Alþýðublaðið - 27.06.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 27.06.1967, Blaðsíða 13
KÓMMásBjfJ =■■ t- 1» i", . , ' aaat íslenzkur texti. OSS 117 í Baftia Ný ofsaspennandi OSS 117 mynd í litum og Cinemascope segir frá baráttu við harðsvíraða upp- reisnarmenn í Brasilíu. FREDERIK STAFFORÐ. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bjjnmið innan 16 ára. Á 7. degi Víðfræg og snilldarvel gerð am- erísk stórmynd í litum. WILLIAM HOLDEN. SUSANNAH YORK. ÍSLENZKUR TEXTI. ÓTTAR YNGVASON/ hdl. BLÖNDUHLÍÐ 1, SÍMI 21296 VIÐTALST. KL. 4—6 MALFLUTNINGUR LðGFRÆÐISTÖRF BÆNDUR Nú er rétti tíminn til að skré vélar og tæki sem á að selja. TRAKTORA MÚGAVÉLAR BLÁSARA SLÁTTUVÉLAR ÁMOKSTURSTÆKI Við seljum tækin. Bíla» og BúvéíasaSan v/Miklatorg, sfmi 23136. ÖKUMENN! Látið stilla í tíma. Hjólastillingar Mótorstillingar Ljósastillingar Fljót og örugg þjón- usta. BÍLASKOÐUN & SIILLING Skúlagötu 32 Sími 13-100. AUGLÝSIÐ í AlþfSublaðinu Þorpsstúlkur voru vlð upp- þvottinn. — Ég þarf að tala við þig. — Slíkt er leyfilegt. Hún var þreytuleg og niðurlút. — Getum við ekki farið út í kvöld? Og dansað! Segðu já! Marcello kemur með og þú finnur einhvern handa mér! — Langar þig? spurði hún og leit upp. — Elskan, sagði ég og tal- aði ósjálfrátt eins og Patricia. Ég þrái það. Ef ég þarf að tala lengur við stjörnur geggjast ég. — Villtu virkilega fara út á- samt eldabuskunni? — Þú ert vitlaus! Ég v i 1 fara út með þér. Hvert? — í klúbb. Þar er óhreint. — Þú talar lélegri ensku en þegar ég kom. — Ég tala eins og þú. Mar- cello kemur með vin sinn. Við verðum fjögur. Hún bætti því við, að ég skyldi ekki vonast eftir of miklu. ítalskir karlmenn væru ekki svipaðir Englendingum. Þeir væru allir nautheimskir. Ég sagði ekki orð. Alexanderhjónin ætluðu að borða úti og það var ekki fyrr en klukkan níu, sem Lúcíana barði að dyrum hjá mér. Hún var í hvítum kjól og með perluskraut í hárinu. — Þú ert falleg! — Amma mín saumaði hann! Þér fer gult vel. Þú ert falleg líka. Við erum of fínar fyrir þá og allt of snemma í því. Við eigum að koma of seint. — Af hverju? Hún leit á' mig eins og ég hlyti að vera að gera að gamni mínu. — Alltaf að koma of seint á stefnumót. — En þeim leiðist að bíða. — Þeir hafa gott af því. Hún settist á rúmið mitt og fór að snyrta á sér neglurnar. Þó mig langaði að fara, þó ég biði, þó ég bæði hana um að koma með mér, beið hún í her- bergi mínu unz við vorum orðn- ar hálftíma of seinar. Þá fór- um við, læstum öllum dyrum og gengum upp veginn. Tunglið skein á' dimmbláum himni. í fjarlægð sást eldbjarmi og dökkt hafið var á hægri hönd. Við gengum yfir torgið, þar úði og grúði af fólki, síðan fór- um við niður tröppur og inn í eins konar helli. Þar var allt fullt af stúlkum í blússum og pilsi og karlmönnum í flauelis- buxum. — Við erum alltof fínar, sagði ég. Lúcíana leit vantrúuð á mig og gekk svo áfram, kjóll henn- ar eins og kjólar á forsíðum tízkublaða og framkoman eftir því. Mennirnir tveir risu á fæt- ur og kysstu á hönd hennar og hún kynnti mig fyrir félaga Mar- cello. Það var Carlo. — Dansið þið. Ég þarf að skamma Marcello einslega, sagði Lúcíana. Carlo benti með liöfðinu og hóf svo dansinn. Andlit hans var brúðuandlit og hárið féll fram á ennið. Hann var hvorki lag- legur eins og Marcello né jafn glaðvær og hann. Suzanne Ebel: ÖTÞRÁ OGÁST Af og til smellti hann með fingrunum og einu sinni sagði hann: — Svona .. þetta spor hér .. og þetta nú .. og stjórn- aði mér inn í miðjan hópinn. Þegar tónlistin þagnaði gripum við bæði andann á lofti. — Ég býð upp á drykk, sagði Carlo. — Ég var leiðinleg í morg- un. — Það varstu svo sannarlega. Ég roðnaði og var næstum búin að svara fyrir mig, þegar hann sagði: — Ég er stundum reiður, þegar ég vinn á' strönd- inni. Mér leiðist ríkt fólk. — Hvers vegna? — Finnst þér það skemmti- legt? — Ég hef gaman af þeim. — Það er ekki satt, sagði Car- lo og leit á mig myrkum, eirðar- lausum augum. — Marcello og ferðamennirnir, þú og leikar- arnir, ég og ströndin. Þetta er allt svipað. Okkur skortir stolt. — Strætisvagnastjóri getur verið stoltur og milljónamæring- ur ekki. — Brezk hræsni. — Við skelltum bæði upp úr. Andlit hans sem venjulega var svo fýlulegt gjörbreyttist. — Við dönsum saman síðar. Þú dansar vel. Þegar hann gekk með mig út gólfið, spurði ég: — Hvað um stolt og virðuleika Lúcíönu? Hann virtist skelfdur. — Um það ræðum við ekki. — Ég leit forvitnislega á hann. Elskaði þessi maður vinkonu mína á laun? Hann minntist ekki frekar á' hana og dansaði við mig allt kvöldið. Þegar við fórum mjög seint' lir klúbbnum ókum við í skrjóð Mar- cellos. Hann söng ástarsöng og tók utan um Lúcíönu. Carlo tók um hönd mér og ieit á mig sömu augum og hann hafði horft á giftu konuna um morguninn. — Eyjan var böðuð í fölu, ójarð- neskju ljósi. — Við fáum okkur að borða, sagði Lúcíana. — Ég sagði Mar- cello að koma með mat. — Húrra! Ég var glorhungr- uð. Við ókum inn í stóran garð umhverfis hús, sem ég hafði margsinnis horft á. Stórt, glæsi- legt steinhús allt skreytt skjald- armerkjum. Marcello lagði bílnum undir trén og við gengum á braut' inn í stóran garð. — Við skulum setjast á vegg- inn, sagði Marcello og tók mat- inn upp úr körfunni. — Sjáðu, Marcello! hrópaði Lúcíana. — Gamli kaktusinn er farinn að blómstra aftur! Hefur þú borðað kaktusávöxt, Julie? Ég nota hann í kökur og hef rjóma með. — Ertu ekki hrædd um að við verðum rekin héðan? spurði ég. Á Englandi eru verðir við svona hús, sem skjóta við minnstu á- tyllu. — Hér er ekkert að skjóta á, sagði Lúcíana með munninn full- an af mat. — Hver á húsið, hvers vegna er það lokað? Hvers vegna er ekki búið að selja það? — íbúarnir eru í Víti eða farnir, sagði Lúeíana og leit kæruleysislega upp í gluggana. — En landið hér á ísóla hlýt- ur að vera mkils virði. — ítalir selja ekki jörðina. Ekki einu sinni svona jörð. Hún sparkaði í steinana undir fótum sér. Einu sinni hafði verið þarna velhirtur stígur en regn og vind- ur hafði rótað öllu upp og nú lágu steinar hvarvetna. — Mamma þín býr til góðan mat. Ég vona þú hjálpir henni. Þú átt ekki skilið svona góða fjöl- skyldu. Lúcíana sleikti á sér fingurna. — Þú prédikar of oft. Menn vinna, þeir standa ekki í eld- húsi, svaraðí Marcello stuttur í spuna. — Þú stendur í mínu eldhúsi allan daginn. — Sem gestur. Ég vinn þar ekki! Þau fóru að rífast og Carlo kleip mig. — Nú byrja þau aft- ur, hvíslaði hann. Marcello hækkaði róminn, hann virtist öskureiður. — Þau njóta þess, sagði Carlo og færði sig nær mér. Gleymdu þeim næsta klukkutímann. — Segðu mér, hvort þú ert hrædd hér? — Því skyldi ég vera hrædd? — Vegna drauganna. Þetta er forn staður. Hér var grískt musteri. Hér voru Rómverjar. Það er blótstallur hér. — Þeir eru líka á Englandi. ítalir tala alltaf eins og við vit- um ekki hvað menning er. Ég held, að þið álítið enn að við göngum í skinnfeldum og búum í hellum. — Þið eruð frumstæð, sagðl hann og laut áfram. ' — Þa8 finnst mér mest' aðlaðandi við ykkur. Hann kyssti mig. — Ertu hrædd við drauga? Líttu þangað! Þarna við húsið er maður í kyrt'li. — Ég sé aðeins óhreina glugga. — Þú veizt ekki hvað róman- tík er, sagði hann og stundi við. Marcello hætti í miðri ræðu og spurði hver visi ekki hvaða róm- antík væri. Hann sagði að Car- lo kynni ekki lagið á mér. Ég væri greinilega mjög ástríðu- mikil eins og sæist á munninum. Við skemmtum okkur í fimm mínútur við að tala um'mig. Lúcíana sem var að hlusta með þessum svip, sem sagði, að allir karlmenn væru vitlausir en henni þættu þeir samt skemmtilegir — rak upp vein. Þrjú! — Klukkan er þrjú! Við skulum koma okkur! Við fórum inn í bílinn og ók- um niður hæðina. Lúcíana skip- aði Marcello að nema staðar langt frá húsinu, því hún sagði að frúin yrði vitlaus, ef við vektum hana eftir að hún hefði tekið svefnpillur. Þeir kysstu á hönd okkar og eftir marga gull- Barnavapar Þýzldr baanamsuBR. Seljast beiai « kattpeöda. vesð KR. UHA Sendum gesn páaflMfflftl SuðurgBtu 14 SSnl 30,040. HEILDVEB3XUH péturs pÉrvasstmsn ALÞÝÐUBLAÐIÐ 33 27. júní 1967

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.