Alþýðublaðið - 27.06.1967, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 27.06.1967, Blaðsíða 15
Bakverkur Frh. af. 7. síðu. sýnilega vöðvarýrnun í vinstri 6x1. Ég fór að verða hræddur, að brjóskflaga í hálsliði kynni að hafa skaddazt og kom Frank til tauga-skurðlæknis, sem lagði hann inn á sjúkráhús til athugun- unar. FlögUr skaddast aðallega neðar í hryggnum, en slikt getur líka gerzt í hálsinum. Venjuleg röntgenmynd getur ekki sýnt slíka sköddun með neinni ná kvæmni, en það er hægt að gera með svokölluðu myelogrami, og og hér var það notað. Frank var skorinn upp nokkr- um dögum síðar. og það kom í ljós, að hin skaddaða flaga þrýsti á taugar. Flagan var numin burtu og Frank varð fullfrískur aftur. Skurðaðgerð hafði heppnazt þar sem lyf og nudd og geislar höfðu ekki náð árangri. , Verkir í hryggnum frá neðsta liálslið niður að mjóhrygg stafa venjulega af slæmum stellingum unglinga eða'gigt hjá eldrá fólki. Námsmenn, ritarar, bókhaldarar, teiknarar og aðrir, sem vinna við borð, þurfa að hafa þægileg borð og góða stóla. Það verður að vera góð birta, enginn dragsúgur eða þess háttar og öll önnur skilyrði góð, ef slíkt fólk á að sleppa við bakverk. Ég reyni því alltaf að fá eftir- taldar upplýsingar hjá sjúkling- um mínum. Hvað vinnur hann? Hvernig vinnur hann? Getux- liugs azt, að hann ' virini þannig, að hryggurinn verði fyrir áreynslu, án þess að hann geri sér það ljóst. Nei, hryggurinn er ekki neitt einfalt mál. Hann er þvert á móti ákaflega flókin samsetning, sem menn eru nú fyrst að byrja að gera sér ljóst leyndardómana í, og það er fyrir að þakka hjálpar- tækjum, eins og t.d. kino-radio- grafíu, kvikmyndun með röntgen- geislum og flókinni lífefnafræði- legri efnagreiningu. Landspróf Frh. af 6. síðu. hinn 15. júní s.l., þ.e. einkunn- ijm fyrir Reykjavík, Kópavog og Hafnarfjörð. Á þessu svæði 'reyndist meðaltal allra aðaleink unna vera 6,42, en meðaleikunn hverrar námsgreinar var sem hér segir: 1. íslenzka, lesin 6,38 2. islenzka, stíll 6,90 3. Danska 6,21 4. Enska 6,91 5. Saga 6,72 6. Landafræði 6,10 7. Náttúrufræði 6,25 8. Eðlisfræði 6,02 9. Stærðfræði 6,26 Á þessu sést, að tvær náms- greinar eru lægri en danskan, þ.e. eðlisfræðin og landafræðin, en-tvær aðrar greinar eru mjög ■svipaðar, eða náttúrufræði og stærðfræði. Sérstaklega voru reiknaðar út og sundurliðaðar einkunnir nem enda, eftir því, hvort þeir höfðu lesið bækur Ágústs Sigui-ðssonar eða bækur Haralds Magnússon- á?...bg'" Ériks SöndeMíolms í dönsku. 1. Nemendur með bækur Á. S. Meðaltal Meðaltal Mismunur aðaleink. dönskueink. 6,85 6,76 -0,09 2. — með bækur H.M. og E.S. Meðaltal Meðaltal Mismunur aðaleink. dönskueink. 5,94 5,60 -0,34 Af þessum útreikningi verður ljóst, að danskan er nokkru lægri en aðaleinkunnin hjá báð um nemendahópunum, 0,09 stig um lægri hjá nemendum, sem hafa lesið bækur Á.S., en 0,34 ! stigum lægri hjá þeim, sem hafa lesið bækur H.M. og E. S. Mis- munurinn á fráviki aðaleinkunn ar og dönskueinkunnar er því 0,34—0,09 sama sem 0,25 stig. Erfitt er að segja til um það án . sérstakrar rannsóknar, af hverju þessi mismxmur, sem er lítill, muni stafa. Þó verður að telja i líklegt, að fremur slakir nemend j ur til bókniáms standi ekki hvað sízt höllum fæti í samanburði við þá jafnaldra sína, sem hneigðari eru til ibóknáms, þeg- ar um nám erlendra tungumála er. að ræða. Sé þessi skýring rétt, er fráviksmunur dönsku — og aðaleinkunnar engan veginn óeðlilegur, en svo sem sjá má á töflunni hér að ofan, reyndist sá nemendahópur, sem las bæk- ur H.M. og E.S. vera hinum ■hópnum lægri í aðaleinkunn sem nam 0,91 stigL Um það, hvort 0,25 stigum lægri einkunn í einni námsgrein ráði úrslitum um gengi á próf- inu, skal þetta tekið fram: Nem- andi, sem vantar þessi 0,25 stig í einni grein til að standast efra mark prófsins, fengi 5,97 í að- aleinkunn. Allir nemendur, sem fá 5,97 í meöaleinkunn, eru hækkaðir upp í 6,09 af nefnd- inni. Nefndin hækkaði raunar enn lægri einkunnir upp í tilskil ið lágmark. Samkvæmt ofangreindum út- reíkningum, sem Sveinn Bjönxs- son stud. oecon. annaðist, reyn- ast því ásakanir um hlutdrægni nefndarmanns, þeim nemendum í óhag, sem lesið hafa bækur H. M. og E.S., ekki hafa við rök að styðjast, þegar einkunnir hafa verið rannsakaðar. 4. Ásökun O.A.S. og Ó.M. fjallar um hlutdrægni í vali texta í ólesinni þýðingu, þeim nemend- um í óhag, sem lesið hafa bæk- ur H.M. og E.S. Varðandi þetta atriði hafa verið gerðir nokkrir útreikningar á hinum ýmsu hlut um dönskueinkunnar nemend- aima, en þýðing á íslenzku gild ir 2/7 af heildareikunn, þar af ólesin þýðing tæpan þriðjung, eða tæplega 2/21 af heildarreink unn í dönsku. — Útreikninga þessa annaðist Hörður Berg- mann B. A. Samandregnar niðurstöður út reikninganna eru sem hér segir: 1. Nemendur með bækur Á. S. (alls 300 nem.) þýðingar þýðingar Meðaltal Meðaltal Mis- lesinnar ólesinnar munur 8,05 7,16 —0,89 2. Nem. með b. H.M. og E.S. (alls 268 nem.) Meðaltal Meðaltal Mis- lesinnar ólesinnar munur B'ifreiðin FRAMLEIÐUM 4KLÆÐI á allar ternndir O T U R Hringbraut L*l. ími 10659. VEL ÞVEGiNN BiLl O'" ' B I L A • LÖKK Grunstur Fyllir Sparsl Þynnir Bón. •KNKAUMBO® ÁSGEiE ÓLAFSSON, nelldv Vonarstræti 12 Sími U073 H|óibar$aveit» stæfii Vesiurbæfar Við Nesveg, Sími 2312«. Annast allar viðgerðir a bjó) börðum og siöngum Smurstöðin Reykjavíkurvegi 64, Oafnar- firðL Opið alla virka daga írá ii t,30 — 19 s.d„ laugardaga ttl hádegis. Vanir menn. Sími: 52121 úpið ahi iria daga ftrá ád. 8—22 neina iaugardaga fr* 8—16, Fljóí ag góS aSgrelðslí. H j ó1 ba rð a viðgerSin Reykjavíkurvcgi 66 Hafnarfirði. Sfmi 51963. Gas fyrir vindlakveikjara CAS mun framvegis fást á útsölustöðum okkar um latud allt. Gasið er í brúsum. Með hverj- um brúsa fylgja átta mismtjnandi stútar svo hægt er að fylla flestar gerðir kveikjara. Þetta er einnig til sölu fyrir verzlanir ásamt öðrum smávörum okkar. HAGSTÆTT VERÐ. OLÍUVERZLUN ÍSLANDS HF. þýðingar 5,41 þýðingar 6,50 + 1,09 Tölumar sýna ótvírætt, að ó- lesna þýðingin hefur engan veg inn verið nemendum bóka H.M. og É.S. óhagstæð, heldur þvert á móti hagstæð. Hún hefur hins vegar verið nemendum bóka Á. S. tiltölulega óhagstæð. Af eink- unnunum verður því Ijóst, að ásakanir um hlutdrægni við textaval í ólesinni þýðingu í ó- hag nemendum bóka H.M. og E. S„ hafa við engin rök að styðj- ast. Samning prófa er mikið á- byrgðar- og vandaverk. Sjónar- mið manna eru misjöfn um próf, bæði efni þeirra, form og þyngd Landsprófsnefnd telur vissulega gagnlegt að fá ábendingar og at- hugasemdir um prófin frá skóla- mönnum; nefndin er engan veg- inn yfir gagnrýni hafin, og af sjónarmiðum annarra geta menn lengi lært og víkkað sjón deildai'hring sinn. Þær ásakanir í garð nefndar- manns, Ágústs Sigurðssonar, sem hér hefur verið svarað, eru annai's eðlis. Þær eru um meint misferli í starfi og misnotkun aðstöðu og eru ærumeiðandi fyr ir viðkomandi nefndarmann. Við athugun skjala og tölufræðilega úrvinnslu einkxmna hefur engin þessara ásakana reynzt á rökum reist. Landsprófsnefnd harmar, að einstakir skólamenn skuli hafa borið fram svo þungar og alvarlegar lásakanir, án þess að staðreyndir væru áður grand- skoðaðar. Um mál sem þetta verður ekki dæmt með skoðanir manna að mælikvarða, heldur með undanbragðalausri könnun staðreynda. F. h. landsprófsnefndar. Andri ísaksson, form. SVEINN H. VALDIMARSSON hæstaréttarlögmaður. Sölvhólsgata 4 (Sambandshús 3. hæð). Símar: 23338 — 12343 nu AU6LYSIÐ 27. júní 1967 ALÞÝÐUBLAÐI9 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.