Alþýðublaðið - 27.06.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 27.06.1967, Blaðsíða 7
Minning: Leopold Jóhannesson Meö Leopold er genginn einn-af hinum traustu, og skoðanaföstu brautryðjendum íslenzkrar verk- lýðshreyfingar og Alþýðuflokks- ins. Einheldinn maður og sam- viskusamur og laus við allan flysj ungshátt' og sýndarmennsku. Glað ur maður og félagslyndur, er á- vallt var viðbúinn, að leggja góðu máli lið eða hlaupa undir bagga með félögum sínum ef á bjátaði. Hann þekkti ég um áratugi sem nágranna og samherja og ávallt að drengskap staðfestu og fórn- fýsi. Foreldrar Leopolds voru hjónin að Dunk í Dalasýslu Anna Guð- mundsdóttir og Jóhannes Einars- son. Árið 1926 kvæntist hann eftir- lifandi konu sinni Ágústu Jónas- dóttur, er var manni sínum -mjög samhent og lifir hún hann ásamt 5 uppkomnum börnum þeirra. Bar Leopold hag barna sinna mjög fyrir brjósti og gladdist innilega yfir barnaláni. Leopold stundaði margvísleg störf um dagana, enda lék allt í höndum hans er að verkamenningu laut hvort heldur var togaravinna, og þá mestar, er hann dró lax og viðureignin milli hans og laxins var tvísýnust. Kæri vinur og samherji þökk fyrir viðkynninguna og samfylgd- ina. Erlendur Vilhjálnisson. ÍSLANDSMÓTIÐ LAUGARDALSVÖLLUR í kvöld kl. 20,30 leika: FRAM - I.B.K. Dómari: Hreiðar Ársælsson. MÓTANEFND. Nauðungaruppboð Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík fer fram nauðungar- uppboð að Ármúla 26, hér í borg, fimmtudaginn 29. júní 1967, kl. 1,30 síðdegis. Seldur verður ýmiskonar varningur tií fullnægju ógreidd- um aðflutningsgjöldum, svo og söluskatti, ennfremur vör- ur, sem gerðar hafa verið upptækar. Þá verður einnig selt eftir kröfu bæjarfógetans í Kópar vogi, Búnaðarbanka íslands, Iðnaðarbanka íslands hf.. Út- vegsbanka íslands og ýmsra lögmanna, lögteknir og fjár- numdir munir, svö sem húsmunir, skrifstofuvélar og áhöld allskonar. Eftir ákvörðun skiptafunda verðá ernnig seldir húsmunir úr dánarbúi Magnúsar G. Blöndal, vöruleyfar úr þrotabúi Valvers hf og afgangur af upplagi af Vikublaði Fálkans, eign Fálkans hf. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. AUGLÝSIÐ í ALÞÝÐUBLAÐINU Ég hef beitt ýmsum ráðum, þeg ar ég hef þurft að hjálpa fólki vegna bakverkjar. Það má nota stálkorselett eða nudd, lyf eða skurðaðgerðir. Ég byrja gjarnan á auðveldasta, einfaldasta og þar með ódýrasta ráðinu, en tek síð- an upp flóknari aðgerðir, ef þörf krefur. Tilgangurinn er alltaf að ná fullri heilbrigði, ekki aðeins bráðabirgða bata eða kvalastill- ingu. Fyrir kemur, að sjúklingurinn þurfi ekki á öðru að halda en tveim aspiríntöflum. í önnur skipti kann að reynast nauðsyn- legt að gera verulega skurðað- gerð. Það er ekki gott fyrir lækn- inn að vita hvers þarf með eftir að hafa skoðað sjúklinginn einu sinni. Það er heill herskari af vanda- málum í sambandi við hrygginn, er getur valdið tímabundnum eða varanlegum bakverk. Sjúkdómur í brjóskflögunum í hryggnum, van sköpun í hryggsveigjunni, dálítill munur á lengd beina, slæm stell- ing og jafnvel sár í skeifugörn geta valdið bakverk. Hryggurinn er eins og brú, sam an sett úr mörgum hlutum. í ’sjálfri hrygglengjunni eru 24 bein, sem liggja hvert ofan á öðru, næstum eins og byggingakubbar, og lá milli þeirra mjúk flaga. Þessi brú er borin uppi af spjaldhryggn um, en hann hvílir síðan á þeim stoðum, sem fætur vorir mynda. Menn geta sjálfir ímyndað sér áreynsluna, sem myndast á mðt- um spjaldhryggs og hrygglengju, og það er heldur ekki undarlegt, að einmitt þar er oft að finna orsökina fyrir verkjunum. Bæði er auðvelt að ofreyna þennan lið, og svo verður hann fyrir sliti. Hálsrígur er yfirleitt ekki tal- inn bakvérkur. En þetta er oft ekki rétt. Hálsinn, eða ef við vilj um heldur hálsliðirnir, er afar- veigamikill hluti hryggsúlunnar. Hauskúpan, með sínu fína inni- haldi, vegur salt á hálsbeinunum, úm það bil eins og melóna, sem sett er á stöng, samansett úr sjö hlutum. Næstum allir verkir í háls liðum geta dreifzt þannig, að þeir komi ekki aðeins fram á þeim stað, heldur líka í öllum efri hluta hryggsins, öxlunum og höfðinu. Þetta stafar af óeðlileg- um þrýstingi á taugar á þessu svæði. Hve margvísleg slík vandamál í hálsliðum geta verið má sjá af eftirfarandi: Marta S, þrettán ára gömul stúlka, hafði stöðuga verki í hálsi og baki í heilt ár. Einkum voru verkirnir slæmir á morgnanna, þegar hún ætlaði á fætur. For- eldrarnir reyndu ýmisleg ráð. Þau fóru með hana í röntgenrannsókn, fengu taugasérfræðing til að skoða hana, þá tók beinasérfræð- ingur við, henni voru fengin ný gleraugu, en allt árangurslaust. „Hve lengi hefur þú haft kodda úr frauðgúmmíi?“ spurði ég Mörtu. ,,Um það bil eitt ár“, svar- aði hún. ,,Losaðu þig við þann kodda og fáðu þér lítinn og þéttan venju- legan kodda í staðinn“, sagði ég. Foreldrarnir voru vantrúaðir, en þau fóru að mínum ráðum. Daginn eftir voru verkirnir horfn ir. Hið mjúka frauðgúmmí véitti hálsvöðvum Mörtu ekki nægilegán stuðning, og þess vegna drógust vöðvarnir saman á nóttunni. Það eina, sem Marta þurfti á að halda frá læknavísindunum, var ráðið um nýjan kodda. Virginía var sextán ára og gekk í menntaskóla. Hún var all’há- vaxin og með örlitla hrygg- skekkju. Mánuðum saman kvart- aði hún úm verki í baki og hálsi. Ég reyndi við hana ýmis lyf, en ekkert stoðaði. Þegar henni þatn- aði ekki, sendi ég hana til bqina- sérfræðings. Hann hringdi til imín tveim dögum síðar. ,,Þér verðið að gera eitthvað til að koma vitinu fyrir móður- ina“, sagði hann. „Hún þvingar Virginíu of mikið til að koma henn hátt í skólanum. Virginía hefur móður sína bókstaflega á hálsinum og þar af stafa verkirn- ir‘“. Eins kurteislega og ég gat út- skýrði ég þetta fyrir móður Vir- giníu og fékk hana til að skilja, að hálsvöðvar geta alveg eins orð ið fyrir tilfinningalegum eins og líkamlegum þrýstingi, og þetta stafaði af of miklum lestri og námi. Ég fékk hana til að skilja, að tími væri kominn til að slakað yrði á heima fyrir. Þetta góða ráð reyndist bera árangur og hjálp- aði Virgíníu allt öðru vísi en öll lyfin höfðu gert. Frank O. var 55 ára gamall sölumaður. Hálsrígurinn í honurn hófst morguninn eftir að hann hafði orðið meistari í keiluspili i klúbbnum sínum. Hann tók eftir, að verlturinn var verstur, þegar liann hreyfði höfuðið. Þetta koni honum til að halda, að hann hefði tognað, og ég gaf honunii þau ráð, sem venjulega eru í.slík um tilfellum hvíld, hlýindi, njidd, aspirín og vöðvaslakandi lyf. Er 'honum batnaði ekki, léjt ég hann fara í röntgenrannsókn. Ég reyndi svo ýmis önnur lyf,} en verkirnir héldu áfram. Það tók nú að valda nokkrum kvíða, að þera tók á magnleysi í vinstri ppp- handlegg. Við þetta bættist svo Fxamhald ó 15. síðú. 27. ' júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.