Alþýðublaðið - 27.06.1967, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.06.1967, Blaðsíða 2
ÁLAGNINGU LOKIÐ Á AKUREYRI 5rár um útsvör og aðstöðu- á Akureyri, fyrir árið 1967 lagðar fram mánuddginn 26. júní 1967. Álögð útsvör nema samtals 65.8S0.100 króna. Lagt' var á 3122 gjalfendur, þar a£ 3023 einstakl- inga og 99 félög. Lagt var á eftir gildandi útsvarsstiga, en síðan voru öll útsvör lækkuð um 5%. ' : i, Þessar myndir voru allar teknar á Reykjavíkurflugvelli á i laugardaginn við komu fyrstu þotunnar, sem íslenzkir aðilar ■ eignast. Á efstu myndinni sést Jóhannes Snorrason flugstjóri, • sem flaug þotunnj heim, í stjórnklefanum, á næstu mynd > sést afturhluti þotunnar sjálfrar, og- neðsta myndin var tekin i í sömu andrá og kampavínsflaskan brotnaði oe þotan hlaut nafnið GULLFAXI. Eftirtaldir gjaldendur bera yfir 100.000 í útvsar. Einstaklingar: Baldur Ingimarsson, lyfjafræð- ingur, 175.100. Guðmundur Pétursson, yfir- læknir, 168.000. Sigurður Ólafsson, læknir, 155.200. Baldur Jónsson, 151.200. Oddur Torarensen, lyfsali, 144.800. Jqnas H. Traustason, forstjóri, 135.700. Sverrir Ragnarsson, forstjóri, 126.7Q0. Trausti Gestsson, skipstjóri 125.600. Sigtryggur Stefánsson, bygg- ingafulltrúi, 123.000. Halldór Halldórsson, læknir, 122.600. Framhald á 6. síðu. BANASLYS Ungur maður beið bana í bif- reiðarslysi í Svínadal í Borgar- firði, er bíll með þrem ungum mörinum rakst á brúarhandrið og 'valt, Atburður þessi gerðist rétt hjá bænum Þórisstöðum kl. 2.30 •aðfaranótt laugardags. Þrír ung- ir menn úr Reykjavík höfðu far ið á dansleik að Ferstiklu og ætl- uðu, að sögn, í hringferð um Svínadal, áður en þeir héldu Iheim. Er þeir komu að brú á imóts við Þórisstaði rakst bifreið in, frambyggður Willysjeppi með palli, á vinstri brúarstöpul, lagði 'út af 10 metra handrið og kastað- ist um 11 metra eftir veginum, kom niður á hlið og snerist í öf- uga átt við akstursstefnu. Hólm- geir Magnússon, Bragagötu 22A klemmdist inni í bifreiðinni og ibeið. þegar bana. — Farþegarnir sluppu ómeiddir. Þegar fyrsta þotan kom Gífurlegur mannfjöldi fagnaði komu fyrstu þotunnar í eigu íslendinga, sl. laugardag í fögru veðri. Löngu áffur eu þotan lenti streymdi fjöldi fólks út á Reykjavíkurflugvöll og á affra þá staffi í nágrenninu, þar sem útsýni er gott yfir völlinn. Klukkan 16 birtist hin glæsi- lega þota, flaug lágt einn hring yf ir bæinn síðan þvert yfir völl- inn, og kom því næst inn til lend ingar. Fyrir valinu varð brautin, sem liggur frá norðri til suðurs. Það varð vart mikillar eftirvænt ingar hjá mannfjöldanum, þegar þotan steypti sér niður í aðflug inu yfir Skerjafirði til fyrstu lend ingar á íslenzkri grund. Lending in tókst með ágætum, og vakti það undrun manna, hve stutta braut þotan þurfti, en hún er útbúin mjög öflugum lofthemlum. Eins og fyrr getur komu þús- undir manna til að fagna hinum glæsilega farkosti, og meðal gesta voru forseti íslands, ríkisstjórn, biskupinn, sendimenn erlendra rikja og margir þingmenn. Þegar vélin hafði verið dreg- in upp að ræðupalli sunnan við eitt af flugskýlum Flugfélagsins, þyrptist manngrúi utan um hana, svo við lá, að áhöfnin kæmist ekki leiðar sinnar, en flugstjóri í þess ari ferð var yfirflugstjóri Flug- félagsins, Jóhannes Snorrason. Allt gekk þó að óskum, og þegar forstjóri félagsins og stjórnarfor maður, ásamt eiginkonum, höfðu boðið áhöfn velkomna og ungar stúlkur höfðu fært þeim fagra blómv’endi, hófst sjálf móttökuat- höfnin. Sveinn Sæmundsson, blaðafull- trúi, kynnti ræðumenn og talaði fyrstur Birgir Kjaran, formaður stjórnar Flugfél. þakkaði hann öll um þeim, sem stuðlað hefðu að því, að íslendingar eignuðust sína fyrstu þotu, jafnframt því sem ! hann óskaði landsmönnum til ham ingju með þennan áfanga í flug málum. Að ræðu Birgis lokinnj var þot unni gefið nafn. Þá athöfn fram kvæmdi Margrét Johnson með þessum orðum: „Gullfax* skaltu heita. Heill og hamingja fylgi þér, áhöfn þinnj og farþegum, hvert sem leiðir kunna að liggja.“ Um leið brast kampavínsflaska á nefi þotunnar og mannfjöldinn fagnaði ákaft. Á eftir söng karla- kórinn Fóstbræður þjóðsönginn. Framhald á 6. síðu. 2 27. júní 1967 - ALÞYÐUBLAÐI9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.