Alþýðublaðið - 24.06.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.06.1967, Blaðsíða 4
[£Q£gte) Ritstjórl: Benedikt Gröndal. Simar 14900—14903. — Auglýsingasíml: 14906. — ASsetur: Alþýöuhúsíð vi0 Hverfisgötu, Rvík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Simi 14905. — Áskriftargjald kr. 105.00. — t lausa- sölu kr. 7.00 elntakið. — Útgefandi: Aiþýðuflokkurinn. WILLY BRANDT WILLY BRANDT, utanríkísráðherra Vestur-Þýzka ‘lands, er velkominn gestur á íslandi. Heimsókn hans til íslands sem og hinna Norðurl'andanna er það, sem kalla mætti pólitíska kurteisisheimsókn. Meginerindi Brandts til Norðurlanda er að ræða við forystumenn þeirra xun heimsmálin og þá alveg sérstaklega horfur á friðsamlegri sambúð þjóða í Evrópu. Utanríkisstefn-a Vestur-Þjóðverja hefur ver- ið stíf og ósvegjanleg um árabil, enda eiga þeir við að etja harða andúð kommúnistaríkjanna í Austur- Evrópu og tortryggni í þeirra garð er mögnuð austur þar. Nú hefur Willy Brandt losað um böndin, skap að nýtt andrúmsloft með nýjum viðhorfum. Hann hefur skilið sína samtíð, fundið hvenær rétt var að leita nýrra leiða. Sérstaklega hefur hann viljað bæta sambúð Þjóðverj'a og þjóðanna í Austur-Evrópu og hefur hann þegar náð nokkrum árangri á því sviði, þótt stefnubreyting hans hafi einnig mætt andspyrnu þar eystra. Norðurlönd hafa sem heild sérstöðu í stjómmálum Evrópu. Þau höfðu allt kalda stríðið nánara sam- ’band við Austur-Evrópu en flest önnur Evrópuríki og sum þeirra, sérstaklega Finnar, eru þar mjög kunn ugir málum, eins og að líkum lætur. Það er af þess- um ástæðum, sem Willy Brandt ræðir við norræna stjórnmálamenn. Má gera ráð fyrir, að Norðurlanda- menn muni ávallt fúsir til að leggja lið hverri tilraun, sem gerð er til að bæta sambúð Evrópuríkja og draga úr líkum á nýjum ófriði. Tvær heimsstyrjaldir ættu að vera meira en nóg á einni öld. Þótt sleppt væri stórpólitískum vandamálum mundi untanríkisráðherra Vestur-Þjóðverja heim- sækja Norðurlönd til þess eins að viðhalda góðri sam búð við granna sína í norðri. Þetta hlutverk er Willy Brandt kært, því að hann dvaldist landflótta í Nor- egi og Svíþjóð á annan áratug, talar norsku og hefur orðið fyrir miklum áhrifum af norrænum þjóðfélags- málum og menningu. Þýzkir jafnaðarmenn voru lengi fastheldnir á gaml ár kreddur og kenningar og seinir að laga þær eftir dðstæðum nútímans, eins og jafnaðarmenn hafa gert í nálega öllum löndum. Þó fór svo, að þeir tóku upp nýjar leiðir með Godesberg-stefnunni svonefndu og fylgdu þar mjög fyrirmyndum frá Norðurlöndum. Á hirum nýja grundvelli hafa þeir náð meiri árangri •en fyrr í Þýzkalandi, og vonir þeirra til að vinna meirihluta í kosningum eru taldar mun meiri. Willy Brandt er fulltrúi hinnar nýju kynslóðar 'þýzkr-a jafnaðarmanna. Hann er opinn fyrir þróun t'ímans og vill leita nýrra leiða til farsælli framtíð- ar. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika hefur hann unnið sér miklar vinsældir og tiltrú, ekki aðeins í Þýzkalandi lieldur viða um heim. 4 24. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Boeing 727 þotan kemurtil landsins ídag Við óskum Flugfélagi íslands h.f. og landsmönnum öll- um til hamingju með þennan nýjasta og glæsilegasta flugfarkost fslendinga. Allar hverfilknúðar flugvélar í eigu Flugfélags fslands hf. og Loftleiða hf. nota ESSO TURBO OLÍUR á hreyfl- ana. Fyrsta þotan, hin nýja BOEING 727, notar ESSO TURBO OIL 2380. OLÍUFÉLAGIÐ H-F. Klapparstíg 25/27 Keflavíkurflugvelli Reykjavík. Sími 24380 Sími Keflavík 1481. + ÞINGVELLIR. ÞAÐ er næstura sama hvaða góðvið- risdag maður kemur að Þingvöllum á sumrin, þar er ævinlega margt um manninn og um helgar, er þar bókstaflega krökkt af fólki, þegar vel viðrar. Gallinn virðist vera að verða sá, að þjóðgarðs- svæðið, eða sá hluti þess sem er auðveldlega að- gengilegur fólki er of lítið. tþví sé veðrið gott um helgar er hvergi hægt að finna sér laut til að drekka kaffisopa, nema þá að koma mjög snemma dags. Virðist því fullkomlega athugandi, að stækka þjóðgarðssvæðið og einnig mætti að skaðlausu gera þar ýmsar ráðstafanir fyrir ferðafólk, svo sem að fjölga sorpílátum, gera fleiri tjaldsvæði og ganga betur frá þeim og setja upp útináðhús á að minnsta kosti tveim stöðum, þar sem jafnan er mest um tjöld og umferð ferðafólks. Þetta þyrfti ekki að kosta nein ósköp, en yrði áreiðanlega vel þegið og metið. Þá vantar mjög á að eftirlit sé nægilegt með góðri umgengni á þjóðgarðssvæðinu og setja þarf upp reglur um það hvar mönnum er heimilt að veiða og hvar ekki. ★ VINSÆLL STAÐUR. UM það xarf enginn að efast að að- sókn ferðafólks á Þingvöll á enn eftir að fara vax andi, þótt ýmsum þyki nú nóg um. Með vaxandi bifreiðaeign á umferð þangað enn eftir að aukast verulega, og gera þarf ráðstafanir til að mæta því. Það virðist því miður svo, að þeir sem ráða fyrir þessum stað, hafa næsta lítið gert þar til úrbóta fyrir ferðafólk, og verður þar að verða skjótleg breyting á. Þessi staður má aldrei komast' í niðurníðslu vegna slæmrar umgengni eða slóðaskapar við að búa sómasamlega að ferðafólki, sem þar kemur eða á leið um. Þingvellir eru þjóðareign og þar verður að vera þjóðarsómi að öllum framkvæmdum, þótt svo hafi ekki verið til þessa því miður samanber sumar bústaðavitleysuna við þjóðgarðinn. Vonandi verð- ur ekki haldið lengra á þeirri braut, og er þar þó þegar komið of langt. — Það verður að fara að hefjast handa og sinna Þingvöllum betur en gert hefur verið til þessa, ef ekki á illa að fara í framtíðinni, og niðjar okkar, sem í dag lifa munu litlar þakkir kunna okkur fyrir að spilla þessum þjóðhelga stað. Karl. Áskriftasími Alþýðublaðsins er 14900

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.