Alþýðublaðið - 30.06.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 30.06.1967, Blaðsíða 7
ánarnir of margir (3000-3500), og þeir voru vel vopnum búnir og sigurvissir eftir að hafa hrundið árás suður arms ame- ríska hersins. — Þetta vissi Custer ekki. Og það er senni- lega spurning, hvort sú vitn- eskja hefði fengið hann til að breyta ákvörðun sinni. Ein af ótal myndum, sem málaðar hafa veriff af hinu fræga blóðbaffi viff Little Big Horn, þegar Custer féll meff rúmlega 200 mönnum sínuin_ Majórinn fékk upp- reisn æru eftir 91 ár Marcus Resio — sem vikið var úr hernum fyrir drykkju- skap, áflog cg frammistöðuna við Little Horn — fær uppreisn æru. FYRIR 87 árum, á árinu 1880, var Marcus Reno, majór í ridd- araliði Bandaríkjanna vikið úr hernum með skömm. Þrátt fyrir ótal ástæður, sem stjórnarvöld gáfu fyrir brottvikningunni, var hin raunverulega ástæða sú, að hann var látinn taka á sig óvirð ingu yfirmanns síns, George A. Custers, sem fjórum árum áður hafði beðið frægan ósigur, þar sem þriðjungurinn af 600 manna liði hans var brytjað niður af indíánum. Ásakanir lá hendur Reno voru líka alvarlegar. Hann hafði mikinn áhuga á dóttur annars yfirmanns síns, sem síðar 'varð, og kvöld eitt, er hann var á leið heim, sá hann hana á heimili föður hennar og gægðist inn um gluggann, „sem gerði dömurnar dauðhræddar." Ofurstinn, sem hafði misst son í hinni frægu orustu Custers við Little Big Horn, kærði majór- inn og frekari kærur bárust. ÓVIÐEIGANDI HIKSTI. Reno hafði gerzt sekur um slagsmál á krá, drykkjuskap og „óviðeigandi hiksta í miðdegis- verðarveizlu1. Þetta kostaði han stöðuna. Hefði það verið venja að reka inenn úr hernum fyrir slíkar sakir á þeim tíma, er hætt við, að sorglega fáir liðs- foringjar hefðu verið eftir í Bandaríkjaher. Þetta var ástæðan til þess, að einn af ættingjum Renos fékk nýlega málið tekið fyrir herrétti, sem fyrir skömmu komst að þeirri niðurstöðu, að brottvikn- ing Renos hefði stafað af „þeim fjandskap, sem ríkti í lians garð eftir Custer-blóðbaðið.“ HVERS VAR SÖKIN? Var það þá raunverulega sök Renos, að Custer og meira en 250 riddaraliðsmenn voru drepn ir af Sioux og Cheyenne indíán- um fyrir 91 ári? Svo var sagt árið 1876. í dag er ljóst, að höfuðábyrgðin hvílir á Custer sjálfum. Þessi hávaðasami og hroka- fulli liðsforingi hafði fallið í ónáð hjá Grant forseta og tókst með naumindum að halda í for ustu sína fyrir 7. riddaraliðs- herdeildinni í lierför þeirri, sem hafin var gegn indíánum vorið 1876. Hernaðaráætlunin gerði ráð fyrir, að sótt skyldi í þrem fylkingum inn í miðhluta Wyoming úr suð-austri og norð- ri.. Custer var í miðfylkingunni. CUSTER VILDI SJÁLFUR. 21. júní fékk herdeild Custers skipun um að fylgja eftir „heit- um“ eða nýjum indjánaslóðum. Yfirmaður hans, Terry hershöfð- ingi, stakk upp 'á, að hann tæki með nokkrar Gatling-fallbyssur. Custer neitaði. Hann taldi, að ÖRVÆNTINGARFLÓTTI. Sá sambandsskortur, milli fylkinganna, sem hindraði að- gerðir í æðri stöðum, var líka örlagaríkur fyrir Custor. í dagrenningu réðist Reno á indíánabúðirnar frá suðri og komst alveg upp að tjöldunum. En hvað var orðið af Custer? Indíánarnir, sem voru tíu á móti einum, sóttu fram og helming- ur manna Renos var felldur eða særður. Majórinn gaf skipun um að halda undan, og með heilaslettur úr indíánanjósnara, sem drepinn var við hliðina á honum, á einkennisbúningnum þeysti Reno einna fyrstur manna sinna aftur yfir ána. Margir særðir voru skildir eftir. Örvæntingarflótti Renos gerð ist á sama tíma og árás Custers, þær mundu tefja för hans um fjöllin. Terry stakk upp á, að hann styrkti lið sitt með deild- um úr annarri herdeild. Custer sagði nei. Þetta átti að verða sigur sjöundu herdeildarinnar. ^ Terry skipaði honum að leggja ekki einn út í orrustu. • Custer gaf svar, sem gat þýtt hvað, sem var. Síðan lagði herdeildin á hesta sína og eins og venjulega gaf Custer mönnum sínum ekkert eftir. Þegar njósnarar hans fundu, 24. júní, indíánabúðir við Little Big Ilorn, voru margir af mönnum hans orðnir ör- magna. ÞURFTI Á SIGRI AÐ HALDA Nú var spurningin hvort lagt skyldi til atlögu eða beðið eftir hinum hersveitunum og hætta þar með á, að indíánarnir kæm- ust undan.. Custer valdi fyrri kostinn, þrátt fyrir aðvaranir hinna vönu njósnara sinna. Hann trúði á „heppni Custers" — og loks var honum ljóst, aö ætti honum að takast að koma sér aftur í mjúkinn hjá- Grant væri sigur yfir indíánum ágætt meðal til þess. Hann fyrirskipaði árás við dag renningu í þrem fylkingum, stjórnaði sjálfur einni og Reno annarri. Aðferðin var sú hefð- bundna, sem. áður hafði reynzt vel, en í þetta skipti voru indí- George A. Custer. Marcus Reno. 1 og allir indíánarnir gátu nú ejn- beitt sér gegn erkifjandmanni sínum ,,Gullinhári“ og 207 liðs- mönnum hans. — Á skörnmum tíma voru þeir gjörsigi’aðir, felldir og flettir höfuðleðrinu.— Reno og þriðja fylkingin,1 sem nú var komin til skjalanna, reyndu með hálfum hug að hjálpa aðalliðinu, en voruifljót- lega stöðvaðir af Indiánunum. t BJARGAÐ AF BLEYÐUi Næsta morgun kom Terry að og bjargaði þeim, sem I éftir lifðu. Um nóttina 'hofðu indíán- arnir horfið. Reno var notaður sem „blóra- barn“ fyrir Custer, því að ekki mátti snerta við minningu hetj- unnar úr borgarastyrjöldinni og indiánastríðinu. Ef við hefðum ekki verið und- ir stjórn bleyðu, hefðum við all- ir verið drepnir, sagði einn af liðsforingjum hans. Niðurstaða herréttarins 1967 var hófsamlegri í orðum. Hegð- un Renos hafði ef til vill ekki verið alltof heppileg — en hann hefði, hvað sem öðru leið, ekki getað komið í veg fyrir ófarirn- ar. VerSið á pólsku tjöldunum er þaö hagstæðasta á markaðinum NauöungaruppboB annað og síðasta á Sogavegi 134, hér í bor^, talin eign Kristjáns Breiðfjörð, fer fram á eigninni sjálfri, miðvikudaginn 5. júlí 196^, kl. 2 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. 30. júní 1967 - ALÞÝÐUBLADIÐ J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.