Alþýðublaðið - 27.06.1967, Side 11

Alþýðublaðið - 27.06.1967, Side 11
GUDMUNDUR OG ÞORSTEINN Belgía sigraði, hlaut 115 stig, ír- land 98,5 og ísland 86,5 stig GUÐMUNDUR Hermannsson og Þorsteinn Þorsteinsson settu frá- ibær ísiandsmet í undanrásum Evrópubikarkeppninnar í Dýfl- inni á laugardag og sunnudag. Guömundur varpaði kúlunni 17,78 m. á laugardag og bætti eigið met um 34 sm. Framfarir Guð- mundar íhafa verið stórstígar í sumar og afrek hans af tæplega 42 ára gömlum manni nánast frá- bært. — Þorsteinn Þorsteinsson vann einnig mjög góð afrek í 400 og 800 m. hlaupum. Á laugardag- inn hljóp hann 400 m. á 48,6 sek. sem er nýtt unglingamet og að- eins 6/10 úr sek. lakara en ís- landsmet Guðmundar Lárussonar frá EM 1950. Gamla unglinga- metið var 48,9 sek. og það átti Þorsteinn sjálfur. Enn glæsilegra var afrek Þorsteins í 800 m. hlaupi, en hann hljóp á 1:50,2 mín., sem er 3/10 úr sek. betra en íslandsmet Svavars Markús- sonar frá EM í Stokkhólmi 1958. Þorsteinn er nú einn af beztu 800 m. hlaupurum Evrópu í ungl- ingaflokki og hefur alla mögu- leika til að komast í fremstu röð í þessari skemmtilegu grein á næstu árum. Þorsteinn varð þriðji bæði í 400 og 800 m. Jón Þ. Ólafsson sigraði í há- stökki, stökk 1,96 m. eða sömu hæð og Belgíumaðurinn. Ólafur Guðmundsson varð annar í lang- stökki, stökk 6,96 m., eða einum sentimetra styttra en sigurveu- arinn. — Erlendur Valdimarsson varð annar í kringlukasti með 47,42 m. Þá varð Páll Eiríksson í 2.-3. sæti í stangarstökki með 3,60 m. 1 nokkrum greinum náðu ís- lendingar sínum bezta árangri og í heild má segja, að frjálsíþrótta menn hafi staðið sig vel í Dýfl- inni um helgina, þrátt fyrir 3. sæti í keppninni. Belgía sigraði eins og búzt var við, hlaut 115 stig. írar voru í öðru sæti með 98,5 stig og íslendingar í þriðja sæti með 86,5 stig. — Auk ís- landsmetanna, sem áður er getið, setti Carroll nýtt -írskt met í 400 m. hlaupi, hljóp á 47,3 sek. í kvöld taka flestir íslending- anna þátt í alþjóðlegu móti í Cork, sem er um 100 mílur frá Dýflinni. Hér birtum við árangur íslend- inganna í öðrum greinum: 110 m. grindahlaup: 3. Sigurð- ur Lárusson, 16,3 sek. 1500 m. hlaup: 3. Halldór Guðbjörnsson, 3:59,6 mín. 100 m. hlaup: 3. Ólaf- ur Guðmundss., 11,6 sek. Sleggju kast: Jón H. Magnússon, 51,34 1000 m. hlaup: 3. Agnar Levý, 33:32,2 mín. 4 x 100 m. boðhlaup: 3. ísland 46,1 sek. 400 m. grinda- hlaup: 3. Trausti Sveinbjömsson, 59,0 sek. — Spjótkast: 3. Björg- vin Hólm, 51,98 m. Þrístökk: 3. Jón Þ. Ólafsson, 13,58 m. 3000 m. hindrunarhL: 3. Halldór Guð- bjömsson, 9:44,2 mín. 5000 m. hlaup: 3. Þórarinn Amórsson, 16:09,4 mín. 200 m. hlaup: 3. Ól- afur Guðmundsson, 23,1 sek. 4 x 400 m. boðhlaup: 3. ísland, 3:28,8 mín. Svíþjóð og Danmörk gerðu jafn tefli í knattspyrnu í Idrætspark- en á sunnudag, 1 mark gegn 1. Danir skoruðu sjálfsmark á 11. mínútu, en síðan jöfnuðu Danir úr vafasamri vítaspymu. Guðmundur Hermannsson, varpaði 17,78 m. í Dýflinni. KR sýndi vígtennurnar og sigraði Val 5 gegn 1 Lið KR óþekkjanlegf frá leiknum við Akureyringa Þorsteinn Þorsteinsson, KR. í GÆRKVOLDI léku KR og Val- ur fyrri leik sinn í I. deildar- keppninni. Leikurinn fór fram í frekar köldu veðri, sunnan kalda, en þurrt var þó. Fyrir fram var búizt við hörkukeppni, þar sem bæði liðin áttu möguleika á því að vera í fyrsta sæti eftir fyrri umferð. Valsmenn höfðu aðeiirs gert jafntefli við Fram en KR tapað fyrir Akureyri. Þegar liðin voru komin á leikvöllinn kom í ljós, að í lið KR vantaði þá Guð- mund markvörð, Einar ísfeld og Hörð Markan, en lið Vals var skipað eins og í fyrri leikjum félagsins. Virtist Valsliðið því sig urstranglegra áður en leikurinn hófst. ★ Fyrri hálfleikur 4—1. Valur lék í þessum hiálfleik und an vindi og á 6. mín. er dæmd aukaspyrna á Bjarna Felixsson, sem Árni Njálsson framkvæmdi mjög vel og skallaði Ingvar Elías son úr vítateig í bláhomið niðri, óverjandi fyrir Magnús, varamark vörð KR. 1—0 fyrir Val. Skömmu síðar kemst Reynir í gegn eftir laglegt Valsspil, en markvörður KR ver lélegt skot hans. En nú eru það KR-ingar, sem taka við. Eyleifur á gott skot að marki rétt yfir, og skömmu síðar er dæmd homspyrna á Val. Jóhannes, h. útherji KR spymir vel fyrir og þar er Baldvin fyrir og skallar laglega og þrátt fyrir góða til- raun Þorsteins bakvarðar, hafn- ar boltinn í netinu. Aðeins tveim mínútum síðar nær KR forystu, er Jóhannes leikur laglega á varn armann Vals og gefur háan bolta fyrir, sem Gunnlaugur nær ekki að slá frá og Eyleifur, sem fylgdi vel eftir, skorar auðveldlega. — Fjórum minútum síðar gefur Jó- hannes góða sendingu fram völl- inn til Eyleifs, sem bókstaflega 'hljóp alla Valsvörnina af sér og ’skorar mjög fallega fram hjá markverði Vals og staðan er 3—1 KR í vil. Valsmenn taka nú við sér og sækja fast seinni hluta hálfleiksins, en tekst ekki að að skora og munaði þó litlu á 33. mín. er KRingar bjarga á línu og á 40. mín. þegar Hermann var I kominn einn í gegn, en skot hans varð ekkert og Magnús í KR- markinu greip knöttinn. Á 44. mín. er Gunnar Felixson með knöttinn og leikur á tvo vai'nar- menn Vals og er kominn í víta- teigshorn og sendir síðan þrumu skot að marki og fór knötturinn í báðar stangimar og síðan inn, en heldur var þetta klaufalegt hjá Gunnlautri markverði Vals. — Þannig lauk bví hálfleiknum með °igri KR 4-1. _____ ★ Seinni hálfleikur 1—0. Seinni hálfleikur var langtum síðri hinum fyrri og lögðu nú KR-ingar allt kapp á að halda sínum hlut. Á 3. mín. er inn- kast á Val og úr því fær Baldvin knöttinn og leikur með hann að endalínu og gefur þaðan vel fyrir til Eyleifs, sem skorar viðstöðu- laust 5—1. Annað skeði varla umtalsvert í hálfleiknum. — KR sótti meir og átti ýmis góð tæki- færi, sem ekki tókst að nýta. Valsmenn áttu líka sín tækifæri, ekki tókst þeim að skora úr þeim. ★ Liðin. Lið KR var nú allt annað og betra en í síðasta leik, ákveðiö og samstillt. Bezti maður liðsins og vallarins var Eyleifur, sívinn- andi og öfuggur og hefur hann sjaldan eða aldrei sýnt betri leik. Nýliðarnir, Magnús markvörður og Jóhannes, útherji, áttu góöan leik. Þá voru þeir Ellert og ÁrsæH líka góðir. Lið Vals var mjög ósamstillt) og ekki líkt því sem það hefur verið undanfarið. Skárstur þeirra var Sigurður Jónsson. Nú er staðan í I. deild þannig, að Valur hefur ennþá forystu með 7 stig eftir fimm leiki, KR hefur 6 stig eftir fjóra leiki, en Fram hefur 5 stig eftir þrjá leiki, svo að allt getur skeð ennþá um for- ystuna. í kvlöd fara fram tveir leikir i I. deild. Á Akureyri leika ÍBA og ÍA, en á Laugardalsvellinuni leika Fram og ÍBK og getur það orðið hörkuspennandi viðureign. SEnU FRÁBÆRISLANDSMET 27. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Uj

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.