Alþýðublaðið - 27.06.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 27.06.1967, Blaðsíða 5
Þessar myndir eru af fagnaði í Moskvu í sambandi við þjóðhátíðardag íslendinga 17. júní Myndin hér að ofan var tekin í hófi sem haldið var í Vin áttuhöllinni 16, júní í þessu tjlefni og rísa fánar íslands og Sovétríkjanna yfir salnum. Á myndinni til hægri er Dr. Kristinn Guðmundsson ambassa- dor íslendinga að heilsa rússneska kvikmyndafram'eiðandanum Alexandrov. Sú mynd var tekin í mót- tökusal í íslenzka sendiráðinu í Moskva. ATHUGASEMD FRÁ LANDSPRÓFSNEFND LANDSPRÓFSNEFND hafa bor jizt nokkur bréf um landspróf miðskóla 1967. Tvö þessara bréfa hafa nokkra sérstöðu og er af þeim sökum svarað hér. Fjalla bréfin bæði um lands- próf í dönsku: 1. Bréf frá Oddi A. Sigurjóns- syni, skólastjóra Gagnfræða- skólans í Kópavogi, og Óskari Magnússyni, skólastjóra Gagn- fræðaskóla Vesturbæjar, dag- sett 24. maí ’s.l. 2. Bréf frá Ólafi H. Einarssyni, kennara við Gagnfræðaskóla Austurbæjar, dagsett 12. júní s.l. Einstakar athdgasemdir, sem fram koma í þessum bréfum, svo og ýmsum tilskrifum öðrum, sem landsprófsnefnd eða lands- prófsnefndarmenn hafa fengið í vor sem jafnan áður, fjalla um ýmis sjónarmiðsatriði varðandi form og efni prófsins og prófa yfirleitt. Slíkar athugasemdir eru landsprófsnefnd gagnlegar og verða skoðaðar sem slíkar, enda eru próf og prófgerðir jafn an vandasamt íhugunarefni þeim, er semja þau og bera á- toyrgð á þeim, og er því vissu- lega akkur að fá fram ýmis sjón armið. Þessar athugasemdir verða ekki teknar til umræðu hér, heldur ásákanir bréfritaranna um meint misferli og misnotkun aðstöðu af hálfu nefndarmanns Ágústs Sigurðssonar í starfi. í>ar sem þessar ásakanir verða að teljast ærumeiðandi fyrir við- komandi nefndarmann, og málið hefur auk þess verið gert að blaðamáli af aöilum utan nefnd- arinnar, telur iandsprófsnefnd sig neydda til að svara á opin- toerum vettvangi. Ásakanir þeirra Odds A. Sigur jónsssonar, Óskars Magnússonar og Ólafs H. Einarssonar eru ferns konar: 1. Ó. H. E. telur, að síðari ólesni þýðingarkaflinn á prófinu sé tekinn úr bók Ágústs Sigurðs- sonar. 2. Ó. H . E. telur það brot á hlut leysisskyldu, að öllum nemend- um skuli gert að stafa þrjú orð með dönskum bókstafaheitum, þar sem þetta atriði sé ekki tek- ið fyrir í málfræði og hljóðfræði Haralds Magnússonar og Eriks Sönderholms. 3. Ó. H. E. telur verkefnið í heild hlutdrægt þeim nemendum í vil, sem lesið hafa bækur Á.S. 4. O.A.S. og Ó.M., telja, að hlut- drægni sé beitt við val texta í ólesinni þýðingu, þeim nemend- um í óhag, sem lesið hafa bækur Haralds Magnússonar og Eriks Sönderholm. Skal nú svarað ásökumun þess um: 1. Síðari ólesni þýðingarkaflinn er ekki tekinn úr bókum Ágústs Sigurðssonar, heldur úr ferða- mannabæklingi um ísland, sem Ferðaskrifstofa ríkisins hefur gefið út. Ólafur H. Einarsson gekk raunar úr skugga um þetta sjálfur, skömmu eftir að hann ritaði bréf sitt, og tók aftur hina alvarlegu ásökun sína. 2. í „Námsefni til landsprófs 1967,“ sem landsprófsnefnd gaf út s.l. haust, en þar er um að ræða þá námsskrá, sem kennsla undir landspróf og prófverkefni skulu miðuð við, segir svo á 4. síðu, þar sem ræðir um náms- efni þeirra, sem hafa lesið bæk- ur Haralds Magnússonar og Er- iks Sönderholms: „Ný. kennslu- toók í dönsku III eftir Harald Magnússon og Erik Sönderholm (....) og öll málfræðin í Dönsk málfræði og stílaverkefni II eft ir ösmu höfunda, ásamt Ágripi af hljóðfræði bls. 9-14 í Ný kennslubók í dönsku I, 1958, eft- ir sömu höfunda, ásamt Ágripi nemendur hln dönsku heiti bók- stafanna“. Af þessum fyrirmæl- um verður fyllilega ljóst, að við spurningu um dönsk bókstkfa- heiti megi búast á prófi. Þar sem telja verður alla dönsku- kennara til landsprófs fullfæra um að kenna þetta atriði án sér stakrar kennslubókar, og atrið- ið er auk þess skýrlega tekiC fram í fyrirmælum um náms- efni, verður að telja, að ásökun Ó. H. E. á hendur nefndarmann- inum sé á engan hátt á rökum reist. 3. Farið hafa fram ýmsir út- reikningar á þeim landsprófs- einkunnum, sem tilbúnar voru Framhald á 15. síðu. DULARFULL MINNISBLÖÐ FURDULEG meðferð á mikil- vægu skjali, þar sem Nasser bindur sig til að krefjast ekki einhliða brottflutnings gæzlu- liðs S.Þ. New York. Talsmaðiu1 S.Þ. lagði fyrir fáum dögum fram skýrslu um minnisblöð hins látna framkvæmdastjóra, Dag Hammerskjölds, þar sem seg- ir. að forseti Sameinuðu Araba ríkjanna, Gamal Abdel Nass- er, skuldbindi sig til að krefj- ast ekki brottflutnings gæzlu- sveita S. Þ., fyrr en bæði S.Þ. og Sameinuðu Arabaríkjimum kæmi saman um að öryggis sveitanna væri ekki lengur þörf. Hr. Ernest Gross gaf yfir- lýsingu um, að minnisblöð Dags Hammerskjölds frá 5. ágúst 1957 væru ekki leyni- skjöl og að hr. Hammerskjöld hefði gert ráð fyrir að þau yrðu birt og notuð í framtíð- inni. U Thant lét í ljós það álit sitt, að ef þetta væri á rökum reist, væri meðferð plaggsins í hæsta máta undarleg. Hammer skjöld lét ekki eftir sig neitt afrit af minnisblöðunum, sem eru vélrituð á ómerxilegan pappír, án bréfhauss S.Þ., í skjalageymslu skrifstofu sinn- ar í aðalstöðvunum. Það eru sem sagt engar opin berar heimildir til um tilveru þessara minnisblaða þau hafa ekki toorið á góma í næstum tíu ár, þar til hr. Gross sýndi aðstoðarframkvæmdastjóra S. Þ., dr. Ralph Bunce afrit af þeim í síðasta mánuði. Einu eintökin sem til eru hjá S.Þ., eru þau, sem tekin voru eftir blöðum þeim, sem Gross lét í hendur dr. Bunche, en Bunche var mjög náinn sam- starfsmaður Hammerskjölds í málefnum Austurlanda nær og haíði raunverulega yfirumsjón með gæzlusveitunum og var tvisvar sendur til Kairo til þess að semja við Nasser og ráðamenn Sameinuðu Araba- ríkjanna. Dr. Bunche lýsir yfir því, að Hammerskjöld hafi ald- rei minnzt á þessi minnisblöð við sig og hann hafi aldrei séð afrit af þeim, fyrr en Gross hafi afhent sér eintak af þeim. Dr. Bunche, sem bezt veit hve Hammerskjöld var ná- kvæmur með alla hluti, finnst þessi meðferð hans á skjölun- um frá 5. ágúst 1957 óskiljan- leg. Talsmaðurinn bætti -við að leita þyrfti að frumritinu af minnisblöðunum i einkaskjöl- • um Hammerskjölds í Stokk- hólmi. U Thant hafði vitneskju um blöðin, þegar hann fór til Kai- ro til viðræðna við Nasser í fyrra mánuði, sagði talsmaður- inn, en U Thant hefur sjálfur sagt síðar, að innihald þeirra hefði ekki haft nein áhrif á að gerðir viðvikjandi brottflutn- ingi gæzlusveitanna. , Hr. Gross, sem hreyfði þessu máli, er bandarískur lögfræð- ingur og hefur verið í banda- rísku sendisveitinni ‘á þingi • S.Þ. 27. júní 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.