu leið. Er bifreiðin kom að gatnamótum Rofabæjar og Fagra bæjar, sér sá sem var næstur fyr ir aftan Guðjón, hvar rautt ljós blikkar hægra megin á bílnum og telur það vera stefnuljós. Allt í einu beygir bifreiðin til vinstri en þá er Guðjón alveg komin fast að henni. Lendir hann á gang bretti bílsins, kastast þaðan fram fyrir bifreiðin. Félagi hans snögg beygir til vinstri til að forðast árekstur, en sér í þann mund, hvar bifreiðin hefur stanzað og er vinstra framhjól hennar ofan á Guðjóni. Einnig segist pilturinn hafa um leið séð, að vörubifreið- in var búin að gefa stefnumerki til vinstri. Ökumaður bifreiðarinnar seg- ist alls ckki hafa gefið stefnu- merki til hægri, en hann hafi hins vegar stigið á bremsurnar til að minnka hraðann og því kann bremsuljósið að hafa virkað sem stefnuljós. Ökumaður vöru- bílsins sagðist ennfremur hafa hemlað snögglega, er hann varð drengsins var. Fór hann þá út og sá, að vinstra framhjólið var of- an á Guðjóni. Hljóp hann þá aft ur í bílinn og ók ofan af honum. Hafði hjólið einnig farið yfir cndi langt vélhjól Guðjóns. Gamla konan, sem meiddist hættulega í bifreiðarslysi á Reyja ncsbrautinni sl. þriðjudag, lézt á Landakoti í fyrrakvöld. Hafði kon an verið fyrst flutt á slysavarð stofuna og síðan á Landakot. Knattspyrnumót drengja í Reykja- nesumdæmi í dag í DAG heldur keppni í 3. flokki drengja í knattspyrnumóti Reykjanesumdæmis áfram. Kl. 4,15 leika Breiðablik og UMFK í Kópavogi. Hinn leikurinn í Kópavogi verður milli KFK og Stjörnunnar í Garðahreppi. í Hafnarfirði leika FH og Haukar kl. 4.15. Á sunnudagsmorgun leika Hauk ar og FH til úrslita í 5. flokki í Hafnarfirði og hefst leikurinn kl. 10,30. Banaslys á dráttarvél ÞAÐ slys varð í gærdag að Holtakotum í Biskupstungum, að 10 ára gamall drengur varð und- ir dráttarvél og beið bana. Ók drengurinn dráttarvélinni og var að draga yfir túnið, er hann lenti í ójöfnu, missti vald á dráttarvélinni, og kastaðist úr henni. Varð hann undir öðru hjól inu og mun hafa látizt samstund- is. Dr'áttarvélin hélt áfram og end aði för sína á girðingu. Var hún enn í gangi, þegar komið var að henni og búinn að spóla töluvert í jarðveginn. Maðurinn minn og faðir okkar GUÐNI PÁLSSON, skipsstjóri, andaðist að Hrafnistu 9. ,þ. m. Þórunn Magnúsdóttir og börn. 14 10. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.