Alþýðublaðið - 27.06.1967, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 27.06.1967, Blaðsíða 10
12 Islandsmet voru sett á Sundmeistaramóti Islands Matthildur Guðmundsdóttir, og Hrafnhildur Kristjánsdóttir, Ármanni. 10 27. júní 1967 ~ ALÞÝÐUBLA01Ð ÍR-INGAR SIGURSÆLIR Á SVEINAMEISTARAMÓTINU Sveinameistaramót íslands var háð í Vestmannaeyjum um helg- ina. Þátttaka yar góð í mótinu og árangur yfirleitt jafn og góður. ÍR-ingar voru mjög sigursælir, hlutu 10 meistaratitla af 14 mögu legum. Ármann og KR hlutu tvo meistaratitla hvort félag. Ýmsir efnilegir piltar eru í þessum aidursflokki, en mest bar á Skúla Arnarsyni, ÍR sem sigr- aði í fjórum greinum og er mjög fjölhæfur, enda á hann ekki iangt að sækja íþróttahæfileika, faðir hans er hinn fráþæri afreksmað- ur Örn Clausen. Helgi Már Har- aldsson, ÍR sigraði i 100 og 200 m. hlaupum og gæti orðið ágætur spretthlaupari með frekari þjálf- un. Of langt yrði að telja upp alla efnilega pilta, sem fram komu á mótinu, en það má nefna Friðrik Þór Óskarsson, ÍR sem hóf æfingar fyrir nokkrum vik- um og er mikið efni í afreksmann. Birgir Sigurðsson, KR, Elías Sveinsson, ÍR, Stefán Jóhanns- son, Ármanni, Guðjón Hauksson, ÍR, Rúdolf Adolfsson, Ármanni, Þorvaldur Baldnrsson, KR, Ólaf- ur Þorsteinsson, KR (bróðir Þor- steins) og margir fleiri hafa mikla hæfiieika, ef þeir aðeins sýna áhuga og reglusemi við æf- ingar. Hér eru úrslit: FYRRI DAGUR: •. 4x100 m. baðhlaup: Ármann 50,1 — ÍR 50,7 B sveit KR — 52,6. Hástökk: 1. Friðrik Þór Óskarss. ÍR 1,65 2. Stefán Jóhannsson, Árm. 1,60 3. Skúii Arnarson, ÍR 1,50 400 m. hlaup: 1. Rúdolf Adoífsson, Árm. 58,1 2. Marinó Einarsson, HSK 62,0 3. Stefán Jóhannss., Árm. .62,7 Þrístökk: 1. Friðrik Þór ÍR 12,45 2. Elías áveinss., ÍR 11,97 3. Borgþór Magnúss. KR 11,70 100 m. hlaup: 1. Helgi Már Haraldss. ÍR 12,1 2. Skúli Arnars. ÍR 12,1 3. Rudolf Adolfss. Á 12,2 4. Þorvaldur Baldurss. KR 12,2' Kúluvarp: 1. Skúli Arnars. ÍR 14,22 Framhald á 14. sfðu. í heild tókst Sundmeistaramótið vel og sundfólk er í mikilli framför Tólf íslandsmet voru sett á ís- landsmeistaramótinu í sundi, sem íauk í hinni nýju sundlaug í Laug ardal á sunnudag. Á fyrsta degi mótsins voru sett tvö met, á laug- árdag fjögur, en á lokadegi móts- ins á sunnudag voru sett hvorki jneira né minna en séx met. Sum af þessum metum voru að visu T,ódýr“, þar sem ekki voru til met í 50 m. laug í einstaka greinum. jEinnig verður að taka tillit til þess, að sundfólk hér hefur ekki oft synt í 50 m. laug, þannig að beztu metin eru sett í 25 m. laug. Þrált fyrir þetta voru afrek móts- ins ágæt og lofa góðu um fram- tíðina. Þetta '28. íslandsmeistaramót er það fyrsta, sem háð er í nýju laug- inni í Laugárdal ,og markar tíma- mót í sundíþróttinni. - Mesti afreksmaður mótsins var Guðmundur Gíslason, Ármanni, en hann hlaut fimm íslandsmeist- aratitla í einstaklingsgreinum og auk þess tvo í boðsundum. Guð- mundur hafði yfirburði í þremur greinum, en fékk harða keppni í 200 m. bringusundi og tölverða keppni frá Guðmundi Þ. Harðar- syni Ægi í 100 m. skriðsundi. í 100 m. flugsundi bætti Guðmund- ur íslandsmet Davíðs Valgarðsson ar, ÍBK um 3/10 úr sek. synti á 1:03,6 mín. í karlagreinum bar einnig mik- Sigrún Siggejrsdóttir, A. ið á Guðmundi Þ. Harðarsyni, hann hlaut þrjá meistartitla í ein staklingsgreinum og Árna Þór Kristjánssyni, SH, sem varð ís- landsmeistari í tveimur greinum. Hrafnhildur Kristjánsdóttir, Ármanni varð sunddrottning móts ins setti fjögur íslandsmet í ein- staklingsgreinum og var í sveit Ármanns, sem setti met í 4x100 fjórsundi. Þá vakti Sigrún Sig- geirsdóttir, Ármanni mikla at- hygli, en hún tvibætti metið í 100 m. baksundi, synti fyrst á 1.19,0 mín. og í boðsundinu, þar sem Sigrún synti fyrsta sprettinn, fékk hún tímann 1:18,6 mín., sem er frábær tími hjá 14 ára stúlku. Sigrún hefur sýnt gífurlegar fram farir síðustu mánuði. Ungar stúlkur frá Selfossi komu mjög á óvart, þegar þær sigruðu Ármann i 4x100 m. skrið- sundl og settu met. Sundfólkið á Selfossi hefur sýnt miklar fram- farir undanfarið, en þjálfari Sel- fyssinga er Hrafnhildur Guð- mundsdóttir. í mótslok var Pálsbkarinn af- hentur, en hann gaf forseti ís- lands, herra Ásgeir Ásgeirsson til minningar um Pál. Erlingsson. Guðmundur Gíslason, Ármanni vann bikarinn að þessu sinni, hlaut 876 stig fyrir 2:24,9 min. í 200 m. fjórsundi. Hrafnhildur Guðmundsdóttir, ÍR vann Kol- brúnarblkarinn, sem gefinn er til minningar um Kolbrúnu Ólafs- dóttur, og veittur er þeirri sund- konu, sem vinnur bezta afrekið á sundmeistaramóti. — Hún synti 100 m. bringusund á 1:24,6 mín. Þá var Guðmundi Þ. Harð- arsyni, Ægi afhentur bikar fyrir sigur í 200 m. baksundi, en hann gaf Albert Guðmundsson, stór- kaupmaður. 40Ó m. skriðsund kvenna: mín. Hrafnhildur Kristjánsd. Á 5:27,4 ísl. met. Guðm. Guðmundsd. Seif. 5:32,6 Framhald á bls. 14. Guðmundur Þ. Harðarson, Æ. Guðmundur Gíslason, Á. 200 m. bringusund kvenna: Matthildur Guðmundsd. Á Ellen Ingvadóttir Á Ingiböjrg Haraldsd. Æ Helga Gunnarsd. Æ Bergþóra Ketilsd. ÍBK Kristín Sölvad. SH mín. 3:10,2 3:11,1 3:16,0 3:22,8 3:23,2 3:23,2 HELZTU URSLIT: 100 m .skriðsund karla: sek. Guðmundur Gíslas. Á 59,1 Guðmundur Þ. Harðarson Æ 60,6 Gunnar Kristjánss. SH 61,8 Davíð Valgarðss. ÍBK 63,5 Finnur Garðarsson ÍA 63,9 Logi Jónsson KR 65,0 100 m. bringusund karla: mín. Árni Þ. Kristjánss. SH 1:18,7 Leiknir Jónsson Á 1:18,7 Fylkir Ágúst.sson Vestra 1:18,8 Ólafur Guðmundss. Self. 1:19,8 Erlingur Þ. Jóhannss. KR 1:21,4 Ólafur Einarsson Æ 1:24,1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.