Alþýðublaðið - 27.06.1967, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.06.1967, Blaðsíða 3
SYGIN A KUBU Nevv York 26. fi. (NTB-Reuter) ALEKSEJ Kosygrin, forsætisráff- herra Sovétríkjanna fór til Kúbu frá New York i dag í heimsókn til Fidel Castro, forsætisráðherra fvar. Sovézki forsætisráffherrann dvaldist í Bandaríkjunum í níu' dagra og ræddi har tvisvar viff Johnson, Bandarikjaforseta, hélt ræðu á Allsherjarþinginu ogr ræddi við blaffamenn áður en hann fór. Þegar Kosygin steig upp í bíl- inn á leið til flugvallarins vatt blaðamaður sér að honum og spurði, hvort 'hann ætlaði til Kúbu. Þessi spurning virtist koma Of harðorð mótmæli Peking 26. 6. (NTB-Reuter) BREZKI sendiráðsfulltrúinn í Peking neitaði að taka á móti kínverskum mótmælum vegna meðhöndlunar á Kínverjum í IIong-Kong, vegna þess, hvað mótmælaorðteendingin var „á- kaflega ódiplómatískt orðuð“. Þessi mótmælaorðsending var mjög harðorð, að því er kínversk yfirvöld segja, — en þetta er fyrsta orðsendingin þessarar tegundar, sem kín- versk yfirvöld hafa sent Bret- um síðan óeirðirnar brutust út á -brezku yfirráðasvæði í Kína fyrir tveim vikum. í mótmælaorðsendingunni sagði m. a., að kínverskir fang ar hefðu verið myrtir 'á hinn hroðalegasta hátt og lífið ver- ið murkað úr 7 verkamönnum í Hong Kong. Miklar óeirðir eru enn í Hong Kong og þúsundir verka- manna, sem voru í þjónustu Framhald á 6. síðu. Kcsygin mjög ó óvart og hann svaraði: „Hvernig vissuð þér það?“ Kommúnistiskar heimildir höfðu nakkru áður gefi3 í skyn, að ferðinni mundi heitð til Kúbu. Þetta verður fyrsta heimsókn svo háttsetts sovézks embættismanns til Kúbu frá árinu 1962, en þá kom Mikojan, þáverandi aðstoð- arforsætisráðherra Sovétríkjanna þangað. Áður en Kosygin steig um borð í vélina, tók hann í hendina á öllum, sem stóðu næstir honum. Hann kvaddi meira að segja blaða mennina með handabandi og sagði, að hann hefði aðeins haft eitt markmið með ferðinni til Sam einuðu þjóðanna og Bandaríkj- anna. Það hefði verið að stuðla að minnkandi spennu og hann | sagði, að blöðin ættu að leggjast á eitt um að reyna að koma 'á betri skilningi meðal allra þjóða. Kosygin sagði, að það væri enn ekki ákveðið, hvort hann ræddi vð de Gaulle, Frakklandsforseta, áður en hann færi heim, en þeir höfðu fund með sér áður en Kosy- gin fór vestur um haf. Bandarískar helmildir herma, að Sovétrikin og Bandarikin séu ekki á eins öndverðum meiði í málum varðandi Víetnam og Aust urlönd nær nú eftir fund þeirra Kosygins og Johnsons eins og stjórnir þessara ríkja voru áður. Johnson kveðst vona, að viðræð- ur þeirra 'hafi gert heiminn svo- lítið hættuminni, — eins og hann komst að orði á blaðamannafundi á sunnudagskvöldið. Sovézki for- sætisráðherrann skildi nú betur afstöðu Bandaríkjamanna til ým- issa mála. Bandarískir fréttaritarar segja, Framhald á 6. síðu. Sendinefndin frá Vietnam ásamt þeim Hannibal Valdimirssynl alþ. ^manni og Lofti Guttormssyni sagnfræðingi. (Ljósm.: ísak Jónsson). Fundur um Viefnam haldinn í kvöld Flugvél skotin niður Washington 26/6 (NTB-Reuter). Kínverskar flugvélar skutu nið- ur bandaríska herflugvél yfir Suð ur-Kinahafi í dag. Að því er sagði í tilkynningu utanríkisráðu- neytisins bandaríska í dag, björg uðust báðir flugmennirnir. Þessi flugvél var af þeirri tegund, sem er hraðskreiðust allar þeirra flug véla, sem bandaríski herinn hef- ur yfir að ráða. — Að því er | sagði í opinberu tilkynningunni hefur flugvélin farið inn í kín- verska lofthelgi vegna bilunar í siglingatækjum. Albanar vilja for- dæma Breta og USA New York 26. 6. (NTB-Reuter) AUSTUR-evrópska kommúnista- ríkiff Albanía, sem venjulega fylg- Ir stefnu Kína í alþióffamálum, sakaði í dag Sovétríkin um aff leika tveim skjöldum. í Austurlönd um nær. Albanski utanríkisráð- herrann sagffi í ræffu á Allsherj- arþingi Sameinuðu þjóffanna, aff Rússar hefffu neitaff aff h^álpa Aröbum og styddu lieimsvalda- sinna. Hann sagði að Sovétríkin, Stóra Bretland og Bandaríkin hefðu bundizt samtökum gegn Aröbum og notuðu sér ísrael, sem væri handbendi Vesturveldanna. Hann endurtók þær fulyrðing- ar, að brezkar og bandarískar flugvélar hefðu aðstoðað ísraels- her í stríðinu. Hann sagði enn, að hin falska stjórn Kosygins hefði svikið Arabaþjóðirnar, þeg- Framhald á 6. síðu. ÞRÍR fulltrúar æskulýðssam- taka þjóðfrelsishreyfingarinnar í Suður-Vietnam eru staddir hér á landi á vegum íslenzku-Vietnam nefndarinnar sem stofnuff var í vor. Komu þeir til landsins sl. laugardagskvöld og dveljast hér til föstudags. Munu þeir eiga við ræður við aðildarfélög Víetnam- nefndarinnar og koma auk þess fram á opinberum fundi sem verff ur í Austurbæjarbíói í kvöld kl, 9. Sighvatur Björgvinsson, einn hinna þriggja formanna Vietnam- nefndarinnar kynnti gestina fyrir fréttamönnum í gær og gerði grein fyrir heimsókn þeirra. Kvað hann nefndinni hafa borizt boð um heimsókn þeirra fyrir milli göngu Æskulýðsfylkingarinnar jsem er aðili að Alþjóðasambandi ilýðræðissinnaðrar æsku, World Fcderatian of Democratic Youth, 'en þau samtök hafa skipulagt ferð sendinefndarinnar um Norður lönd undanfarið. Hingað kemur sendinefndin frá Danmörku en hefur áður verið í Finnlandi og Svíþjóð og fer héðan til Noregs. Sendinefndin ferðast á vegum Vietnam-nefndarinnar í þessum löndum og leitast við að skýra og kynna málstað þjóðfrelsistjreyfing arinnar í Suður-Vietnam fyrir al menningi Létu þau mjög vel af þeim undirtektum, sem mál þeirra hefði fengið á Norðurlöndum und anfarið og kváðust sannfærð um að íslendingar vildu leggja mál- stað þeirra lið ef mönnum yrðu ljósar staðreyndirnar um stríðið I j Formaður sendinefndarinnar ncfnist Le Phuong, rúmlega fer- tugur að aldri, tónskáld, og á sæti í framkvæmdanefnd æsku- lýðssamtaka þjóðfrelsishreyfingar- innar. Hann er ættaður frá Dan ang-héraði, en hinir nefndarmenn irnir, frú Ngu Yen-Ngoc-Dung og Trinh Van-Anh eru bæði frá Mek ong-óshólmunum. Þau eru bæði um þrítugt og hafa bæði horfið frá námi til að taka þátt í bar- áttu þjóðfrelsishreyfingarinnar, hún í læknisfræði en hann 1 hag- fræði. í viðtalj við fréttamenn röktu þau í stórum dráttum gang styrjaldarinnar í Vietnam og sí- vaxandi íhlutun Bandaríkjamanna sem þau kváðu berjast í Vietnam til að halda yfirráðum yfir auð lindum landsins og völdum sín- um í Asíu. Eftir sex ára baráttu hefðj þjóðfrelsishreyfingin nú á sínu valdi fjóra fimmtu hluta landsins þar sem 10 milljónir manna búa, en alls eru íbúarnir 14 millj. og baráttunni yrði hald ið áfram þar til Bandaríkjamenn hefðu verið hraktir úr landinu. Kröfur þjóðfrelsishreyfingarinnar væru að strax yrði látið af loft árásum á Víetnam, samið um vopnahlé og allar erlendar her- sveitir fluttar úr landi áður en framtíð landsins yrðj ákveðin Að spurð kváðu þau það ósatt mál að stjórn Norður-Vietnam hefði sent lið sitt til liðs við þjóðfrelsis hreyfinguna. Þá lögðu nefndar- menn sterka áherzlu á það að það væri ósannur áróður að jBandaríkjamenn beindu aðgerðum isínum í Vietnam einkum að hern aðarmannvirkjum og hernaðarlega mikilvægum stöðum: styrjöld þeirra væri eyðingarstyrjöld gegn öllu lífi þar sem beitt væri eit- urgasi, ýmiskonar kemískum vopn Framhald á 6. síðu. T veir skotnir Damaskus 26. 6. (NTB-Reuter) TVEIR fyrrverandi herforingjar í sýrlenzka hernum voru skotnir í dag, fundnir sekir um landráð. í opinberri tilkynningu í dag var sagt, að herforingjamir tveir hefðu verið dæmdir til dauða af sérstökum herrétti fyrir þá sök, að þeir hefðu reynt að steypa stjórn landsins á meðan á styrjöld inni við ísrael stóð, — en þeir hefðu notið stuðnings Bandaríkj- anna og annarra heimsvaldasinna. Kaíróflugvöllur lokaöur í gær Kaíró 26/6 (NTB-Reutre). Flugvöllurinn í Kaíró var lok- aður í nokkrar klukkustundir í dag, — en engin skýring var á þessu gefin. Kaíróútvarpið nefndi ekki lokun flugvallarins í morg- unfréttunum, — en á Beirutflug- velli var sagt, að flugvöllurinn i Kaíró væri lokaður. Margar flugvélar urðu að skipta um lendingarstað vegna þessa og fóru þær ýmist til Beirut «03 Aþenu. Að því er segir í fréttum frá Belgrad hafa Sovétríkin komið á' loftbrú á mUli Moskvu og Kaíró, en til Egyptalands séu nú flutt vopn og hernaðarsérfræðingar til þess að bæta fyrir það tjdn, sem Egyptar urðu fyrir í styrjöldinn við ísraelsmenn. 27. júní 1967 - ALÞÝÐUBIAÐIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.