Alþýðublaðið - 23.07.1967, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.07.1967, Blaðsíða 2
2 23. júlí 1967 — Sunnudags Alþýðublaðið SUÐUR UI¥B HÖFIN.... Meb Regina Maris 24 daga Miðjarðarhafsferð með viðkomu á írlandi, Marokkó, Ítalíu, Spáni, Portúgal og Hollandi. — Lagt af stað frá Reykjavík 23. september. Öllum, sem séð hafa skipið, ber saman um að það sá stórglæsilegt. Þjónusta um borð er í lúxusklassa, klefar framúrskarandi snyrtilegir og þægilegir og skemmti- og danssalir fallega innréttaðir. Hringið, eða komið á skrifstofuna og fáið frekari upplýsingar um verð (allt frá kr. 17.920), klefa. verðiag um borð og annað sem yður leikur forvitni á að vita. ATHUGIÐ SÉRSTAKLEGA: Hægt er að koma með skipinu til íslands frá Hamborg 17. sept., frá Kaupmannahöfn degi síðar og Bergen 19.—20. sept. Regina Maris kemur næst til Reykjavíkur n.k. föstudag. Pantéð far sem fyrst — þetta verður ógieymanleg ferð LÖND OG LEIÐIR, Aðalstræti 8, sími 24313 NYTT landnam a islandi SÝNILEGT er að miklar breyt- ingar eru framundan í at- vinnuháttum sveitanna. Eins og sakir standa er land búnaðurinn undarlegt sani- bland af afgömlum verkhátt- um og nútímatækni. — Hver bóndi hokrar á sinni jörð, flest ir hafa bæði sauðfé og kýr, hyer ræktar sinn túnbleðil í kringum sinn bæ, eins þótt þar sé ógernigur að rækta, bara af þeirri ráðstöfun örlaganna að þarna settist að einhver búandi karl fyrir mörguin öldum, og þar skyldi því vera bær livað sem tautar. Á liinu leytinu er svo hver bóndi neð traktor eða tvo traktora, og allan hugs aníegan vélakost, sem auðvit- að má alls ekki vanta, en nýt- ing vélanna er ekki sérlega góð, enda stórir traktorar sums staðar notaðir í skjökt til næstu bæja, jafnvel í kaupstað arferðir, líkt og truntur fyrr á tímum. Nútíminn kemur auðvitað ekki í sveitirnar fyrir það að við förum þangað með vélar. Nútíminn er ekki vélar, ekki einu sinni vélanotkun, heldur ■ það skipulag sem gerir véla- notkun hagkvæma og auð- velda. Og það væri cinkenni- legt að vélabylting í landbún- aði kallaöi ekki á róttækar skipulagsbreytingar. Það þótti ganga landráðum næst þegar ég og mínir líkar, piltar úr sveit fyrir meira en 30 árum, vorum að færa í tal nauðsynina á samyrkju og rækt un í stórum stíl. Vitrir menn sögðu okkur þá að okkur væri nær að halda tryggð við þá hundaþúfu hvar við vorum fæddir og uppaldir, og láta ekki eins og við hefðum étið óðs manns skít! Á þessum hól liöfðu sko forfeður vorir setið og soltið i þúsund ár, allt aft ur til sonar eða dótturbarna Ketils gamla flatnefs Bjarna- sonar bunu hesis ór Sogni, og væri okkur ekki vandara um, ættlerunum. En nú held ég að allir viður- kenni í hjarta sínu að miklar breytingar séu í vændum í landbúnaði. Bændur eru farn- ir að tala um ræktun í stórum stíl á hentugum svæðum fyrir lieilar sveitir. — Bændur eru farnir að tala um meiri sér- liæfingu, þannig að sumir hafi eingöngu sauðfé, aðrir ein- göngu kýr (raunar þegar byrj- að). Bændur eru farnir að tala um að leggja dala jarðirnar undir beit, þar með talin tún dalajarðanna að nokltru. Og bændur eru farnir að tala um að byggðin hljóti að færast saman. — Um þetta allt hef ég heyrt sveitamenn tala þegar þeir eru leiðir á kvcnmannsleysi og gamaldags búskaparnuddi strjálbýlisins, livað svo sem haldið er fram á fundum með búnaðar- og bændaforkólfum, sem flestir eru fluttir til Reykjavíkur sjálfir, en hafa atvinnu af að halda áfram að vera sveita- menn. En allt þetta hefði þótt latra og heimskra stráka blaður uppi í sveit.fyrir 30 árum. Þá var um að gera að treysta á kaupfélpgið, Framsóknarflokk- inn og svo bara guð almátt- ugan þegar slíkan vanda bar að höndum sem hinir tveir fyrmefndu göfugu bjargvættir ekki gátu fram úr ráðið sem mér skildist á sumum að væri næsta fátítt. Skipulag sveitarfélaganna hlýtur og að breytast fljótlcga. Hreppa- og sýsluskipting hverf ur fyrir sveitarfélagaskipan sem hæfir þjóðfélags- og at- vinnuháttum nútímans. Og þeg ar bændur eru farnir að hafa tún sín saman og vinna við þau sameiginlega að meira eða minna íeyti, og famir að Iáta gæta hjarða siuna kannski líka sameiginlega, eru m. ö. o. farnir að búa að nokkru leyti saman á stóru Iandsvæði sem áður var skipt í tugi jarða, er þá ekki sennilegt að í staðinn fyrir sveitabæina sem löngum hafa verið dreifðir út um hlíð- ar og hvamma komi sveitaþorp og borgir þar sem eru alveg sömu skilyrði fyrir samfélags- og menningarlíf og í borgum við sjávarsíðuna? Það á ekki að vera neitt hryggðarefni þótt kotrassar fari í eyði. Bændur mega líka ómögu- lega vera svo íhaldssamir að þeim finnist endilega nauðsyn legt að búa með kjT og kindur. Því ekki að stofna til loðdýra- ræktar og fiskiræktar í ám og vötnum? En það þarf að koma sér að þessu og bíða ekki þang að til allir ungir menn með eitthvað framkvæmdaþrek eru flúnir úr drunganum og vana- festunni. Á mínum æskuáriun í sveitinni fyrir norðan var það ekki bara kreppa og mæði- veiki sem flæmdi unga menn á brott úr sveitinni. Þeir voru líka að forða sér úr vana festu og þröngsýni sem þeir jafnvel héldu að mundi er stundir liðu heltaka sig — og ég hef sannarlega séð þess dæmi. En ef þær breytingar sem hér hafa verið ræddar eru boðnar velkomnar, þá fara menn að flytja í sveitirnar aft ur, ekki allir af því að þeir endilega þiu’fi að vera þar, heldur af hinu líka, sumir, að þeir kunna betur við sig í því umhverfi. Þannig gæti nýtt Iandnám liafizt á íslandi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.