Alþýðublaðið - 30.06.1967, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.06.1967, Blaðsíða 3
Vestur-þýzka skemmtiferðaskipið Regina Maris ko n til Reykjavíkur í gær frá Akureyri með 270 far- þega. Héðan heldur skipið til Hamborgar. Ferðaskrifstofan Lönd og Leiðir hefur tekið skip þetta á leigu í september og mun þá halda í skemmtiferð með íslendinga suður á bóginn. Myndin er af skip- inu við bryggju í Reykjavík í gær. JAYNE MANSFIELD ✓ r* LEZTI New Orleans 29/6 (NTB-Reuter). Jayne Mansfleld, 33 ára gömul HoUywood-stjarna og heimsfræg kynþoklcadís, lézt í bílslysi í morg un. Meö henni fórst vinur lienn- ar og lögfræðingur Samuel Brody og einkabílstjóri kvikmyndaleikr konunnar. Slysið viidi til með þeim hætti, að einkabílstjórinn ók limousine- bíl leikkonunnar beint á stóran vöruflutningabíl á þröngum, krók óttum vegi 48 kílómetra frá borg- inni New Orleans. Þrjú börn leik- konunnar, sem sátu í aftursætinu komust lífs af, — en slösuðust öll meira eða minna og voru flujt á sjúkrahús. Jayne Mansfield var heimsfræg — fyrst. og fremsl fyrir fagran líkamsvöxt, sem hún reyndi aldrei að dylja. Hún var þrígift, — fyrsti maður hennar var skólabróðir hennar úr gagnfræðaskóla, Paul Mansfield. Þau giftust, þegar Jayne var 16 ára. Síðar giftist liún Mickey Haritay, sem var á sínum tíma sæmdur titlinum „Maður heimsins1 („Mister Uni- verse“). en þau skildu og síðast var hún gift leikhúsmanninum Nefnd til að endurskoða Mat Cimber, en þau höfðu nú slit ið samvistum. Jayne var ekki aðeins frægifyr- ir fagran líkamsvöxt heldur einnig mannanafnalöggjöfina ævintýralegt líf. Hún bjó lengsfc af í bleikri höll í Hollywood og baðkarið hennar var hjartalagað og bleikt. Hún hlaut oft harða Skipuð hefur verið fimm manna nefnd til að endurskoða gildandi lög jum mannanöfn, sem eru frá 1925, en sum ákvæði þeirra hafa Iengi sætt talsverðr; gagnrýni, sérstaklega þó síðari viðauki við þau, sem fyrirskipar útlendingum að taka upp íslenzkt nafn, er þeir fá ríksborgararétt. að hve miklu leyti P^estar hafa i laganna um ættarnöfn hafi ekki talið sér skylt að fara eftir þeim verið framfylgt, og nafnbreyting úrskurðum. Að því munu líka ar útlendinga hafa stundum ver vera nokkur brögð að ákvæðum | ið meir í orði en í reynd. dóma í blöðum og háðsyrði ýmist vegna útlitsins eða eiginmann- anna, — en ekki er sannað, að hún hafi átt það skilið. Versnandi afkoma kaupfélaga SlS Á síðasta alþingi urðu talsverð ar umræður um þessi mál og lýsti menntamálaráðherra þá því yfir, að ríkisstjómin ætlaði að skipa nefnd til að endurskoða manna- nafnalöggjöfina í heild, og er það sú nefnd, sem nú hefur ver ið sklpuð. Menntamálaráðuneytið sendi frá sér fréttatilkynningu um þetta í gær, og' fer hún hér á eftir: „Menntamálaráðuneytið hefur í dag skipað nefnd til þess að end urskoða lög nr 54 frá 27. júní 1925, um mannanöfn. Nefndarmenn eru: Klemenz Tryggvason, hagstofustjóri, for- maöur, Ármann Snævarr, háskóla rektor, Einar Bjarnason, ríkisend urskoðandi, dr. Halldór Halldórs son, prófessor og Matthías Jó- hannessen ritstjóri. Menntamálaráðuneytið, 27. júni 1967“. Auk ofangreinds ákvæðis um nafnbreytingaskyldu útlendinga er í lögum þessum kveðið svo á, að hver maður skuli heita einu íslenzku nafni eða tveimur og kenna sig við föður, móður eða kjörföður. Ættarnöfn megj^ eng- inn taka sér eftir gildistöku lag- anna, en þeir sem beri eldri ætt. arnöfn en frá 1913 megi halda þeim og niðjar þeirra, hafi ætt arnöfnin verið tekin upp með löglegri heimild Yngri ættar- nöfn en frá 1913 megi hins vegar aðeins þeir bera, sem á lífi voru, er lögin voru sett. Þá segir enn- fremur í lögunum, að ekki megi menn bera önnur nöfn en þau, sem rétt séu að lögum íslenzkr ar tungu, og skulu prestar hafa eftirlit með því að þessu sé fram fylgt. Skal stjórnarráðið eftir til- lögum Heimspekideildar háskól- ans gera skrá um nöfn sem ó_ heimilt er að skíra og senda öll- um prestum landsins. Þessa skrá á að gera á tíu ára fresti. | Síðastnefnt ákvæði laganna hef j ur aldrei verið framkvæmt að i fullu. Skrá yfir óheimil manna- ! nöfn hefur aldrei verið gefin út, j en einhverja úrskurði um nöfn | hefur 'heimspekid. Háskólans þó ! kveðið upp, en óljóst mun vera, AÐALFUNDUR Sambands ísl lenzkra samvinnufélaga hófst að Bifröst í Borgarfirði í niorgun. Voru þar saman komnir rúmlega 100 fulltrúar 56 kaupfélaga um allt land ásamt öðrum framá- mönnum Sambandsins. Erlendur Einarsson, forstjóri, flutti ársskýrslu Sambandsins fyr ir árið 1966. í skýrslu hans kom m. a. þetta fram: Árið 1966 var mjög óhagstætt. Tekjuaukning varð mun minni en hækkun rekstraúkostnaðar, þess vegna varð rekstrarafkoman mjög óhagstæð. Umsetning jókst um 9,3%, en það er mun minna en undanfarin ár. Reksturskostnaður hækkaði mikið á árinu. Launa- greiðslur hækkuðu um 17,3%. — Vaxtahækkunin frá 1. jan. 1966, sem nam 1% á ári hækkaði rekstr | argjöldin verulega. Rekstrarreikningur. Sambands- j ins fyrir árið 1966 sýnir halla að upphæð 406 þús. krónur. Rekstur- inn hefur aðeins skilað 9,5 millj. króna til félaganna og til afskrifta en það er mun minna en um langt árabil. Stofnsjóður Sambandsins, aðr- ir varasjóðir og höfuðstóll, hækk- uðu á árinu um 9,2 millj. kr. Heildarvelta þess var 20% hærri 1966 en árið áður. Rekstursafkoma kaupfélaganna stórversnaði yfirleitt á árinu. — Hafði verðbólgan einkum ill áhrif á rekstur þeirra ásamt auknum reksturskostnaði og s'korti á rekst- imk luemrfið z ðeurax z zðá ursfé og stofnlánum. Það hefur valdið félögunum miklum erfiðleikum, að reksturs- lán til landbúnaðarins, hafa verið óbreytt í krónutölu undanfarin 8 ár, enda þótt verðmæti fram- leiðslu landbúnaðarins hafi meira en þrefaldazt. Kaup á reksturs- vörum hafa hins vegar vaxið í svipuðu hlutfalli og framleiðslan. Fjárfestingarframkvæmdir Sam bandsins voru mjög litlar á ár- inu, hins vegar seldi það nokkrar eignir. Viðtækar ráðstafanir hafa veriff gerðar og fleiri eru í undirbún- ingi, til þess að vinna bug á hallarekstri í ýmsum greinum Sambandsins, en við ramman reip er að draga vegna óhagstæðra rekstursskilyrða í landinu. Ullarverksmiðjur Sambandsins á Akureyri hafa lent í miklum þrengingum og faefúr verið á- 'kveðið að loka þrem þeirra og ó- víst er um framtið hinna. Skemmtiferð KVENFÉLAG ALÞÝÐUFLOKKSINS f REYKJAVÍK fer sína árlegu skemmtiferö inn í Þórsmörk miðvikudaginn 5. júlí n.k. Komið verður aftur fimmtudaginn 6. júlí. Upplýsingar eru veittar hjá Aldísi Kristjánsdóttur í síma 10488, Kat rínu Kjartansdóttur í síma 14313, Kristbjörgu Eggertsdóttur í síma 12496 og Kristínu Guðmundsdóttur í síma 21064. 30. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.