Alþýðublaðið - 30.06.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 30.06.1967, Blaðsíða 5
EFTIR LEIKÁRIÐ j vetur telst mér til að friim- sýningar hafi orðið 23 tals- ins á leiksviðunum í Reykja- vík og er þá allt leikstarf talið og tíundað. Langflestar voru þessar sýningar vitaskuld í eig- inlegum leikhúsum okkar, Þjóð- leikhúsinu og Iðnó: 12 frumsýn- ingar í Þjóðleikhúsinu, þar af 3 á litla sviði þess í Lindarbæ og einn barnaleikur á stóra sviðinu, en 5 frumsýningar í Iðnó, þar af einn barnaleikur. Auk þess koma til 2 sýningar Grímu, 2 sýningar Leikfélags Kópavogs, önnur barnaleikur, og 2 sýningar annarra, Herranótt og revíusýning nokkurra ungra leikara. Ótaldir eru gestaleikir utan af landi sem einhverjir voru á ferðinni, en engir er- lendir gestaleikir voru í vetur; og að vanda tóku leikhúsin í haust upp nokkrar sýningar frá fyrra ári, Þjóðleikhúsið Ó, þetta er indælt stríð og Gullna hliðið, Leikfélag Reykjavíkur Þjófa, lík og falar konur og Dúfnaveizluna. Þetta mun vera mjög svipuð sýningatala og í fyrra, en undarifarin ár hefur leiksýningum fjölgað jafnt og þétt í Reykjavík og leikhúsin búið við allgóðá og stundum á- gæta aðsókn. Kann þetta að vera að breytast? Leikhúsin eiga enn eftir að gera gréin fyr- ir rekstursafkomu sinni, aðsókn í lieild og að einstökum sýning- um í vetur, og fyrr en þær töl- ur liggja fyrir er kannski á- stæðulaust að bollaleggja um þetta. En það er raunar vitað mál að í vetur hefur Þjóðleik- húsið átt við erfiðleika að etja og dræmari aðsókn en oft áður; minnsta kosti sumar af sýning- um leikliússins voru sóttar af hverfandi fóum áhorfendum, Kæri lygari í haust og Loft- steinninn í vor svo dæmi séu nefnd. í Iðnó fékk Málsóknin eft ir Kafka sambærilega útreið í vor; en um aðsókn að Iðnó er þess að geta að leikliúsið er svo lítið að það þarf mjög góðrar sætanýtingar við til að leikir geti borið sig þar. I JTinhver mun geta sér þess til að erfiðleikar leikhúsanna séu tímabundnir og stafi eink- um af tilkomu íslenzka sjón- varpsins; og margt' er að vísu ólíklegra en að önnur eins nýj- ung og sjónvarpið dragi um sinn úr aðsókn að leik- og kvik- myndahúsum. Reynsla annarra þjóða hermir að þetta breytist þegar frá líður, og sjónvarpið geti einmitt, ef rétt er á því haldið, örvað mjög áhuga manna á hvers konar annarri menningarstarfsemi. í sjónvarp- inu gerðist raunar í vor leiklist- arviðburður sem vísast verður talinn sögulegur síðarmeir þó ekki væri talað sérlega mikið um hann þá: það var fyrsti sjón- varpsflutningur á íslenzku leik- riti, Jóni gamla eftir Matthías Johannessen. Sú sýning var vissulega álitleg og viðfelldin í sjónvarpinu. En hún var í eðii sínu kvikmyndun sviðssýningar sem aldrei gat orðið annað en endurmynd leíksins sjálfs á sviðinu og aldrei jafnazt ó við hann; við eigum enn eftir að sjá' fyrsta raunverulega sjón- varpsleikinn á islenzku. Það er vonandi að ekki fari eins um sjónvarpið og útvai-pið sem á nær 40 ára ævi sinni hér hefur ekki leitt til neinna markverðra bókmenntaverka sem samin væru sér á parti fyr- ir útvarp. Sjónvarpið kann að hafa spillt fyrir leikhúsunum að ein- hverju leyti í vetur; það er kannski beinlínis líklegt. En er það víst að leikhúsin geti ekki einnig kennt sjálfum sér um, bera þau ekki sinn hluta af þess- ari sök? Svo mikið er víst að sýningar þær, er kolféllu í vetur voru engin þeirra nein meist- araverk leiklistar, sumar hverjar augljóslega misráðnar frá upp- hafi; og það var minnsta kosti örðugt að greina skynsanlegt vit eða tilgang með öðrum,® Tveggja þjóni í Iðnó til dæmis® eða Lukkuriddaranum í Þjóð- leikhúsinu. Þetta er reyndar eng- in nýjung, hvorki að verkefna- val sé reikult og stundum mis- ráðið, né að misjafnlega takizt að vinna úr þeim verkefnum sem leikhúsin færast í fang. En af þessu tvennu verður að meta I pólsku tjöldiiiiu3n er fyrsta flekks dúkur og frágaegur mjög vandaöur gildi og hlutverk leiklistai-inn- ar. Tekst leikhúsunum að velja sér áhugaverð, tímabær við- fangsefni, innlend eða erlend? Og tekst þeim að gera verkefn- um sínum, gömlum eða nýjum, þau skil að veki áhuga, að tjá á lifandi máli tímann sem við lifum? J^jesta og merkilegasta Ieiksýn- ing vetrarins var án efa Marat-Sade eftir Peter Weiss í Þjóðleikhúsinu, það er sannar- lega illa farið og spáir ekki góðu ef sú sýning hefur hlotið ónóga aðsókn og undirtektir áhorf- enda. Hvort tveggja kom til, að valizt hafði eitthvert nýstárleg- asta, tilkomumesta verk nýlegra Ieikbókmennta, og að meðfarir Þjóðleikhússins sönnuðu ótví- rætt að slíkum verkefnum valda menn hér heima ef réttilega er á þeim haldið. í sýningunni fór saman afbragðs meðferð þeirra Róberts Arnfinnssonar, Gunnars Eyjólfssonar, Rúriks Haraldsson- ar, Margrétar Guðmundsdóttur og Herdísar Þorvaldsdóttur á helztu hlutverkunum og óvenju- lega farsæl og þróttmikil frammistaða leikflokksins í heild; það var sannarlega magn- þrungið verk sem Þjóðleikhúsið vann þessu sinni við leiðsögn Kevin Palmers. í nýlegu blaða- viðtali við einn aðalleikandann, Róbert Arnfinnsson (Lesbók Mbl. 25/6', kom hins vegar fram megn óánægja einmitt með þessa sýningu; Róbert telur að ærsl og umsvif sýningarinnar hafi skyggt ómaklega á umræðu þeirra Marats og Sades í þunga- miðju leiksins. Þessar aðfinnsl- ur eru að vísu skiljanlegar; ég impraði sjálfur á sömu skoðun í leikdómi í vetur; en ekki veit ég hversu réttmætar þær eru allt á litið. Minnsta kosti er það misskilningut að einhver ein- hlítur „boðskapur” verðj lagður út af leiknum eða einstökum hlutverkum hans; tvíræðnin er einmitt lífsloft hans; og það ein- vígi hugmyndanna • sem hann lýsir verður ekki látið uppi til fullnustu nema baksýn klepps- ins í Charenton sé jafnframt gerð full skil. Hlutverk þessara beggja efnisþátta voru ef til vill ekki sem skyldi í sýningu Kevin Palmers, og sömuleiðis þótti mér textagerð sýningarinnar með undarlegu móti. En það ‘sem sýn- ingin kann að hafa tapað af þessum. sökum vannst lienni á ný vegna margbreytni sinnar, agaðrar dirfsku, ómengaðrar leikgleði sem auðkenndi hana. Ég sá Marat-Sade að nýju í þann mund sem sýningum var að Ijúka og virtist hún hafa verið vaxandi sýning til loka, enn áhrifasterkari þá en i fyrstu. Nú er Iokið, í bráð að minnsta kosti, starfi brezka leikstjór- ans Kevin Palmers og Unu Collins leiktjaldamálara við Þjóðleikhúsið. Án efa eru stór- sýningar þeirra í fyrravor og vetur helztu verk þeirra hér og hefðu ekki verið unnin nema fyrir þeirra tilstilli. En hvað sem líður sýningum þeirra í liaust áttu þau í vor hlut að tveimur smekklegum og ánægju- legum sýningum í Lindarbæ, Hunangsilmi þar sem Brynja Benediktsdóttir vann umtals- verðan sigur í aðalhlutverkinu, og nemendasýningu Þjóðleik- hússins þar sem tíu fullnaðar- prófsnemendur fengu að reyna sig. Þar komu fram ýmis álit- leg leikaraefni, en sérstaka at- hygli vakti Jónína Jónsdóttir, hjúkrunarkonan í einþáttungi Edward Albees um dauða Bessie Smith. Það veitir ekki af að Þjóðleikhúsinu komi liðsauki ungs fólks sem raunar má vei’a að gerast nú í seinni tíð. Miðað við fyrri reynslu er líklegt að starf Kevin Palmers bendi til að leikhúsunum sé holl- ara að fá erlenda leikstjóra til að starfa hér til nokkurrar fram- búðar en setja á svið eina og eina sýningu í senn. Þeim mun líklegra er starf gestsins til að verða að varanlegu gagni. Þar fyrir er ljóst að leikliúsin geta ekki byggt starf sitt á slíkum heimsóknum, löngum eða skömmum; þau þurfa að njóta eigin leikforustu sem er þess umkomin að jafnaði að nýta orku leikhúsanna til sömu fulln- ustu og erlendum leikstjórum heppnast þegar allra bezt læt- ur. En heimamenn Þjóðleikhúss- ins stóðu sig einatt slælega í vetur eins og áður. Loftsteinn- inn, leikstjóri Gísli Alfreðsson, liygg ég að einkum hafi mistek- izt vegna ónógrar nákvæmr.i, skilnings, trúnaðar við verkið; og Jeppi á Fjalli, leikstjóri Gunnar Eyjólfsson, varð ein- vörðungu umgerð um stjörnu- leik Lárusar Pálssonar sem Þvor var sæmdur silfurlampa leik- dómenda fyrir Jeppa. Þótt Bene- dikt Árnason hafi sjálfsagt unn- ið vel að Hornakóralnum dugði það ekki til; list leikhússins á sína einu duganlegu fótfesfu í list leikskáldsins. |^eikfélag Reykjavíkur tók ekki upp nein ný íslenzk viðfahgs- efni í vetur, að frátöldum jhin- um frumstæða barnaleik um Kubb og Stubb. En félagið sýndi Fjalla-Eyvind á afmæli sínu, viðhafnarlegri sýningu sem tókst furðulega vel að endurnýja hefðbundinn skilning og íþeð- ferð leiksins. Mundi nokkuð vinnast við djarflegri, nýstár- Iegri tök, — þeirri spurniiigu freistaði félagið ekki að syara. í Iðnó gætir nú æ meira ungra leikara og lítt ráðinna, en ádri og miðaldra kynslóðin þokai; til liliðar; ungir leikarar voru hafð- ir í frammi í öllum sýningum Leikfélagsins í vetur nema Fjalla-Eyvindi. Þetta kannj að vera óhjákvæmilegt og að ein- liverju levti ráðin stefna: félágið leitast nú við að koma sér jipp tiltölulega fjölmennum, fjöl- hæfum leikhópi sem geti þegar stundir líða tekiö við hinu fýrir- hugaða borgarleikhúsi. En af þessu stafar um leið einkenni- Jeg mótsögn. Starf Leikfélagsins færist' nú í atvinnuhorf, sýnjng- um fjölgar, verkefnaval er djarflegra og nútímalegra en löngum áður, — en jafnframt fá sýningar þess á sig aukinn viðvaninga-, amatörasvip að nýju. Þetta gildir um alla leiki í Iðno Frh. á bls. 15. Lárus Pálsson lilaut Silfurlampann að þessu sinni. (Hér sést hann ásamt dóttur sinni). 30. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.