Alþýðublaðið - 27.06.1967, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 27.06.1967, Blaðsíða 16
mmjŒ> Sjónvarpslaus mánuður Nú alveg á næstunni fer sjón- varpið í frí, og fólk er farið að velta því fyrir sér, hvernig það eigj að þrauka sjónvarpslaust í Jicilan mánuð eða sex vikur, eða livað það nú verður lengi sem •tsendingar falla niður. Að visu verður fólk ekki alveg sjónvarps laust, því að Keflavúkursjónvarp M fer ekki í neitt frí, en það held- Ur alltaf áfram að skemmta höfuð staðarbúum og nærsveitarmönn- um, hvað svo sem öllum yfirlýs- png um bráða lokun þess líður. En þótt sumum prófessorum þyki það kannski ekki góð latína þá er það nú svo samt, að Kefla vikursjónvarpið er ekki nema lé- legt súrrógat fyrir hitt sjónvarpið í vitund þorra manna. Þótt yfir völdin séu á annarri skoðun, þá mundu velflestrr núorðið líta á Revkjavíkursjónvarpið sem miklu 'meira alvörusjónvarp en Suður- ít Saknaðarljóð Senn mun sjónvarpið loka, syrtir í menntamál, um má hér engu þoka ógnun né bænarmál. Þegar ég fregnaði þetta, þenktj ég; Hver á að metta mína marghrjáðu sál? Inn geng ég aldrei síðan án þess að fella tár. Aum er mín innri líðan, uppmáluð skelfingin stár_ Dýrlingsins sárt mun ég sakna, sofna ég bæði og vakna votur um vanga og brár. Brátt verður sjónvarpsborðið á bænum snautlegt og tómt. Margt sást þar fallegt morðið, sem mjög hefði vel sér sómt, og eins þótt útlent væri, við ypparleg tækifæri, innt frá alveg frómt. nesjasjónvarpið, og þess vegna er það dálítið kátlegt að yfirvöldin skuli halda í það fram í rauðan dauðann að enn sé ekki farið að sjónvarpa hér fyrir alvöru. En það er kannski gert af hugulsemi gagnvart þeim, sem ekki geta þraukað sjónvarpslausir í heilan- mánuð, að leyfa þeim að halda súrrógatinu óskertu þann tíma. Rétt mun að gera ögn nánari grein fyrir því, hvers vegna Kef lavíkursjónvarpið er talið hér standa hinu innlenda að baki, því að auðvitað er reglan að jafn aði hin, að allt útlenzkt er talið taka öllu íslenzku mjög fram. En skýringin er auðvitað sú að Kefla víkursjónvarpið býður ekki upp á neinn dýrling Þar er að visu Bonanza og Perry Mason, en hvað er það á móti sjálfasta Símons Templara? Það er því í raun og veru meira á menn lagt en það eitt að vera sjónvarpslausir í heil an mánuð; menn þurfa líka að vera dýrlingslausir og er það í rauninni sýnu verra. Það v~r þess vegna mikil sárabót að s'þ varpið skyldi nú á sunnudaginn hafa komið með mynd af dýr- lingnum aukalega, þótt það væri ekki nema svipmynd, og væri auð vitað sjálfsagt að sýna þá mynd nokkrum sinnum þetta eina sjón varpskvöld sem eftir er fyrir lok un, svo að fólk geti fest sér göf ugmannlega ásýnd hans vel í minni og varðveitt hana í draum um sínum mánuðinn langa, Það ætti ekki að vera svo mikil fórn fyrir sjónvarpið að láta þetta eft- ir, þó ekki kæmi annað til en það að sjónvarpsmennirnir sjálfir sjást svo ágæta vel á þessari dýr lingsmynd. Eitt gleymist mönnum þó gjarn an þegar þeir liarma væntanlegt sjónvarps- og dýrlingsleysi næsta mánuðinn, og það er að velta þeirri spurningu fyrir sér hvern ! ig við höfum farið að því að þrauka í þúsund ár, án þess að hafa sjónvarp eða dýrling til að stytta okkur stundir. En auðvitað er þetta ekki gild mótbára, þegar hins er gætt, hvernig líf það var. Enda héldu það engir út til lengd ar, ekkj nema eina mannsævi eða |s\o. SKILJA KONUR SÍÐUR, SEM VINNA ÚTÍ? stóð í fyr irsösn í blaði á sumiudagina. Mér brá, þegrar ég las þetta, sérstaklega af því að þetta stóð á kvennasíðu. Ég- iiafði aldrei fyrr heyrt þann b»í- skap á slíkri síðu, að ÚK- vinna gerði konur skilniags- minni. En svo sá ég aS ég liafði misskilið fyrirsögnna. Það var auðvitaö átt við að útivinnan gerði þær enn •- skiljanlegri , . . Hann er grænn, gamBnginn fyrir ofan mig. Auðvitað er tneint, að þær skilji sfður við kaliana sína. Þá þurfa þær ekki að hafa þá hang- andi yfir sér allt sumarfriií, heldur fá þeir að dúsa einir heima. Það þarf nú ekki að vera »f völdum útivinnunnar ein- göngu, heldiu- er andi tímanna tákn, ur eru yfirleitt hættar að skilja mjólkina sína sjálfar — enda kvað rjóminn vera fitandi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.