Alþýðublaðið - 20.06.1967, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.06.1967, Blaðsíða 3
Lítil síldveiði Undanfarna sólarhringa hefnr síldvciffi veriff tregr. Verulegt afla magn hefur samt fundizt 6 miff- unum 60—80 mílur suí'- suffaustnr af Jan Mayen, en síldin stendnr d.iúpt ogr er stygg’. SI. sólarhriug4 var veffur hagstætt, en mikil þoka \ Frá því á laugardaginn hafa eftirtalin skip tilkynnt síldarleit- inni um afla: Lestir Hoffell SU 60 Vignir GK 200 Arnar RE 170 Náttfari ÞH 120 Jón Finnsson GK 160 Ársæll Sigurðsson GK 150 Framhald á bls. 14. Nýtt lágmarksverö á kolategundum Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávar- verð samkvæmt heimildi í 1. gr. útvegsins hefur ákveðið lágmarks laga um ráðstafanir vegna sjáv- verð á eftirtöldum kolategundum, arútvegsins. frá 31 marz 1967. er gildir frá 15. júní til 31. des- Hið ákveðna lágmarksverð og ember 1967. fiskverð með framangreindri við- Ríkissjóður mun greiða 11% við toót verður sem ihér segir. bót við hið ákveðna lágmarks- Skarkoli (Plaice) Lágmarksverff jpr. kg. Meff 11% viðbót pr. kgr. 1. flokkur A, 453 gr. til 1250 gr. kr. 6.95 kr. 7.71 1. flokkur A, yfir 1250 gr. — 5.05 — 5.61 1. flokkur A, 250 gr. til 453 gr. — 2.64 — 2 93 1. flokkur B, 453 gr. til 1250 gr. — 4.66 — 5.17 1. flokkur B, yfir 1250 gr. — 3.38 — 3.75 1. flokkur B, 250 gr til 453 gr. — 2.64 — 2.93 Þvkkvalúra (Lemon-Sole) 1. flokkur A, 400 gr. og yfir — 5.88 — 6.53 1. flokkur A, 250 gr. til 400 gr. — 2.05 — 2.28 1. flokkur B, 400 gr. og yfir — 3.92 — 4.35 1. flokkur B, 250 gr. til 400 gr. — 2.05 — 2.28 Langlúra (Witch) — 3.04 — 3.37 1. flokkur A, (allar stærðir) 1. flokkur B, (allar stærðir) Verðið er miðað við slægðan flatfisk. Verð á stórkjöftu (Megrin) og öðrum flatfiski, sem ekki verð- ur frystur til manneldis, en yrði frystur sem dýrafóður, enda má —' 2'04 — 2.26 hann þá vera óslægður. — 120 — 1.33 Verðflokkun samkvæmt framansögðu byggist á gæðaflokkun fersk fiskeftirlitsins. Verðið miðast við, að seljandi afhendi fiskinn á flutningstæki við hlið veiðskips. Framangreint lágmarksverð var ákveðið með atkvæðum odda- manns og fulltrúa fiskkaupenda gegn atkvæðum fulltrúa fiskselj- enda í yfirnefnd í yfirnefndinni áttu sæti: Jónas H. Haralz, forstj. Efnahagsstofn- unarinnar, sem var oddamður, Bjarni V. Magnússon, framkvæmda- stjóri og 'Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, framkvæmdastjóri, fulltrúar fiskkaupenda og Kristján Ragnarsson, fulltrúi og Tryggvi Helga- son, formaður Sjómannafélags Akureyrar, fulltrúar fiskseljenda í nefndinni. Reykjavík, 19. júni 1967, Verðlagsráð sjávarútvegsins. Hátíffahöldin 17. júní fóru hiff bezta fram í Reykja- vík, þótt veffur væri langt frá því hagstætt. Dagskrá- in var meff ekki ósvipuffu sniffi og áffur, þótt nú hefði hátíffin verið flutt úr miff- bænum inn í Laugardal. Fyrir hádegi lagðj Forseti íslands eina og áffur blóm- sveig aff minnisvarffa Jóns Sigurffssonar. A3 lokinni þeirri athöfn gerffist þaff utan dagskrár aff Jóhannes Kjarval listmálari gekk fram og las drápu mikla eftir sjálfan sig, og var þá þessi mynd tekin. KJARVAL LES DRÁPU Rótar upp þorski við A - Grænland NÚ, þegar nær allur hinn glæsi iegi fiskifloti landsmanna er á síldveiðum austur í hafi, bregður ■ svo við, að eitt íslenzkt fiskiskip rótar upp bolfiski við strönd Aust ur-Grænlands. Þar sem þetta kann að vekja furðu margra, náð- um við tali af útgerðarmanninum, Sigurði Péturssyni, og báðum hann að segja okkur örlítið frá þessum nýstárlegu veiðum. Skip það sem hér um ræðir er Pétur Sigurðsson, RE 331, 150 tonn. Komið var á miðin, sem eru á 65 gráðu norður breiddar, s.l. föstudag, og eftir tvo sólarhringa Ihöfðu aflazt nálægt 30 tonn á línu. Fiskurinn er ísaður og verð- ur síðan frystur til útflutnings í Ihraðfrystitoúsum. Ætlunin er, að sumar á svipuðum slóðum. Áhöfn báturinn stundi þessar veiðar í in er 12 menn og skipstjóri Guð- Bridgespilarar Á fimmtudögum er spil- aff í læknahúsinu viff Egils- götu. Öllum heimili þátttaka. Bridgesamband íslands. mundur Kristjónsson frá Ólafs- vík. Engar tilraunir til línuveiða toafa verið gerðar við Austur- Grænland að undanskildum tveim ur til þremur veiðiferðum tveggja Patreksfjarðarbáta nú í vor. Veiddu þeir einnig á línu og öfl- uðu vel. Nú munu þeir toins veg- ar hætta línuveiðunum og hefja síldveiðar fyrir austan. Með þessari tilraun er ætlunin að slá tvær flugur í einu höggi. Annars vegar að afla aukins bol- fiskjar og auka þannig aflaverð- mætið, en hins vegar að svala hungri vinnslustöðvanna, sem m.a. líða undan hráefnisskorti. Veiðitíminn gæti staðið yfir frá maí byrjun til hausts, jafnvel til áramóta. Þannig mætti fullnýta þorskveiðiskip allan ársins hring, enda vaknar sú spurning í þessu sambandi, hvort eðlilegt megi telj ast, að öll nýju og glæsilegu fiskiskipin séu marga mánuði árs ins bundin við að veiða gúanóvöru eins og nú er raunin. Ef gerður er nú samanburður á aflaverðmæti getur öllum skil- izt hver munur er á. Pétur Sig- urðsson getur hæglega komið með um 70 tonn af Grænlandsmiðum. Brúttóverðmæti þess afla er um 400 þúsund krónur. Fyrir sama síldarmagn eru greiddar rúmar 84 þúsund krónur. Þá ber að geta þess, að útflutningsverðmæti þorskaflans getur allt að fjórfald azt frá fyrr greindu verði. Alþýðublaðið mun fylgjast með þessari attoyglisverðu nýjung, þar sem toér er um að ræða tilraun, sem leitt gæti til verulegrar hækk unar á útflutningsafurðum sjávar- útvegsins. Veður óhagstætt Þjóðtoátíðarveðrið var mjög slæmt sunnanlands og vestan að þessu sinni. Hins vegar var sól- skin og blíða um Norður- og Austurland og komst hitinn víða í 18—20 stig. Hátíðahöldin i Reykjavík voru að þessu sinni með talsvert öðru sniði en tíðkazt hefur undanfarin ár, og fóru þau öll fram inni í Laugardal. Vakti hin nýja tilhög- un talsverðar deilur og urðu marg ir til að mótmæla henni. m.a. ailir nýstúdentar í Reykjavík. Veð urguðirnir brugðust einnig reið- ir við og spilltu hátíðahöldunum. 20. júní 1967 - ALÞÝ0UBLAÐH) 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.