Alþýðublaðið - 10.06.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 10.06.1967, Blaðsíða 8
Á KOSNINGASKRIFSTOFUNNI Á ínorgun er kjördagur. Þá munu tugþúsundir íslendinga ganga að kjörborðinu og skera ur því með atkvæðum sínum hverjir munu fara með úrslitavaldið í málum þjóðarinnar næsta kjör- tímabil. Hinni venjulegu kosninga baráttu fer senn að Ijúka, en úr- slitin verða ekki ráðin fyrr en að loknum kjörfundi annað kvöld. Við litum í gærkvöldi inn á kosningaskrifstofu Alþýðuflokks- ins við Suðurlandsbraut til að Jóna Ingimarsdóttir. leita frétta hjá þeim, sem undan- fa'rnar vikur hafa staðið í eldin- um, markvisst unnið að velgengni flokksins í kosningunum. Þar var fyrir mikill fjöldi áhugamanna, og fór ekki milli mála, að allir hugð- ust leggja sitt lóð á' vogaskálarn- ar til að hlutur Alþýðuflokksins og jafnaðarstefnunnar yrði sem mestur í þeim þýðingarmiklu kosningum, sem í hönd fara. Við tókum tali tvær konur, Jónu Ingimarsdóttur og Elínu Þorsteinsdóttur, og spurðum þær hvernig starfið hefði gengið. Það hefur verið ákaflega mikið að gera, og vinnudagurinn hefur tæpast nægt okkur. Og hvernig hefur ykkur fund- izt hljóðið í stuðningsmönnum Alþýðuflokksins? Það er nær undantekningarlaust mjög gott og hefur það átt hvað drýgstan þátt í því að gera sarf okkar ánægjuleg. Hefur þú áður starfað að kosn- ingaundirbúningi, Jóna? Einu sinni áður. Það var í fyrra- vor, fyrir borgarstjórnarkosning- arnar. Annars hef ég nokkra reynslu í því að umgangast fólk, þar sem sem ég vann fyrir nokkr- um árum á auglýsingaskrifstofu Alþýðublaðsins. Elín er ekki heldur neinn við- vaningur, því hún vann í mörg ár á skrifstofu Alþýðuflokksins og hefur síðan tekið virkan þátt í kosningastarfinu. Finnst þér undirtektir fólks betri nú en oft áður, Elín? Já, og persónulega, er ég mjög ánægð með árangurinn og kvíði ekki úrslitum. Að lokum ræðum við stuttlega við Lars Jakobsson, en hann hef- ur yfirumsjón með starfinu á kosningaskrifstofunni. Hvernig gengur að fá fólk til starfa, Lars? Ágætlega. Hér vinna tugir sjálf boðaliða á hverju kvöldi og sýna lofsverðan áhuga. Við höfum orð- ið þess áþreifanlega vör, að straumurinn virðist liggja til Al- þýðuflokksins og gamlir stuðnings menn beita sér nú af krafti í bar- áttunni fyrir flokkinn. Þetta hefur glatt okkur mjög og eflt til dáða. Ég vil að endingu hvetja allt Alþýðuflokksfólk og alla stuðnings menn flokksins til að kjósa snemma, hafa samband við skrif- stofur okkar og veita alla þá að- stoð sem að gagni má ,koma. Leggj um þannig öll fram okkar skerf til að gera sigur Alþýðuflokksins sem glæsilegastan í kosningunum á morgun. Elln Þorstei-nsdóttir. Lars Jakobsson. 8 10. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.